Fara í efni

Fréttir

31.07.2020

Breytingar á starfsemi safna og almenningssamgangna í Fjarðabyggð - uppfært 4. ágúst

Fjöldatakmarkanir á söfnum Fjarðabyggðar og grímuskylda í Strætisvögnum Austurlands. Safnahúsið í Neskaupstað lokar um óákveðinn tíma frá og með 5. ágúst.
30.07.2020

Starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar frá og með 31. júlí 2020 vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við COVID-19

Sundlaugar verða opnar með takmörkunum en líkamsræktarstöðvum verður lokað tímabundið og leikskólar herða sóttvarnir. Nánar...
29.07.2020

Framkvæmdir á Fáskrúðsfirði - Skólavegur og nágrenni

Nú standa yfir malbiksframkvæmdir á Skólavegi Fáskrúðsfirði. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin hefur í för með sér en áætlað er að henni ljúki fyrir helgi.
28.07.2020

Rafmagnslaust á Blómstuvöllum í Neskaupstað miðvikudaginn 29. júlí

Vegna vinnu við dreifikerfi RARIK verður rafmagnslaust í Neskaupstað við Blómsturvelli 17-35 miðvikudaginn 29. júlí frá kl. 13:00 til kl 16:00. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
23.07.2020

Leikhópurinn Lotta á Reyðarfirði ATH. Breytt staðsetning

Leiksýningin Bakkabræður verður sýnd á Reyðarfirði í dag, föstudaginn 24. júlí, kl. 18:00 á túninu innan við heilsugæsluna sem er á Búðareyri 8. Miðaverð er 2900 kr. en frítt fyrir 2ja ára og yngri. Miðasala á tix.is og á staðnum.
22.07.2020

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2020

Fjarðabyggð óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar 2020. Það sem hæft er til tilnefningar er m.a. snyrtilegasta lóð einkaaðila, snyrtilegasta lóð fyrirtækis, snyrtilegasta lóð í dreifbýli / sveitabær eða sambærilegt o.s.frv. Tilnefningar skulu sendar til umhverfisstjóra, anna.berg@fjardabyggd.is, en með tilnefningu er æskilegt að fylgi mynd af þeim garði eða lóð sem tilnefnd er.
22.07.2020

Breytingar á sorphirðudagatali

Nú á vormánuðum fékk Íslenska gámafélagið nýjan tvískiptan sorphirðubíl sem annast tæmingu á grænu og brúnu tunnunum á sama tíma. Með tilkomu nýja bílsins hefur Íslenska gámafélagið ákveðið að gera smávægilega breytingu á sorphirðudagatalinu og mun tæming á grænu tunnunni seinka um nokkra daga í öllum bæjarkjörnum þessa vikuna og fram í þá næstu.
20.07.2020

Stefnumót við náttúruna

Það leynast fjölmörg friðlýst svæði meðfram ströndinni á leiðinni um Suðausturland og Austfirði og í þessu stutta myndbandi má sjá nokkur þeirra.
16.07.2020

Innsævi - Menningar og listahátíð Fjarðabyggðar 16. júlí - 16. ágúst

Innsævi – Menningar og listahátíð Fjarðabyggðar er haldin nú í fyrsta skipti og er hugmyndin að hátíðin fari fram á hverju ári í kjölfarið. Á hátíðinni er að finna fjölþætta menningardagskrá þar sem hugmyndin er að allir finni eitthvað við sitt hæfi, bæði íbúar á svæðinu og þeir sem heimsækja Fjarðabyggð í sumar.
15.07.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. júlí

Um 730 farþegar koma með Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun, fimmtudaginn 16. júlí. Sýnataka af farþegum fór fram í Hirtshals í Danmörk áður en skipið hélt þaðan á þriðjudag. Hún er gerð fyrir sóttvarnayfirvöld í Færeyjum en sýnin greind í Danmörku. Niðurstaða liggur því fyrir áður en komið er til hafnar í Færeyjum.
14.07.2020

Viðspyrna og viðbrögð Fjarðabyggðar vegna COVID-19

COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir Fjarðabyggð eins og samfélagið allt. Við því hefur sveitarfélagið brugðist á ýmsan hátt síðustu mánuði og mun það verða viðvarandi verkefni næstu misserin meðan í ljós kemur hversu langvinn áhrif þessi faraldur kemur til með að hafa.
09.07.2020

Hámarkshraði innan þéttbýlismarka í Fjarðabyggð

Undanfarið hafa borist ábendingar til Fjarðabyggðar vegna hraðaksturs á götum byggðakjarna sveitarfélagsins. Að því tilefni er rétt að benda á hámarkshraði innan þéttbýlismarka í Fjarðabyggð er 40 km/klst. nema að annað sé tekið fram.
08.07.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 8. júlí

Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi starfsfólks HSA auk tæknimanna er komið til Færeyja og skimar farþega á leið ferjunnar til Seyðisfjarðar. Skimun hefst tuttugu og fjórum sjómílum undan strönd landsins og standa vonir til að henni verði lokið áður en til hafnar kemur. Taka þarf sýni úr rétt um fimm hundruð farþegum, nokkru fleiri en í síðustu ferð. Þeir er dvalið hafa í Færeyjum, á Grænlandi eða Íslandi síðustu fjórtán daga eða eru fæddir árið 2005 eða síðar þurfa ekki í sýnatöku.
08.07.2020

Sumarfrístund Fjarðabyggðar

Í síðustu viku lauk fimm vikna sumarfrístund í Fjarðabyggð en rúmlega 100 börn úr öllum byggðarkjörnum í Fjarðabyggð tóku þátt.
07.07.2020

Fornleifarannsóknir við Stöð í Stöðvarfirði

Undanfarin ár hafa farið fram viðamiklar fornleifarannsóknir við bæinn Stöð í Stöðvarfirði. Hópur fornleifafræðinga undir stjórn Dr. Bjarna F. Einarssonar hefur unnið að því undanfarin ár að rannsaka svæðið og þar hefur eitt og annað forvitnilegt komið í ljós.
06.07.2020

Nýr vatnstankur á Fáskrúðsfirði

Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við nýjan vatnstank á Fáskrúðsfirði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í lok júlí.
03.07.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Norræna kom í gær til Seyðisfjarðar með 634 farþega að landi, þar af ríflega fjögur hundruð sem þurftu í sýnatöku. Ríflega þriðjungur sýna var tekinn um borð meðan Norræna var á leið til hafnar í Seyðisfirði af teymi á vegum HSA sem var í skipinu.
02.07.2020

Undirbúningur fyrir malbikun við Skólaveg að hefjast

Á næstunni mun hefjast undirbúningur fyrir malbikun á Skóalvegi á Fáskrúðsfirði. Í framhaldið af því verður hafist handa við að leggja malbik á götuna og stefnt að því að verkinu verði lokið í lok júlí.
01.07.2020

Mikið um að vera við Mjóeyrarhöfn

Undanfarið hefur verið mikið um að vera við Mjóeyrarhöfn líkt og meðfylgjandi myndir, sem teknar voru föstudaginn 26. júní, bera með sér.
01.07.2020

Hjólabrettanámskeið í Fjarðabyggð

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur í samstarfi við Albumm.is heldur hjólabrettanámskeið á Reyðarfirði (fyrstu tvo dagana) og í Neskaupstað (síðasta daginn) fyrir krakka dagana 7. 8. og 9. júlí. Einnig fara allir saman í sund þann 9. júlí, slútt námskeiðsins og fjör!
29.06.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. júní

Vegna fjölgunar staðfestra smita á landinu beinir aðgerðastjórn þeim tilmælum til íbúa að huga vel að eigin smitvörnum, gæta að sér í fjölmenni, halda fjarlægð, þvo sér reglulega um hendur og bera spritt á snertifleti. Smit hafa ekki greinst í fjórðungnum frá því þeirra varð vart í síðustu viku með auknum þunga á höfuðborgarsvæðinu sér í lagi. Níu eru í sóttkví og staðan því óbreytt frá því um helgina.
29.06.2020

Sigurborg Einarsdóttir sæmd fálkaorðunni

Þann 17. júní sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra sem hlaut orðuna að þessu sinni var Sigurborg Einarsdóttir frá Eskifirði, en hún hlut fálkaorðuna fyrir framlag sitt til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.
28.06.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 28. júní

Sýni voru tekin af 9 aðilum sem á föstudag fóru í sóttkví á Austurlandi vegna COVID - 19 og send til greiningar í gær. Niðurstöður liggja fyrir og reyndist enginn smitaður. Fleiri hafa ekki bæst við í sóttkví í fjórðungnum.
25.06.2020

Er LAust hjá ykkur í sumar?

Sumarið 2020 standa Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað í annað sinn að Skapandi sumarstörfum, samvinnuverkefni sveitarfélaganna sem miðar að því að ráða til starfa einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum.
18.06.2020

Styrkir veittir til ljósleiðaraverkefna í Fjarðabyggð

Á dögunum var ritað undir samninga um aukaúthlutun til Fjarðabyggðar úr sjóðnum "Ísland ljóstengt". Styrkirnir munu renna til áframhaldandi ljósleiðarverkefna í Fjarðabyggð.
18.06.2020

Viðbygging við Leikskólann Lyngholt tekin formlega í notkun

Í dag var ný viðbygging við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði tekin formlega í notkun. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri, sem klipptu á borða fyrir framan Lyngholt og tóku þar með bygginguna formlega í notkun.
17.06.2020

Gleðilega þjóðhátíð!

Fjarðabyggð sendir íbúum sínum og landsmönnum öllum bestu kveðjur í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní.
16.06.2020

Rafveita Reyðarfjarðar

Á næstu dögum sendir Rafveita Reyðarfjarðar út sinn síðasta reikning til viðskiptamanna. Um er að ræða uppgjörsreikning vegna rafmagnsnotkunar frá síðasta álestri til mánaðarmótanna maí/júní. Þar sem tímabilið sem verið er að innheimta fyrir er kaldasti tími ársins, fá flestir viðskiptamenn reikning fyrir meiri notkun rafmagns en áætlunarreikningar fyrir sama tímabil gerðu ráð fyrir. Við útgáfu þessa lokareiknings eru þeir viðskiptavinir sem eigi inneign hjá Rafveitu Reyðarfjarðar vinsamlegast beðnir um að senda okkur reikningsnúmer í tölvupósti á netfangið veitur@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000
12.06.2020

Uppskeruhátíð vegna þróunarverkefnis um snemmtæka íhlutun á málþroska og læsi leikskólabarna í Fjarðabyggð

Uppskeruhátíð vegna þróunarverkefnisins "Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi leikskólabarna í Fjarðabyggð", sem unnið var að skólaárið 2019 – 2020, fór fram á Fosshóteli Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 10. júní.
12.06.2020

Vatnlaust á Fáskrúðsfirði frá 10:00 þann 12.6.

Vatnslaust verður á Fáskrúðsfirði vegna vinnu við vatnsveitu frá kl. 10:00 föstudaginn 12. júní. Gert er ráð fyrir að vinna standi yfir í um það bil 30 mínútur.