Í tilkynningu frá Almannavörnum sem gefin var út í dag segir:
Veðurstofa Íslands hefur ásamt samstarfsaðilum sett upp vefmyndavél sem beint er að sprungum sem mynduðust í gamla Oddsskarðsveginum í síðustu viku. Auk þess eru fastpunktar mældir einu sinni á dag til þess að athuga hvort vart verði við hreyfingar í hlíðinni. Það er gert til þess að geta brugðist við ef aðstæður breytast á næstu dögum. Síðustu mælingar benda þó til þess að allt sé með kyrrum kjörum.