Fara í efni

Fréttir

18.10.2020

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar 18. október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi. Gert er ráð fyrir nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir á þriðjudag. Helstu breytingar utan höfuðborgarsvæðisins hafa þó verið kynntar á vef stjórnarráðsins á má finna þær hér að neðan.
16.10.2020

Íbúar í Breiðdal sjóði neysluvatn

Eins og tilkynnt var um í morgun á heimasíðu Fjarðabyggðar og á samfélagsmiðlum komu fram vísbendingar um kólígerla í vatnsveitunni í Breiðdal. Vegna þess var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn meðan unnið væri að því að greina orsök mengunarinnar og endurheimta vatnsgæði. Það er rétt að taka fram að ekki er talið að fólki stafi hætt af þeirri mengun sem mældist, en af öryggisástæðum er fólk beðið um að sjóða neysluvatn.
16.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 16. október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur á því athygli að í nýjum tillögum sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er ekki slakað á þeim kröfum sem nú eru í gildi. Þær eru hins vegar hertar lítillega með vísan til tveggja metra reglu sem gildir þá um allt land ef samþykkt verður. Ástandið telst því erfitt og alvarlegt sem fyrr. Mikilvægt er að allar persónulegar sóttvarnaaðgerðir okkar taki mið af því, fjarlægðarmörk virt, gríma notuð samkvæmt reglum og gætt að handþvotti og sprittnotkun.
15.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. október

Enginn er greindur með COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn bendir á að enn sér ekki fyrir endann á því ástandi sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Ástæða er því sem fyrr til að halda hér við öllum þeim vörnum sem settar hafa verið upp verið síðustu daga og vikur. Höldum áfram að ösla þetta saman
15.10.2020

Götulýsing í Fjarðabyggð

Nú þegar daginn tekur að stytta hafa talsvert margar ábendingar borist til sveitarfélagsins varðandi götulýsingu í Fjarðabyggð. Verktakar á vegum Fjarðabyggðar vinna þessa dagana að því að skipta út sprungnum perum í staurum og lagfæra þá sem eru bilaðir. Verður þessari vinnu lokið nú á næstunni.
14.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 14. október

Ekkert smit er nú skráð á Austurlandi. Aðgerðastjórn hefur síðustu mánuði sent tilmæli til íbúa, ábendingar, áréttingar, hvatningar og allskonar. Öllu slíku hafa þeir tekið vel og með stóiskri ró og yfirvegun. Fyrir það er hún þakklát.
13.10.2020

Tryggvasafn komið með heimasíðu

Nýverið var opnuð heimasíða Tryggvasafns, málverkasafns Tryggva Ólafssonar, á netinu og er netfangið www.tryggvasafn.is. Það var styrkur frá Uppbyggingarsjóði Austurlands sem gerði safninu kleift að koma síðunni upp og með tilkomu hennar eiga allir auðvelt með að verða sér úti um helstu upplýsingar um safnið. Allar upplýsingar á síðunni eru bæði á íslensku og ensku.
12.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 12. október

Einn er nú skráður á COVID.IS í einangrun á Austurlandi. Um tímabundna skráningu er að ræða og fylgir lögheimili. Einangrun viðkomandi er þó í öðrum landshluta og verður breytt til samræmis Aðgerðastjórn hvetur íbúa sem fyrr til að gæta varkárni í hvívetna þegar kemur að smitvörnum, muna fjarlægðarmörkin, handþvott og sprittnotkun. Þá áréttar hún tilmæli stjórnvalda um að ferðast ekki til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til. Ástand þar er enn tvísýnt og mikilvægt að við högum okkar málum í samræmi við það.
12.10.2020

Vegurinn um Norðurdal í Breiðdal verður lokað í dag frá kl. 13-17

Vegna steypuvinnu Vegagerðarinnar við brúna yfir Tinnudalsá í Norðurdal í Breiðdal verður vegurinn um dalinn lokaður frá kl. 13:00 – 17:00 í dag mánudaginn 12. október. Búið er að gera ráðstafanir þannig að börn af svæðinu komist heim úr skóla í dag. Nánari upplýsingar um lokunina eru veittar hjá Vegagerðinni.
11.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 11. október

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur til ítrustu varkárni sem fyrr og minnir á að enn eru ekki staðfestar vísbendingar um rénun faraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Staðan því óbreytt hvað það varðar. Gætum að okkur og gerum það saman.
10.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn varar sem fyrr við ferðum til og frá höfuðborgarsvæðinu í ljósi smitþrenginga þar. Förum varlega, gætum að okkur í sameiningu og komumst þannig í gegnum þennan nýjasta skafl.
08.10.2020

Stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni

Ert þú kona með rekstur (eða hyggur á rekstur) á Austurlandi? Hefurðu upplifað tíma þar sem þú stendur frammi fyrir áskorun eða verkefni og þyrftir helst að fá ráð frá einhverjum, sem hefur gengið í gegnum svipað? Austurbrú býður nú upp á svokallaða hæfnihringi á netinu fyrir konur á áðurnefndum landssvæðum.
08.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 8. október

Einn er enn í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á mikilvægi þess að fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og ferðast ekki að nauðsynjalausu til höfuðborgarsvæðisins. Sé ekki frá því vikist er hvatt til aðgæslu meðan á dvöl stendur, að halda sig frá margmenni, nota grímu þar sem það á við og hanska, muna handþvottinn og sprittnotkun.
07.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. október

Staðan er enn óbreytt á Austurlandi, einn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn veit til þess að margir eru áhugasamir um að færa sig milli landshluta í ljósi ástands á höfuðborgarsvæðinu. Því áréttar hún þau tilmæli sóttvarnayfirvalda um að ferðast alls ekki frá höfuðborginni út á land nema nauðsyn beri til. Í þeim tilvikum sem fólk telur það nauðsynlegt að gæta þá sérstaklega að sér í samskiptum við aðra og halda sig til hlés næstu fjórtán daga eftir komu á Austurland. Aðeins þannig, meðan aðrar ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, getum við með góðu móti tryggt að smit berist ekki á milli.
06.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 6. október

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á þeim hertu sóttvarnarráðstöfunum sem settar hafa verið fyrir höfuðborgarsvæðið. Á sama tíma er ástand gott hér í fjórðungnum og verður vonandi áfram.
06.10.2020

Átak í kynningarmálum Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 6. júlí var samþykkt að hefja átak við kynningu Fjarðabyggðar. Markmiðið með átakinu er að kynna Fjarðabyggð sem vænlegan búsetukost og auka meðvitund Íslendinga um Fjarðabyggð og það sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
06.10.2020

Pistill bæjarstjóra - Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað

Ágætu íbúar, Neyðarstig Almannavarna vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19 tók gildi hér á landi á miðnætti þann 5. október. Í ljósi þessa vil ég hvetja íbúa Fjarðabyggðar til að gæta vel að eigin sóttvörnum og fara að öllu með gát í daglegu lífi meðan á faraldrinum stendur.
05.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. október

Staða COVID mála er óbreytt á Austurlandi, einn er enn í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á þeim breyttu sóttvarnareglum er tóku gildi á miðnætti. Helstu breytingarnar snúa að krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum sem verður lokað. Sundlaugar verða opnar með þrengri fjöldatakmörkunum en áður. Reglur er varða leik- og grunnskóla eru óbreyttar.
05.10.2020

Lokun líkamsræktarstöðva í Fjarðabyggð

Vegna hertra sóttvarnarráðstafana munu líkamsræktarstöðvar í Fjarðabyggð loka frá og með mánudeginum 5. október. Gert er ráð fyrir þessum lokunum að minnsta kosti næstu tvær vikurnar, og jafnvel lengur eða þar til nýjar ákvarðanir verða teknar af yfirvöldum. Sundlaugar í Fjarðabyggð verða áfram opnar en miðað er við 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta í laugarnar. Þessar takmarkanir ættu því ekki að hafa teljandi áhrif á starfssemi sundlauganna, en gestafjöldi sem kemur í sund á þessum tíma árs er alla jafna vel undir þeim fjöldatakmörkunum sem eru í gildi.
04.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. október

Einn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Aðgerðastjórn vekur athygli á nýjum sóttvarnareglum stjórnvalda sem taka gildi á miðnætti. Reglurnar má finna hér. Þá hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir og tekur gildi á sama tíma. Höldum áfram að gæta að okkur og göngum þennan veg saman sem fyrr.
02.10.2020

Vatnslaust á Breiðdalsvík sunnudaginn 4. október - athugið breyttan tíma

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að breyta tímasetningu viðgerðar á stofnlögn á Breiðdalsvík. Vegna viðgerðar á stofnlögn á Breiðdalsvík þarf að taka vatnið af þorpinu frá kl. 13:00 sunnudaginn 4. október, og fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
02.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. október

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Aðgerðastjórn vekur athygli á þeirri bylgju smita sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu og virðist lítið lát á. Hún hvetur því alla þá sem þangað fara til að gæta sérstaklega að sér og þá sem þaðan koma til að gera slíkt hið sama. Þá hvetur hún til almennrar aðgæslu inn á svæðinu, að við virðum mörk hvers annars, gætum að fjarlægð, handþvotti og sprittnotkun til að forðast smit og smita ekki þá sem við dags daglega eigum samskipti við. Verum ábyrg gagnvart hvort öðru og höldum áfram að gera þetta saman.
02.10.2020

Tenging nýs vatnstanks á Fáskrúðsfirði

Til stendur mánudaginn 5. október að tengja vatnsveituna á Fáskrúðsfirði við nýja vatnstankinn. Við það mun þrýstingur hækka um c.a. 0,8 bör og ætti það ekki að hafa áhrif á vatnskerfi í húsum. Mögulega verða einhverjar vatnstruflanir í stuttan tíma á meðan þessari vinnu stendur. Athugið að þessar framkvæmdir hafa ekki áhrif á hús sem standa neðan við Hafnargötu og í fjörunni neðan við Búðaveg. Ef upp koma vandamál er fólk beðið um að hringja í síma 837 9039.
01.10.2020

Vefráðstefna Place-EE - Föstudaginn 2. október kl. 13:00

Föstudaginn 2. október kl. 13:00 verður haldinn vef ráðstefna um stafræna skjalavörslu og þátttöku eldri borgara í því á vegum Place EE verkefnisins. Fundurinn verður haldinn á fjarfundarforritinu ZOOM.
30.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. september

Tvö virk smit eru nú skráð hjá þeim sem eiga lögheimili á Austurlandi eftir að eitt bættist við á Covid.is í morgun. Sá smitaði sem skráður var í morgun er þó búsettur annarsstaðar og því einungis einn einstaklingur sem fyrr með greint smit í fjórðungnum.
30.09.2020

Mikil rigning og vatnavextir

Talsvert hefur rignt í Fjarðabyggð frá því í gærkvöldi og útlit fyrir að það muni halda áfram fram á kvöld. Spáð er allhvassri austlægri átt austantil á landinu og rigningu, en reiknað er með að stytti upp í kvöld. Slíkt vatnsveður eykur álag á fráveitu kerfi og er fólk hvatt til að huga vel að niðurföllum til að koma í veg fyrir vatnstjón.
29.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. september

Einn er nú í einangrun á Austurlandi vegna smits. Annar þeirra hefur nú færst til í COVID grunninum, til þess landshluta þar sem viðkomandi hefur dvalarstað og hefur haft allan tímann frá greiningu. Fækkun varð því hér um einn við breytta skráningu sem miðar við dvalarstað en ekki lögheimili. Tíðindalaust er að öðru leyti. Enginn hefur bæst við í sóttkví vegna smits í fjórðungnum.
28.09.2020

Breytingar vegna starfsloka bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Í framhaldi af starfslokum Karls Óttars Péturssonar bæjarstjóra Fjarðabyggðar, sem tilkynnt var um nú í morgun, var eftirfarandi tillaga meirihluta Fjarðalista og Framsóknarflokks samþykkt á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við afgreiðsluna.
28.09.2020

Starfslok bæjarstjóra

Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar hefur óskað eftir að láta af störfum. Samþykkt hefur verið að verða við ósk Karls Óttars og hefur hann þegar lokið störfum. Sveitarfélagið þakkar Karli Óttari vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarráð Fjarðabyggðar fundar síðdegis í dag og mun senda frá sér yfirlýsingu að loknum fundi.
27.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. september

Nú eru tvö virk smit meðal fólks með lögheimili á Austurlandi, þar sem eitt smit greindist í gær. Fyrir var hér eitt landamærasmit, en sá sem greindist í gær býr og heldur sína einangrun í öðrum landshluta og smitrakning gekk vel.