Ekki eru því vísbendingar um fleiri smit í samfélaginu. Uppruni smitsins er þó óljós enn. Aðgerðastjórn hvetur íbúa því til að gæta sérstakrar varkárni næstu viku í það minnsta. Í því felst meðal annars að halda sig heima ef veikinda verður vart og leita þá ráðgjafar á heilsugæslu eða í síma 1700.
Aðgerðastjórn áréttar nú í aðdraganda jóla að við gætum vel hvert að öðru og hringjum reglulega í ættingja, vini og kunningja, sér í lagi þá sem kunna að búa við einangrun, þá er dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og svo framvegis.