Fara í efni

Fréttir

16.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 16. apríl

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi nýlega. Átta smit hafa greinst í fjórðungnum frá því faraldurinn hófst. Sex þeirra smituðu hafa náð sér. Tveir eru enn í einangrun. Sautján eru í sóttkví.
15.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 15. apríl

Af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir enn í einangrun. Sex hafa náð bata. Tuttugu eru í sóttkví.
14.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 14. apríl

Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír
14.04.2020

Fréttir frá Leikskólanum Lyngholti

Eins og áður hefur komið fram hefur orðið talsverð breyting starfsemi leikskólanna í Fjarðabyggð. Í Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði eru góðviðris dagar nýttir gönguferða og útiveru.
13.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 13. apríl

Fjöldi smitaðra er óbreytt í fjórðungnum frá í gær. Þeir eru átta talsins, tæplega 0,1% af íbúafjölda á svæðinu. Sambærilegur hlutfallstölur fyrir landið allt er tæplega 0,5%. Af átta smituðum eru þrír í einangrun en fimm batnað. Einn losnaði úr sóttkví síðasta sólarhring. Þeir eru nú tuttugu og tveir talsins á Austurlandi. Aðgerðarstjórn er þakklát fyrir samhug og samstöðu íbúa um að virða reglur og undirstrikar mikilvægi þess áfram
12.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 12. apríl

Engin ný smit komu upp síðasta sólarhring á Austurlandi. Átta hafa greinst smitaðir. Þremur hafði batnað í gær og hafa tveir nú bæst við. Þrír eru því í einangrun í fjórðungnum af átta smituðum en fimm batnað. Einn losnaði úr sóttkví undanfarinn sólarhring og annar bættist við. Tuttugu og þrír eru því í sóttkví líkt og í gær
11.04.2020

Páskakveðja bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karl Óttar Pétursson, sendir starfsmönnum Fjarðabyggðar og íbúum sveitarfélagsins sínar bestu páskakveðjur í stuttum pistli hér á heimasíðu Fjarðabyggðar Gleðilega páska!
11.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 11. apríl

Engin smit hafa komið upp í fjórðungnum síðasta sólarhringinn. 8 hafa því samanlagt greinst smitaðir á Austurlandi, þar af eru fimm í einangrun en þrír náð bata. Í sóttkví eru 23 og þeim því fækkað um fimm frá í gær.
10.04.2020

Niðurstöður komnar úr skimun ÍE og HSA

Niðurstöður úr sýnatöku HSA um síðustu helgi í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu liggja nú fyrir staðfestar. Tekin voru 1415 sýni og reyndust öll neikvæð.
10.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. apríl

Ekkert nýtt smit kom upp undanfarinn sólarhring á Austurlandi. Smit eru því 8 í heildina. Síðasta smit kom upp á Egilsstöðum fyrir tveimur dögum síðan. Sá var í sóttkví og smitrakning gekk vel. Þrír eru útskrifaðir af þeim sem smitast hafa. Í einangrun eru því 5 á Austurlandi. Í sóttkví eru 28 sem þýðir örlitla fjölgun, en á sama tíma og einhverjir hafa lokið sinni sóttkví hafa aðeins fleiri bæst við. Það er fólk er kom erlendis frá og fór í sóttkví í samræmi við reglu.
10.04.2020

Páskakveðja frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar sendir íbúum og starfsmönnum Fjarðabyggðar góðar kveðjur um gleðilega páska. Meðfylgjandi er örstutt páskakveðja frá bæjarstjórn.
09.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 9. apríl

Eitt nýtt smit kom upp á Austurlandi síðastliðin sólarhring og þau þá 8 talsins í heildina. Hinn smitaði var í sóttkví þegar hann greindist. Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví fækkar enn í fjórðungnum, eru 27 en voru 31 í gær. Enn er beðið niðurstöðu úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og HSA frá því um helgina og á mánudag. Vonast er til að þær berist fljótlega. Þær munu þá kynntar
08.04.2020

Páskaegg til starfsmanna Fjarðabyggðar

Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa nú í aðdraganda páska fengið afhent páskaegg að gjöf frá sveitarfélaginu sem þakklæti fyrir vel unnin störf, og einnig til að minna á innleiðingu á Workplace sem er á döfinni nú á vordögum.
08.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 8. apríl

Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví eru 31 og fækkar því um sjö frá í gær
07.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. apríl

Staða mála er enn óbreytt á Austurlandi hvað smit varðar, sjö eru í einangrun og hefur ekki fjölgað síðastliðna sex sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. 38 eru í sóttkví og fækkað um 16 frá því í gær.
06.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 6. apríl

7 eru enn í einangrun á Austurlandi smitaðir af COVID-19 veirunni. Engin ný smit hafa komið upp síðastliðna fimm sólarhringa. Í sóttkví eru 54 og þeim því fækkað um 22 frá í gær. Um 1500 einstaklingar hafa síðastliðna daga verið skimaðir fyrir veirunni í fjórðungnum. Sýni eru farin til greiningar en niðurstöður ókomnar. Vonast er til að hægt verði að kynna fyrstu niðurstöður á morgun
06.04.2020

Vel heppnað bílabíó á Eskfirði

Um 100 manns sáu kvikmyndina "Nýtt líf" eftir Þráinn Bertelsson í bílabíó á Eskifirði á föstudaginn sem Menningarstofa Fjarðabyggðar og Vinir Valhallar boðuðu til.
05.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 5. apríl

Enn eru 7 í einangrun vegna COVID-19 smits á Austurlandi og hefur því ekki fjölgað í þeim hópi síðastliðna fjóra sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. Í sóttkví eru 76 og því fækkun um 5 frá því í gær.Skimun á Egilsstöðum og á Reyðarfirði gengur vel og sýni þegar verið send Íslenskri erfðagreiningu til greiningar. Fyrstu niðurstaðna er að vænta á morgun og verða þær þá kynntar í kjölfarið.
04.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 4. apríl

Engin staðfest smit hafa nú greinst á Austurlandi undanfarna þrjá sólarhringa. Þau eru því enn þá 7 talsins. Vel hefur gengið að fá niðurstöðu úr sendum sýnum og flöskuháls sem þar var ekki lengur til staðar. 81 einstaklingur er í sóttkví og þeim þá fækkað um 17 frá í gær.
03.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. apríl

Smit hefur ekki komið upp á Austurlandi undanfarna tvo sólarhringa. Þau eru því enn alls sjö talsins. Í sóttkví eru 98 einstaklingar og hefur þeim þá fækkað um 52 frá því í gær.
03.04.2020

Bílabío á Eskifirði

Menningarstofa Fjarðabyggðar og Vinir Valhallar ætla að bjóða upp á bílabíó á Eskifirði á föstudag og laugardag. Myndum verður varpað á veggin á húsi Laxa við Strandgötu á Eskifirði.
02.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. apríl

Enginn greindist með smit á Austurlandi síðasta sólarhringinn. Þá hefur orðið nokkur fækkun þeirra sem eru í sóttkví líkt og nefnt var í pistli gærdagsins að væri fyrirsjáanlegt, en þeir eru nú 150 samanborið við 202 í gær. Skýrist það að mestu af fjölda flugfarþega sem komu erlendis frá og eru nú lausir úr sóttkví fjórtán dögum síðar.
02.04.2020

Bætt við tímum í skimun á Austurlandi fyrir Covid-19.

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa ákveðið að bæta við tímum í skimun fyrir Covid-19 a Austurlandi. Timunum sem bætt var við verða sunnudaginn 5. apríl og mánudaginn 6. apríl. In association with the Health Directorate of East Iceland, deCODE genetics (Íslensk erfðagreining) is now offering additional screening times for COVID-19. These additional times will be on Sunday, 5 April, and Monday, 6 April. Firma deCODE Genetics (Íslensk erfðagreining) we współpracy z Departamenetm Zdrowia Wschodniej Islandii oferują swoim mieszkańcom dodatkowe terminy na wykonanie testów przesiewowych w kierunku COVID-19, które odbędą się
02.04.2020

Bangsaganga á Fáskrúðsfirði

Víða um heim má nú sjá bangsa og ýmiskonar tuskudýr í gluggum húsa og nú er afar vinsælt að ganga um þéttbýli og telja þá bangsa sem finna má. Fáskrúðsfjörður er þarna engin undantekning og á dögunum fóru nemendur úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í leiðangur til að telja bangsa.
01.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 1. apríl

Eitt nýtt smit hefur bæst við á Austurlandi frá í gær og þau því sjö talsins í heildina. Hinir smituðu eru allir búsettir á Fljótsdalshéraði. Í sóttkví eru tvö hundruð og tveir, fjórum fleiri en í gær. Talsvert margir þeirra flugfarþega er komu erlendis frá fyrir hálfum mánuði eða svo eru að ljúka sinni sóttkví. Því má gera ráð fyrir tölur morgundagsins lækki nokkuð frá deginum í dag.
31.03.2020

Viðspyrna fyrir samfélagið í Fjarðabyggð

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar mánudaginn 30. mars voru tekin til umræðu mál sem varða viðspyrnu fyrir samfélagið vegna þeirra stöðu sem nú er uppi vegna COVID-19 faraldursins.
31.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 31. mars

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Þau eru því sex talsins sem fyrr. Enginn þeirra smituðu telst alvarlega veikur. Allir eru þeir búsettir á Fljótsdalshéraði. 198 eru í sóttkví á Austurlandi, 28 færri en í gær
31.03.2020

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um stöðu mála vegna COVID-19

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var staða mála vegna COVID-19 og viðbröð sveitarfélagsins rædd. Bæjarráð vill kom á framfæri þökkum til allra starfsmanna og íbúa Fjarðabyggðar fyrir ómetanlegt framlag á erfiðum tímum.
30.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. mars

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá í gær. Einstaklingar í einangrun því sex talsins sem fyrr. Í sóttkví eru tvöhundruð tuttugu og sex og hefur þá fjölgað að nýju frá í gær þegar þeir voru tvö hundruð og tólf.
30.03.2020

Slökkvilið Fjarðabyggðar breytir vöktum til að draga úr smithættu

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19. Var þessi breyting gerð að fumkvæði starfsmanna Slökkviliðs Fjarðbyggðar.