Fara í efni

Fréttir

08.09.2020

Skólabyrjun 2020

Nú eru leik-, grunn- og tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð teknir til starfa eftir sumarleyfi. Skólastarfið hefur alls staðar farið vel af stað og mikil gróska í starfi skólanna hvert sem litið er.
04.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. september

Enginn er í einangrun né í sóttkví á Austurlandi. Vakin er athygli á að tilslakanir verða á sóttvörnum frá og með 7. september og lúta meðal annars að einstaklingsbundnum smitvörnum, svo sem tveggja metra reglunni sem verður eins metra auk þess sem samkomur verða leyfðar fyrir tvö hundruð í stað hundrað. Nánari upplýsingar má finna hér.
04.09.2020

Fjarðabyggð á Workplace

Nú í september tók Fjarðabyggð í notkun samskiptamiðilinn Workplace. Allir starfsmenn eiga að hafa fengið sendar upplýsingar í tölvupósti um innskráningu í kerfið.
03.09.2020

Nýr forstöðumaður Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Ásdís Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Ásdís hefur meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.E.d gráðu í kennslufræðum frá Kennaraskóla Íslands og 60 eininga viðbótarnám í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið námskeiðum í opinberri stjórnsýslu, verkefnastjórnun og markþjálfun.
03.09.2020

Rannsókn á áhrifum samgönguúrbóta

Austurbrú kannar nú viðhorf Austfirðinga til samgönguúrbóta og hversdagslegra þátta sem tengjast samgöngum.
31.08.2020

Matseðlar fyrir leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar

Matseðlar fyrir leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar eru nú aðgengilegir á vefnum. Frá haustinu 2017 hefur verið sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla. Hægt er að skoða matseðlana með því að smella hér.
28.08.2020

Framkvæmdir við gerð ofanflóðavarna við Lambeyrará á Eskifirði

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur f.h. Fjarðabyggðar óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Eskifirði. Framkvæmdin fellst í gerð ofanflóðavarna í og við farveg Lambeyrarár. Skilafrestur á tilboðum er til 8. september nk. Nánari upplýsingar má finna á vef Ríkiskaupa með því að smella hér.
28.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 28. ágúst

Sex eru í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn hefur greinst með smit í fjórðungnum frá því 16. ágúst. Fjórtán eru í sóttkví og hefur því fækkað talsvert síðustu daga
27.08.2020

Gangnaboð 2020

Á fundi landbúnaðarnefndar 20. ágúst 2020 var samþykkt eftirfarandi fyrirkomulag gangna í Fjarðabyggð. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fjáreigendur verði gerðir ábyrgir fyrir fjallskilum á því landi sem þeir eiga fjárvon í, samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur. Fjallskilastjóri er Sigurður Baldursson.
24.08.2020

Vegleg bókagjöf til bókasafns Reyðarfjarðar

Á dögunum færði Vigfús Ólafsson bókasafni Reyðarfjarðar veglega gjöf. Um var að ræða 45 fallegar bækur sem Vigfús hefur sjálfur bundið inn. Í bókunum eru upplýsingar um gömul hús á Reyðarfirði.
21.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. ágúst

Beiðnir hafa borist aðgerðastjórn gegnum netmiðla um að kynna í hvaða sveitarfélögum smitaðir dvelja. Slíkar upplýsingar um veikindi eru hinsvegar viðkvæmar persónuupplýsingar í eðli sínu og þarf því að stíga varlega til jarðar. Brýnir almannahagsmunir þurfa að vera til staðar svo birting teljist eðlileg og nauðsynleg.
20.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. ágúst

Sjö eru nú í einangrun á Austurlandi með virkt smit. Þeim hefur því fækkað um einn frá síðustu helgi.
19.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 19. ágúst

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá því 16. ágúst sl. Þau tíðindi eru afar jákvæð og í besta falli vísbending um að tekist hafi að hægja á eða stöðva þá þróun sem byrjuð var. Of snemmt er þó að fagna sigri. Það hversu hröð þróunin var sýnir enn mikilvægi varkárni okkar í hvívetna, hvar sem við erum stödd hverju sinni.
18.08.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 18. ágúst

Sjö virk smit voru sögð á Austurlandi í síðustu fréttatilkynningu aðgerðastjórnar. Síðar var leiðrétt eftir heimilisfangi og bættist þá einn við. Átta eru því í einangrun í fjórðungnum með virk smit. Tuttugu og sex eru í sóttkví.
14.08.2020

Líkamsræktarstöðvarnar opna að nýju

Ákveðið hefur verið að opna að nýju, eftir tímabundna lokun, líkamsræktarstöðvarnar í Neskaupstað, Breiðdal og á Eskifirði, frá og með sunnudeginum 16. ágúst. Líkamsræktin á Reyðarfirði opnar að nýju mánudaginn 17. ágúst. Eftirfarandi takmarkanir verða á opnun stöðvanna.
12.08.2020

Fjarðabyggð tekur við rekstri Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Samningur sveitarfélagsins við Austurríki ehf. um rekstur Skíðamiðstöðvarinnar, rennur út um næstu mánaðarmót. Fjarðabyggð mun þá taka formlega við rekstri skíðasvæðisins en auglýst var eftir tveimur nýjum störfum í vor.
07.08.2020

Síðasta sýningarhelgi Ljósvaka og Splæsa

Nú fer hver að verða síðastur að sjá myndlistarsýningarnar Ljósvaki//Æther og Splæsa//Splice! en nú er síðasta sýningarhelgin að renna í garð.
07.08.2020

Sjávarútvegskólinn 2020

Sjávarútvegsskóla unga fólksins er lokið þetta sumarið. Í sumar var kennt á fimm stöðum á Austurlandi en um er að ræða verkefni sem unnið er í samstarfi vinnuskóla byggðarlaganna, sjávarútvegsfyrirtækja á Austurlandi, fyrirtækja tengdum sjávarútvegi auk Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Nemendur skólans á Austurlandi eru á aldrinum 13 til 14 ára.
06.08.2020

Jarðvegsframkvæmdir við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Stefnt er að því að vinnu við þetta stig framkvæmdanna ljúki um 20. ágúst eða áður en skólastarf hefst. Vinnusvæðið verður girt af en framkvæmdirnar eru á vinsælu leiksvæði svo það eru eindregin tilmæli til foreldra að þeir brýni fyrir börnum sínum að fara varlega í nágrenni við vinnusvæðið, þar sem vinnuvélar eru á ferð við svæðið og til og frá því. Af þessum sökum verður ærslabelgurinn ekki í notkun á meðan á framkvæmdum stendur.
31.07.2020

Breytingar á starfsemi safna og almenningssamgangna í Fjarðabyggð - uppfært 4. ágúst

Fjöldatakmarkanir á söfnum Fjarðabyggðar og grímuskylda í Strætisvögnum Austurlands. Safnahúsið í Neskaupstað lokar um óákveðinn tíma frá og með 5. ágúst.
30.07.2020

Starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar frá og með 31. júlí 2020 vegna hertra samkomutakmarkana í tengslum við COVID-19

Sundlaugar verða opnar með takmörkunum en líkamsræktarstöðvum verður lokað tímabundið og leikskólar herða sóttvarnir. Nánar...
29.07.2020

Framkvæmdir á Fáskrúðsfirði - Skólavegur og nágrenni

Nú standa yfir malbiksframkvæmdir á Skólavegi Fáskrúðsfirði. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin hefur í för með sér en áætlað er að henni ljúki fyrir helgi.
28.07.2020

Rafmagnslaust á Blómstuvöllum í Neskaupstað miðvikudaginn 29. júlí

Vegna vinnu við dreifikerfi RARIK verður rafmagnslaust í Neskaupstað við Blómsturvelli 17-35 miðvikudaginn 29. júlí frá kl. 13:00 til kl 16:00. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
23.07.2020

Leikhópurinn Lotta á Reyðarfirði ATH. Breytt staðsetning

Leiksýningin Bakkabræður verður sýnd á Reyðarfirði í dag, föstudaginn 24. júlí, kl. 18:00 á túninu innan við heilsugæsluna sem er á Búðareyri 8. Miðaverð er 2900 kr. en frítt fyrir 2ja ára og yngri. Miðasala á tix.is og á staðnum.
22.07.2020

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2020

Fjarðabyggð óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar 2020. Það sem hæft er til tilnefningar er m.a. snyrtilegasta lóð einkaaðila, snyrtilegasta lóð fyrirtækis, snyrtilegasta lóð í dreifbýli / sveitabær eða sambærilegt o.s.frv. Tilnefningar skulu sendar til umhverfisstjóra, anna.berg@fjardabyggd.is, en með tilnefningu er æskilegt að fylgi mynd af þeim garði eða lóð sem tilnefnd er.
22.07.2020

Breytingar á sorphirðudagatali

Nú á vormánuðum fékk Íslenska gámafélagið nýjan tvískiptan sorphirðubíl sem annast tæmingu á grænu og brúnu tunnunum á sama tíma. Með tilkomu nýja bílsins hefur Íslenska gámafélagið ákveðið að gera smávægilega breytingu á sorphirðudagatalinu og mun tæming á grænu tunnunni seinka um nokkra daga í öllum bæjarkjörnum þessa vikuna og fram í þá næstu.
20.07.2020

Stefnumót við náttúruna

Það leynast fjölmörg friðlýst svæði meðfram ströndinni á leiðinni um Suðausturland og Austfirði og í þessu stutta myndbandi má sjá nokkur þeirra.
16.07.2020

Innsævi - Menningar og listahátíð Fjarðabyggðar 16. júlí - 16. ágúst

Innsævi – Menningar og listahátíð Fjarðabyggðar er haldin nú í fyrsta skipti og er hugmyndin að hátíðin fari fram á hverju ári í kjölfarið. Á hátíðinni er að finna fjölþætta menningardagskrá þar sem hugmyndin er að allir finni eitthvað við sitt hæfi, bæði íbúar á svæðinu og þeir sem heimsækja Fjarðabyggð í sumar.
15.07.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. júlí

Um 730 farþegar koma með Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun, fimmtudaginn 16. júlí. Sýnataka af farþegum fór fram í Hirtshals í Danmörk áður en skipið hélt þaðan á þriðjudag. Hún er gerð fyrir sóttvarnayfirvöld í Færeyjum en sýnin greind í Danmörku. Niðurstaða liggur því fyrir áður en komið er til hafnar í Færeyjum.
14.07.2020

Viðspyrna og viðbrögð Fjarðabyggðar vegna COVID-19

COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir Fjarðabyggð eins og samfélagið allt. Við því hefur sveitarfélagið brugðist á ýmsan hátt síðustu mánuði og mun það verða viðvarandi verkefni næstu misserin meðan í ljós kemur hversu langvinn áhrif þessi faraldur kemur til með að hafa.