Þá er áréttað í þessu sambandi að ef brýn nauðsyn knýr á um ferðalög utan svæðis að gæta þá sérstaklega að sér bæði þar og þegar heim kemur. Það á einnig við um gesti, ættingja og vini, sem kunna að koma inn á svæðið vegna aðventu og jóla, jafnvel erlendis frá.
Nú þegar loks hyllir undir komu bóluefnis gegn Covid-19 skulum við halda þetta út saman og komast alla leið í mark.