Von er á togara inn til Seyðisfjarðar í kvöld þar sem fimm skipverjar hafa fundið til einkenna sem svipar til COVID-19. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands undirbýr móttöku skipverjanna s.s varðandi sýnatöku, sóttkví og einangrun þar til svör úr sýnum fást. Niðurstaða sýnatöku ætti að liggja fyrir seinnipart dags á morgun.
30.09.2020
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. september
