Fara í efni

Fréttir

01.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 1. nóvember

Tveir eru með staðfest COVID smit á Austurlandi og báðir í einangrun. Aðgerðastjórn hefur síðustu vikur áréttað tilmæli sóttvarnalæknis um að ferðalög milli landshluta og þá sér í lagi til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna ástands þar séu ekki farin nema af brýnni nauðsyn. Á þetta er enn minnt og vísað auk þess til mikils álags á heilbrigðisþjónustuna sem eins og sakir standa má ekki við viðbótaráföllum. Heima er best.
31.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 31. október

Tveir eru nú í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á að nýjar reglur um takmarkanir á skólahaldi í kjölfar hertra sóttvarnaregla er tóku gildi á miðnætti munu kynntar í næstu viku. Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu sveitarfélaganna á svæðinu vegna þessa.
30.10.2020

Hertar sóttvarnarráðstafanir - breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á miðnætti föstudaginn 30. október. Allar takmarkanir ná til landsins alls. Vegna þessa þarf Fjarðabyggð að gera breytingar þjónustu stofnanna á má kynna sér það hér að neðan.
30.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. október

Tveir eru nú smitaðir á Austurlandi, báðir með svokallað landamærasmit. Þeir greindust við sýnatöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komu til landsins og hafa síðan verið í einangrun á heimili sínu á Austurlandi. Vel er fylgst með líðan þeirra og þörfum af hálfu Covid-deildar Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. (HSA). Enginn er í sóttkví vegna þessara smita og enginn grunur um önnur smit vegna þeirra. Einangrun varir meðan veikindin vara, en með öllum fyrirvörum má gera ráð fyrir að um hálfan mánuð sé að ræða í einangrun.
29.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Enn er fjöldi smita að greinast á höfuðborgarsvæðinu sem og víða á landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir hertum reglum af hálfu yfirvalda vegna þessa. Þær verða kynntar á þessum vettvangi um leið og þær liggja fyrir, hugsanlega á morgun.
27.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. október

Engin COVID smit eru nú á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur til þess sem fyrr að ferðalög milli landsvæða verði einungis farin af brýnni þörf. Fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu er skýr vísbending um að staðan er enn mjög viðkvæm og eins smit er upp hafa komið vegna ferðalaga milli landshluta. Því er biðlað meðal annars til rjúpnaveiðimanna í aðdraganda veiðitímabilsins er hyggja á ferðir til Austurlands að fara hvergi þetta árið heldur halda sig í heimabyggð. Gætum að okkur og gerum það saman
27.10.2020

Vegurinn um Norðurdal í Breiðdal verður lokaður 28.10 - 29.10

Vegna vinnu Vegagerðarinnar við brúna yfir Tinnudalsá í Norðurdal í Breiðdal verður vegurinn um dalinn lokaður frá kl. 10:00 miðvikudaginn 28. október og fram eftir degi þann 29. október. Búið er að gera ráðstafanir þannig að börn af svæðinu komist heim úr skóla á þessum tíma. Nánari upplýsingar um lokunina eru veittar hjá Vegagerðinni í síma 522 1000.
26.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 26. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.
26.10.2020

Bátur sökk í höfninni á Stöðvarfirði

Í gærmorgun bárust fréttir af því að togbáturinn Drangur ÁR-307 væri að sökkva við höfnina á Stöðvarfirði. Viðbragðsaðilar brugðust skjótt við og voru mætti á staðinn skömmu síðar.
25.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 25. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur alla þá sem hafa farið út fyrir fjórðunginn vegna vetrarfría í skólum eða af öðrum ástæðum að fylgjast vel með heilsufari og huga vel að einkennum veikinda eftir heimkomu. Gæta vel persónulegra sóttvarna og að halda sig heima ef einhver einkenni gera vart við sig eða minnsti grunur leikur á smiti. Hafa þá samband við heilsugæsluna eða síma 1700. Með árvekni að leiðarljósi drögum við úr líkum á því að smit berist inn í skóla, vinnustaði og meðal okkar nánustu.
23.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 23.október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á að grímuskylda er í verslunum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð.
22.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 22. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Vegna vetrarfrís í skólum meðal annars má búast við að talsverður fjöldi íbúa úr öðrum landshlutum leggi leið sína í sumarhús í fjórðungnum. Aðgerðastjórn hvetur því til aðgæslu bæði heimamanna og gesta. Minnir hún í því sambandi á þær fjórar smitvarnir sem mestu skipta; að fjarlægðarmörk séu haldin, grímur notaðar þar sem við á, hendur þvegnar reglulega og spritt notað á snertifleti.
21.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.
21.10.2020

Líkamsræktarstöðvar í Fjarðabyggð ennþá lokaðar

Vegna þeirra takmarkana sem nú eru gildi næstu um starfsemi líkamsræktarstöðva er ljóst að líkamsræktarstöðvar Fjarðabyggðar verða áfram lokaðar þar til slakað verður á takmörkunum. Við vonum að íbúar sýni þessu skilning, en líkamsræktarstöðvar verða opnaðar að nýju um leið og hægt er. Við viljum benda á að öll gildandi kort eru fryst á meðan ástandið varir.
20.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á að þó staðan sé góð í fjórðungnum er enn mikið um smit á höfuðborgarsvæðinu sem og erlendis. Hvorutveggja býður hættunni heim og því ástæða til að gæta að öllum sóttvarnareglum hér eftir sem hingað til. Sérstök athygli er vakin á grímunotkun í verslunum. Þó ekki sé þar um fortakslausa skyldu að ræða nema í þeim tilvikum þar sem ekki er mögulegt að tryggja tveggja metra fjarlægð, þá hvetur aðgerðastjórn til þess að grímur séu notaðar. Þannig einföldum við hlutina og gerum okkar ítrasta sem fyrr til að fyrirbyggja smit.
20.10.2020

Framkvæmdir við gerð ofanflóðavarna í Neskaupstað ganga vel

Framkvæmdum við þriðja áfanga snjóflóðavarna, byggingu varnargarðs og keila ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi og miðar vel áfram. Vinna við verkið hófst í júlí 2019 og er áætlað að þeim ljúki í desember 2021.
19.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur annars athygli á nýjum sóttvarnareglum heilbrigðisráðherra. Þar er meðal annars kveðið á um tveggja metra fjarlægðarreglu sem nú gildir um allt land og ákvæði um grímunotkun í verslunum þar sem ekki er mögulegt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Aðgerðastjórn hvetur alla til að kynna sér vel þessar reglur og fylgja. Þannig verði öryggis áfram gætt í hvívetna og hvergi skeikað að sköpuðu. Reglurnar má finna á vefnum með því að smella hér.
19.10.2020

Bleik sjöl í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar tók sig saman á dögunum, í tilefni af bleikum Október, og heklaði sjöl til að skarta í vinnunni. Andvirði hvers sjals var síðan látið renna til Krabbameinsfélags Austfjarða og söfnuðust þannig 135.000 krónur.
19.10.2020

Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Breiðdal

Eins og tilkynnt var á föstudag voru greindust vísbendingar um kóligerlamengun í vatnsveitunni í Breiðdal. Strax var hafist handa við að greina orsök mengunarinnar og endurheimta vatnsgæði í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Tekin voru fleiri sýni um helgina og hefur greining á þeim nú leitt í ljós að ekki er um kólígerlamengunn að ræða. Ekki þarf því lengur að sjóða neysluvatn í Breiðdal.
18.10.2020

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar 18. október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi. Gert er ráð fyrir nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir á þriðjudag. Helstu breytingar utan höfuðborgarsvæðisins hafa þó verið kynntar á vef stjórnarráðsins á má finna þær hér að neðan.
16.10.2020

Íbúar í Breiðdal sjóði neysluvatn

Eins og tilkynnt var um í morgun á heimasíðu Fjarðabyggðar og á samfélagsmiðlum komu fram vísbendingar um kólígerla í vatnsveitunni í Breiðdal. Vegna þess var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn meðan unnið væri að því að greina orsök mengunarinnar og endurheimta vatnsgæði. Það er rétt að taka fram að ekki er talið að fólki stafi hætt af þeirri mengun sem mældist, en af öryggisástæðum er fólk beðið um að sjóða neysluvatn.
16.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 16. október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur á því athygli að í nýjum tillögum sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er ekki slakað á þeim kröfum sem nú eru í gildi. Þær eru hins vegar hertar lítillega með vísan til tveggja metra reglu sem gildir þá um allt land ef samþykkt verður. Ástandið telst því erfitt og alvarlegt sem fyrr. Mikilvægt er að allar persónulegar sóttvarnaaðgerðir okkar taki mið af því, fjarlægðarmörk virt, gríma notuð samkvæmt reglum og gætt að handþvotti og sprittnotkun.
15.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. október

Enginn er greindur með COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn bendir á að enn sér ekki fyrir endann á því ástandi sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ástæða er því sem fyrr til að halda hér við öllum þeim vörnum sem settar hafa verið upp verið síðustu daga og vikur. Höldum áfram að ösla þetta saman
15.10.2020

Götulýsing í Fjarðabyggð

Nú þegar daginn tekur að stytta hafa talsvert margar ábendingar borist til sveitarfélagsins varðandi götulýsingu í Fjarðabyggð. Verktakar á vegum Fjarðabyggðar vinna þessa dagana að því að skipta út sprungnum perum í staurum og lagfæra þá sem eru bilaðir. Verður þessari vinnu lokið nú á næstunni.
14.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 14. október

Ekkert smit er nú skráð á Austurlandi. Aðgerðastjórn hefur síðustu mánuði sent tilmæli til íbúa, ábendingar, áréttingar, hvatningar og allskonar. Öllu slíku hafa þeir tekið vel og með stóiskri ró og yfirvegun. Fyrir það er hún þakklát.
13.10.2020

Tryggvasafn komið með heimasíðu

Nýverið var opnuð heimasíða Tryggvasafns, málverkasafns Tryggva Ólafssonar, á netinu og er netfangið www.tryggvasafn.is. Það var styrkur frá Uppbyggingarsjóði Austurlands sem gerði safninu kleift að koma síðunni upp og með tilkomu hennar eiga allir auðvelt með að verða sér úti um helstu upplýsingar um safnið. Allar upplýsingar á síðunni eru bæði á íslensku og ensku.
12.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 12. október

Einn er nú skráður á COVID.IS í einangrun á Austurlandi. Um tímabundna skráningu er að ræða og fylgir lögheimili. Einangrun viðkomandi er þó í öðrum landshluta og verður breytt til samræmis Aðgerðastjórn hvetur íbúa sem fyrr til að gæta varkárni í hvívetna þegar kemur að smitvörnum, muna fjarlægðarmörkin, handþvott og sprittnotkun. Þá áréttar hún tilmæli stjórnvalda um að ferðast ekki til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til. Ástand þar er enn tvísýnt og mikilvægt að við högum okkar málum í samræmi við það.
12.10.2020

Vegurinn um Norðurdal í Breiðdal verður lokað í dag frá kl. 13-17

Vegna steypuvinnu Vegagerðarinnar við brúna yfir Tinnudalsá í Norðurdal í Breiðdal verður vegurinn um dalinn lokaður frá kl. 13:00 – 17:00 í dag mánudaginn 12. október. Búið er að gera ráðstafanir þannig að börn af svæðinu komist heim úr skóla í dag. Nánari upplýsingar um lokunina eru veittar hjá Vegagerðinni.
11.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 11. október

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu varkárni sem fyrr og minnir á að enn eru ekki staðfestar vísbendingar um rénun faraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Staðan því óbreytt hvað það varðar. Gætum að okkur og gerum það saman.
10.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn varar sem fyrr við ferðum til og frá höfuðborgarsvæðinu í ljósi smitþrenginga þar. Förum varlega, gætum að okkur í sameiningu og komumst þannig í gegnum þennan nýjasta skafl.