Fara í efni

Fréttir

03.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. apríl

Smit hefur ekki komið upp á Austurlandi undanfarna tvo sólarhringa. Þau eru því enn alls sjö talsins. Í sóttkví eru 98 einstaklingar og hefur þeim þá fækkað um 52 frá því í gær.
03.04.2020

Bílabío á Eskifirði

Menningarstofa Fjarðabyggðar og Vinir Valhallar ætla að bjóða upp á bílabíó á Eskifirði á föstudag og laugardag. Myndum verður varpað á veggin á húsi Laxa við Strandgötu á Eskifirði.
02.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. apríl

Enginn greindist með smit á Austurlandi síðasta sólarhringinn. Þá hefur orðið nokkur fækkun þeirra sem eru í sóttkví líkt og nefnt var í pistli gærdagsins að væri fyrirsjáanlegt, en þeir eru nú 150 samanborið við 202 í gær. Skýrist það að mestu af fjölda flugfarþega sem komu erlendis frá og eru nú lausir úr sóttkví fjórtán dögum síðar.
02.04.2020

Bætt við tímum í skimun á Austurlandi fyrir Covid-19.

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa ákveðið að bæta við tímum í skimun fyrir Covid-19 a Austurlandi. Timunum sem bætt var við verða sunnudaginn 5. apríl og mánudaginn 6. apríl. In association with the Health Directorate of East Iceland, deCODE genetics (Íslensk erfðagreining) is now offering additional screening times for COVID-19. These additional times will be on Sunday, 5 April, and Monday, 6 April. Firma deCODE Genetics (Íslensk erfðagreining) we współpracy z Departamenetm Zdrowia Wschodniej Islandii oferują swoim mieszkańcom dodatkowe terminy na wykonanie testów przesiewowych w kierunku COVID-19, które odbędą się
02.04.2020

Bangsaganga á Fáskrúðsfirði

Víða um heim má nú sjá bangsa og ýmiskonar tuskudýr í gluggum húsa og nú er afar vinsælt að ganga um þéttbýli og telja þá bangsa sem finna má. Fáskrúðsfjörður er þarna engin undantekning og á dögunum fóru nemendur úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í leiðangur til að telja bangsa.
01.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 1. apríl

Eitt nýtt smit hefur bæst við á Austurlandi frá í gær og þau því sjö talsins í heildina. Hinir smituðu eru allir búsettir á Fljótsdalshéraði. Í sóttkví eru tvö hundruð og tveir, fjórum fleiri en í gær. Talsvert margir þeirra flugfarþega er komu erlendis frá fyrir hálfum mánuði eða svo eru að ljúka sinni sóttkví. Því má gera ráð fyrir tölur morgundagsins lækki nokkuð frá deginum í dag.
31.03.2020

Viðspyrna fyrir samfélagið í Fjarðabyggð

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar mánudaginn 30. mars voru tekin til umræðu mál sem varða viðspyrnu fyrir samfélagið vegna þeirra stöðu sem nú er uppi vegna COVID-19 faraldursins.
31.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 31. mars

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Þau eru því sex talsins sem fyrr. Enginn þeirra smituðu telst alvarlega veikur. Allir eru þeir búsettir á Fljótsdalshéraði. 198 eru í sóttkví á Austurlandi, 28 færri en í gær
31.03.2020

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um stöðu mála vegna COVID-19

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var staða mála vegna COVID-19 og viðbröð sveitarfélagsins rædd. Bæjarráð vill kom á framfæri þökkum til allra starfsmanna og íbúa Fjarðabyggðar fyrir ómetanlegt framlag á erfiðum tímum.
30.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 30. mars

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá í gær. Einstaklingar í einangrun því sex talsins sem fyrr. Í sóttkví eru tvöhundruð tuttugu og sex og hefur þá fjölgað að nýju frá í gær þegar þeir voru tvö hundruð og tólf.
30.03.2020

Slökkvilið Fjarðabyggðar breytir vöktum til að draga úr smithættu

Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19. Var þessi breyting gerð að fumkvæði starfsmanna Slökkviliðs Fjarðbyggðar.
29.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. mars

Eitt staðfest smit greindist á Austurlandi í gær. Einstaklingar í einangrun eru þá sex talsins í fjórðungnum. Nokkuð af sýnum eru til rannsóknar og niðurstöðu beðið. Í sóttkví eru 212 og hefur fækkað um fjóra frá í gær.
29.03.2020

Gjöf til Grunnskóla Reyðarfjarðar frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar

Kvenfélag Reyðarfjarðar færði Grunnskóla Reyðarfjarðar peningagjöf á dögunum til kaupa á búnaði til Upplýsinga- og tækni kennslu.
28.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 28. mars

Engin ný smit greindust á Austurlandi síðastliðin sólarhring. Sextán sýni voru tekin í gær en niðurstaða margra þeirra ókomin enn. Hún ætti að liggja fyrir á morgun. Staðfest smit því enn fimm talsins. Eftir smitrakningu hefur þeim sem eru í sóttkví fjölgað lítillega, eru 216 en voru 209 í gær.
27.03.2020

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar 27.mars

Fimm smit hafa nú greinst á Austurlandi en eitt bættist við frá því í gær. Þá hefur orðið nokkur fjölgun einstaklinga í sóttkví síðustu daga, en þeir eru nú 209 talsins. Fjölgun í sóttkví skýrist fyrst og fremst af smitum sem hafa greinst og fjölgun þeirra.
27.03.2020

Bakvarðasveit hjúkrunarheimilana í Fjarðabyggð

Hjúkrunarheimilin Uppsalir á Fáskrúðsfirði og Hulduhlíð, Eskifirði, leita að einstaklingum sem eru tilbúnir að skrá sig á lista bakvarðasveitar Hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Sökum Covid19 faraldursins er mikilvægt að huga vel að mönnun hjúkrunarheimilanna og vera við öllu búin fari svo að mikið brottfall verði í hópi starfsmanna.
27.03.2020

"Hugrökku hjarta er ekkert ómögulegt"

Nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa undanfarið unnið að verkefni í tengslum við einkunnarorð skólans "Hugrökku hjarta er ekki ómögulegt". Eitt af verkefnum nemendanna var að vinna listaverk sem sýnir túlkun þeirra á þessum einkunarorðum, sem eiga einkar vel við nú.
26.03.2020

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar

Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Austurlandi. Enginn þeirra fjögurra sem greinst hafa eru mikið veikir. Smitrakningu er lokið vegna þessara smita. Tveir voru í sóttkví þegar smit var greint og samræmist því að 50-60% nýgreindra á landsvísu þessa dagana er úr hópi fólks í sóttkví. Hundrað og sextíu manns eru í sóttkví á Austurlandi.
26.03.2020

Vinna við lóð Lyngholts

Vinna er nú hafinn við lóð Lyngholts á Reyðarfirði og má gera ráð fyrir að sú vinna muni hafa áhrif á umferð um Heiðarveg á meðan hún stendur næstu vikur. Við viljum biðja fólk að sýna aðgát þegar það er á ferð við vinnusvæðið og sýna þeim sem þar vinna fullt tillit. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
25.03.2020

Nýr forstöðumaður og verkefnastjóri ráðinn að Menningarstofu Fjarðabyggðar

Á næstu mánuðum munu tveir nýir starfsmenn taka til starfa við Menningarstofu Fjarðabyggðar, þau Jóhann Ágúst Jóhannsson og Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir. Auglýst var eftir verkefnastjóra Menningarstofu Fjarðabyggðar þann 13. janúar sl. og bárust 11 umsóknir um starfið.
24.03.2020

Bakvarðasveit í velferðarþjónustu

Fjarðabyggð vill hvetja fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveitar velferðarþjónustunnar sem félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda utan um. Velferðarþjónustan sinnir þjónustu við viðkvæma hópa og mikilvægt að hún falli ekki niður þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir.
23.03.2020

Leiðrétting á gjöldum vegna þjónustuskerðingar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var samþykkt að gjöld verði leiðrétt vegna þeirrar skerðingar sem nú hefur orðið á þjónustu leikskóla, frístundar og skólamáltíða í Fjarðabyggð. Jafnframt var samþykkt að þeir dagar sem lokað verður í íþróttamiðstöðvum verði bætt aftan við gildistíma inneigna notenda.
21.03.2020

Frekari breytingar á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Fjarðabyggð

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Þessi viðmið koma til með að hafa talsverð áhrif á íþrótta- og æskulýðsstarf hér í Fjarðabyggð, sem og íþróttaiðkunn fullorðina.
20.03.2020

Breytingar á starfsemi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 verður þjónusta skrifstofu Fjarðabyggðar með breyttu sniði frá og með mánudeginum 23. mars nk. Hluti starfsfólks mun þá eftir aðstæðum vinna heima fyrir, eða á öðrum starfsstöðvum Fjarðbyggðar til að draga úr líkum á smiti milli fólks.
17.03.2020

Breytingar á starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar

Starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar tekur breytingum vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Breytingar má sjá hér að neðan.
16.03.2020

Pistill bæjarstjóra um stöðu mála í Fjarðabyggð vegna COVID-19

Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar hefur ritað stuttan pistill og stöðu mála í Fjarðabyggð vegna COVID-19 faraldursins. Pistilinn má finna hér að neðan.
16.03.2020

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma hefur verið virkjuð

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma hefur nú verið virkjuð en hún var samþykkt í bæjarráði Fjarðabyggðar í morgun.
14.03.2020

Fjarðabyggð hlýtur Jafnlaunavottun

Fjarðabyggð hefur nú hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðli. Vottunin er unnin í samvinnu við iCert vottunarstofu og staðfestir hún að markvisst er unnið gegn kynbundnum launamun hjá Fjarðabyggð.
13.03.2020

Starfsdagur í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Sveitarfélagið Fjarðabyggð vinnur nú að skipulagningu skóla- og frístundastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur mælst til þess öll sveitarfélög hafi starfsdag í grunn- og leikskólum næst komandi mánudag. Vegna þess hefur Fjarðabyggð ákveðið að mánudagurinn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar, ásamt frístundarheimilum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt fagstarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Foreldrar/forráðamenn leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðum sveitarfélagsins og á heimasíðum grunn- og leikskóla.
13.03.2020

Tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar vegna COVID-19

Meðfylgjandi er tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar með upplýsingum um þjónustu sviðsins í vegna COVID-19 veirunnar. Upplýsingarnar verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir. Tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar vegna COVID-19.pdf Information about responses to the current health alert regarding COVID-19.pdf