Undafarinn ár hefur sú skemmtilega hefð skapast að tendra ljósin á jólatrjám Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í hverjum byggðakjarna. Hefur þessi athöfn verið afar vel heppnað upphaf á aðventunni á hverjum stað og mjög skemmtileg hefð.
Vegna þeirra takmarkanna á samkomuhaldi sem í gildi eru um þessar mundir, vegna COVID 19, er ljóst að erfitt verður um vik að halda slíkan viðburði í ár. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti því á fundi sínum á dögunum þá tillögu upplýsinga- og kynningarfulltrúa að leitað yrði til leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð um að hver skóli haldi notalega aðventustund á skólatíma þar sem boðið verður upp á ávexti og piparkökur. Skólarnir tóku vel í þessa tillögu og því mun hver skóli halda smá viðburð vegna þessa núna í desember. Fjarðabyggð mun eins og undanfarinn ár útvega ávexti og piparkökur og mun dreifa í allar skólastofnanir.