Þetta er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var hún keyrð í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og er Ský í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi.
Í áskoruninni leysa þátttakendur skemmtilegar þrautir sem byggja á hugsunarhætti forritunar við úrlausn þeirra. Þrautirnar eru hugsaðar fyrir 6 - 18 ára og skipt niður eftir aldri. 7. bekkur Nesskóla stóð sig með glæsibrag og hlaut silfur viðurkenningu.
Fjarðabyggð óskar 7. bekk Nesskóla og kennara þeirra Viktoríu Gilsdóttur innilega til hamingjuþ