Fara í efni

Fréttir

09.06.2020

Endurbætur við Franska grafreitinn á Fáskrúðsfirði

Á dögunum var unnið við endurbætur á girðingu í kringum Franska grafreitinn á Fáskrúðsfirði. Franski grafreiturinn er staðsettur rétt utan við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði að norðanverðu og þar er minnisvarði með nöfnum 49 franskra og belgískra sjómanna sem létu lífið á Íslandsmiðum.
08.06.2020

Listaverkagjöf til Eskifjarðarskóla

Listamaðurinn Oddur Friðrik Eysteinsson sem ber listmannsnafnið Odee færði Eskifjarðarskóla á dögunum að gjöf listaverkið Jötunheima. Þetta er glæsilegt 5 metra langt verk unið á ál og hefur skírskotanir vítt og breitt um söguna t.d. í goðheima og staðhætti Austurlands.
05.06.2020

Ljósmyndasýningin Tíra í Þórsmörk

Föstudaginn 5. júní opnar ljósmyndasýningin Tíra eftir Bjargeyju Ólafsdóttur í Þórsmörk hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar. Opnunin stendur yfir frá kl 17-19 - boðið verður upp á léttar veitingar.
02.06.2020

Heilsudagar á Dalborg

Dagana 12. og 13. maí voru heilsudagar í Dalborg. Ýmislegt skemmtilegt var gert í tilefni dagana og lagt var áherslu á allt sem tengist heilbrigðu líferni.
01.06.2020

Ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020

Sveitarfélagið Fjarðabyggð efnir til ljósmyndasamkeppni sem ber nafnið "Fjarðabyggð með mínum augum". Íbúar eru hvattir til að taka þátt og senda okkur myndir á netfangið myndasamkeppni2020@gmail.com
26.05.2020

Sumarsmiðjur fyrir börn í 3. - 7. bekk

Menningarstofa Fjarðabyggðar býður uppá sumarsmiðjur fyrir börn sem voru að ljúka 3.-7. bekk grunnskólans. Boðið er uppá fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð og hvetjum við fólk til að sækja námskeið milli staða.
20.05.2020

Nýr sorphirðubíll

Íslenska Gámafélagið hefur tekið í notkun nýjan tveggja hólfa sorphirðubíl og er því hægt að taka tvo flokka án þess að blanda hráefninu saman. Sorphirða í þessari viku er aðeins á eftir áætlun ásamt frídegi sem setur smá strik í reikningin, það er því ljóst að ekki mun nást að tæma grænu tunnuna í öllum bæjarkjörnum í þessari viku heldur mun það eitthvað dragast fram í þá næstu. Þeir munu þó með nýja bílnum getað tæmt saman grænu og brúnu tunnuna
20.05.2020

Hátíðahöld vegna 17. júní felld niður í Fjarðabyggð

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar sl. mánudag var samþykkt að engin hátíðahöld færu fram á vegum sveitarfélagsins í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní að þessu sinni. Er þessi ákvörðun tekin vegna þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna COVID-19 og er hún tekin í samráði við almannavarnir og sóttvarnaryfirvöld.
18.05.2020

Sundlaugar í Fjarðabyggð opna á ný

Frá og með 18. maí verða sundlaugarnar í Fjarðabyggð opnar fyrir almenning. Sundlaugarnar verða þó opnar með þeim takmörkunum að 50 gestum í einu verður heimilt að vera á sundlaugarsvæðinu í Stefánslaug og Sundlaug Eskifjarðar en 20 í Sundlaug Fáskrúðsfjarðar og Sundlaug Stöðvarfjarðar.
15.05.2020

Fyrirlestraröð Menningarstofu Fjarðabyggðar

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun í sumar að bjóða upp á fyrirlestraröð listafólks og fræðimanna sem dvelja í Jensenshúsi. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Tónlistarmiðstöð Austurlands þar sem dvalargestir kynna verkefni sín. Miðvikudaginn 20. maí kl. 20:00 fer fyrsti fyrirlesturinn fram þegar Þórlindur Kjartansson ræðir um nýsköpun.
13.05.2020

Vorbæklingur 2020

Vorbæklingur Fjarðabyggðar verður borinn í hús í Fjarðabyggð í dag og á morgun. Því miður voru mistök gerð í texta á forsíðu bæklingsins sem varða dagsetningu á vorhreinsun Fjarðabyggðar. Hið rétta er að vorhreinsun Fjarðabyggðar verður dagana 16. maí – 24. maí, en ekki 10. maí – 20. maí eins og þar stendur. Beðist er velvirðingar á þessu.
12.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 12. maí

Tveir eru enn í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun. Aðgerðastjórn brýnir íbúa á Austurlandi til dáða sem fyrr og minnir á tveggja metra regluna sem enn er í gildi og minnir á gildi handþvottar og spritt notkunar.
12.05.2020

Vatnslaust vegna viðgerðar á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði

Ekki tókst að ljúka viðgerða á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði í gær. Vegna þess verður vatnslaust við Ljósaland, í hesthúsahverfinu og í einhverjum húsum við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði milli kl. 11:00 og 15:00 í dag 12.maí meðan unnið verður að viðgerð.
12.05.2020

Vatnslaust vegna bilunar á Fáskrúðsfirði

Ekki tókst að ljúka viðgerða á vatnsveitu á Fáskrúðsfirði í gær. Vegna þess verður vatnslaust við Ljósaland, í hesthúsahverfinu og í einhverjum húsum við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði milli kl. 11:00 og 15:00 í dag 12.maí meðan unnið verður að viðgerð.
12.05.2020

Gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð þess í umboði svæðisráðanna.
07.05.2020

Hjólum með hækkandi sól!

Nú þegar sumarið er komið og götur orðanar greiðfærar fjölgar draga ungir sem aldnir fram reiðhjólinn og þeim fjölgar til muna á götum Fjarðabyggðar. Þann 1. janúar tóku gildi ný umferðarlög og viljum við hvetja íbúa til að kynna sér þau.
05.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. maí

Tveir eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun. Í ljósi þess að fá smit hafa greinst í fjórðungnum, talsvert er frá síðasta smiti og fáir í sóttkví, mun daglegum tilkynningum aðgerðastjórnar nú hætt. Þær hafa verið sendar út á degi hverjum frá 26. mars. Tilkynningar munu þess í stað sendar tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Komi smit upp á svæðinu verður það tilkynnt og eftir atvikum þráður daglegra tilkynninga tekinn upp að nýju. Vonum og vinnum áfram að því saman að til þess komi ekki.
04.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. maí

Þrír eru í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun.
03.05.2020

Breytingar á samkomubanni 4. maí

Frá og með mánudeginum 4. maí hefur verið tilkynnt um nokkrar tilslakanir á samkomubanninu. Hægt er að kynna sér þær breytingar sem verða á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins.
03.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. maí

Þrír eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun.
03.05.2020

Opnun bókasafna Fjarðabyggðar

Bókasöfn í Fjarðabyggð verða opnuð aftur á morgun, mánudaginn 4. maí, eftir að hluta af samkomubanni hefur verið aflétt. Afgreiðslutími almenningsbókasafnanna verða með hefðbundnum hætti nema á bókasöfnunum á Reyðarfirði og í Neskaupstað, þar sem opnunartími verður með breyttu sniði tímabundið.
02.05.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. maí

Sex eru enn skráðir í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn áréttar að góður árangur hingað til er verk okkar allra og verður það áfram. Kynnum okkur vel þær tilslakanir sem hefjast eftir tvo daga þann 4.maí næstkomandi.
30.04.2020

Nýtt gras á Fjarðabyggðarhöllina

Nú hefur verið hafist handa við að skipta um gras á Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki nú í maí mánuði.
30.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. apríl

Sex eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einungrun vegna smits. Hér að neðan má finn upplýsingar um helstu breytingar sem gerðar verða á samkomubanni mánudaginn 4. maí.
29.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. apríl

Sjö eru nú í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19. Enginn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn sér ástæðu til að hrósa íbúum í fjórðungnum fyrir þolgæði á þessum undarlegu tímum. Kálið er ekki sopið en veðrið er að batna og sumarið komið. Njótum þess.
29.04.2020

Umgengni um lystigarðinn í Neskaupstað

Nokkuð hefur borið á því að skemmdaverk séu unnin á gróðri og skiltum í lystigarðinum í Neskaupstað að undanförnu. Við viljum biðla til fólks að virða lystigarðinn og hvetja til góðrar umgengni um hann.
28.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 28. apríl

Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Átta hafa greinst en öllum batnað. Sex eru í sóttkví.
28.04.2020

Stóri plokk dagurinn í Fjarðabyggð 2020

Á degi umhverfisins, laugardaginn þann 25. apríl sl., var Stóri plokk dagurinn haldinn og tóku íbúar Fjarðabyggðar þátt á þeim degi undir merkinu: Fjarðabyggð plokkar. Þáttaka í deginum var mjög góð, og safnaðist víða mikið af rusli.
27.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. apríl

Átta COVID-19 smit hafa greinst á Austurlandi. Öllum hinna smituðu hefur nú batnað og eru komnir úr einangrun. Fjórir eru í sóttkví.
26.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 26. apríl

Þann 24. mars síðastliðinn greindist fyrsta COVID-19 smit á Austurlandi. Þróunin var hröð fyrst í stað og átta smit greindust fyrstu sextán dagana. Síðan 9. apríl hefur smit ekki greinst í fjórðungnum. Öllum hinum smituðu hefur nú batnað þannig að enginn er í einangrun sem stendur. Fjórir eru í sóttkví.