Fara í efni

Fréttir

29.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 29. mars

Eitt staðfest smit greindist á Austurlandi í gær. Einstaklingar í einangrun eru þá sex talsins í fjórðungnum. Nokkuð af sýnum eru til rannsóknar og niðurstöðu beðið. Í sóttkví eru 212 og hefur fækkað um fjóra frá í gær.
29.03.2020

Gjöf til Grunnskóla Reyðarfjarðar frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar

Kvenfélag Reyðarfjarðar færði Grunnskóla Reyðarfjarðar peningagjöf á dögunum til kaupa á búnaði til Upplýsinga- og tækni kennslu.
28.03.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 28. mars

Engin ný smit greindust á Austurlandi síðastliðin sólarhring. Sextán sýni voru tekin í gær en niðurstaða margra þeirra ókomin enn. Hún ætti að liggja fyrir á morgun. Staðfest smit því enn fimm talsins. Eftir smitrakningu hefur þeim sem eru í sóttkví fjölgað lítillega, eru 216 en voru 209 í gær.
27.03.2020

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar 27.mars

Fimm smit hafa nú greinst á Austurlandi en eitt bættist við frá því í gær. Þá hefur orðið nokkur fjölgun einstaklinga í sóttkví síðustu daga, en þeir eru nú 209 talsins. Fjölgun í sóttkví skýrist fyrst og fremst af smitum sem hafa greinst og fjölgun þeirra.
27.03.2020

Bakvarðasveit hjúkrunarheimilana í Fjarðabyggð

Hjúkrunarheimilin Uppsalir á Fáskrúðsfirði og Hulduhlíð, Eskifirði, leita að einstaklingum sem eru tilbúnir að skrá sig á lista bakvarðasveitar Hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Sökum Covid19 faraldursins er mikilvægt að huga vel að mönnun hjúkrunarheimilanna og vera við öllu búin fari svo að mikið brottfall verði í hópi starfsmanna.
27.03.2020

"Hugrökku hjarta er ekkert ómögulegt"

Nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa undanfarið unnið að verkefni í tengslum við einkunnarorð skólans "Hugrökku hjarta er ekki ómögulegt". Eitt af verkefnum nemendanna var að vinna listaverk sem sýnir túlkun þeirra á þessum einkunarorðum, sem eiga einkar vel við nú.
26.03.2020

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar

Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Austurlandi. Enginn þeirra fjögurra sem greinst hafa eru mikið veikir. Smitrakningu er lokið vegna þessara smita. Tveir voru í sóttkví þegar smit var greint og samræmist því að 50-60% nýgreindra á landsvísu þessa dagana er úr hópi fólks í sóttkví. Hundrað og sextíu manns eru í sóttkví á Austurlandi.
26.03.2020

Vinna við lóð Lyngholts

Vinna er nú hafinn við lóð Lyngholts á Reyðarfirði og má gera ráð fyrir að sú vinna muni hafa áhrif á umferð um Heiðarveg á meðan hún stendur næstu vikur. Við viljum biðja fólk að sýna aðgát þegar það er á ferð við vinnusvæðið og sýna þeim sem þar vinna fullt tillit. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
25.03.2020

Nýr forstöðumaður og verkefnastjóri ráðinn að Menningarstofu Fjarðabyggðar

Á næstu mánuðum munu tveir nýir starfsmenn taka til starfa við Menningarstofu Fjarðabyggðar, þau Jóhann Ágúst Jóhannsson og Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir. Auglýst var eftir verkefnastjóra Menningarstofu Fjarðabyggðar þann 13. janúar sl. og bárust 11 umsóknir um starfið.
24.03.2020

Bakvarðasveit í velferðarþjónustu

Fjarðabyggð vill hvetja fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveitar velferðarþjónustunnar sem félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda utan um. Velferðarþjónustan sinnir þjónustu við viðkvæma hópa og mikilvægt að hún falli ekki niður þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir.
23.03.2020

Leiðrétting á gjöldum vegna þjónustuskerðingar

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var samþykkt að gjöld verði leiðrétt vegna þeirrar skerðingar sem nú hefur orðið á þjónustu leikskóla, frístundar og skólamáltíða í Fjarðabyggð. Jafnframt var samþykkt að þeir dagar sem lokað verður í íþróttamiðstöðvum verði bætt aftan við gildistíma inneigna notenda.
21.03.2020

Frekari breytingar á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Fjarðabyggð

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Þessi viðmið koma til með að hafa talsverð áhrif á íþrótta- og æskulýðsstarf hér í Fjarðabyggð, sem og íþróttaiðkunn fullorðina.
20.03.2020

Breytingar á starfsemi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 verður þjónusta skrifstofu Fjarðabyggðar með breyttu sniði frá og með mánudeginum 23. mars nk. Hluti starfsfólks mun þá eftir aðstæðum vinna heima fyrir, eða á öðrum starfsstöðvum Fjarðbyggðar til að draga úr líkum á smiti milli fólks.
17.03.2020

Breytingar á starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar

Starfsemi í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar tekur breytingum vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19. Breytingar má sjá hér að neðan.
16.03.2020

Pistill bæjarstjóra um stöðu mála í Fjarðabyggð vegna COVID-19

Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar hefur ritað stuttan pistill og stöðu mála í Fjarðabyggð vegna COVID-19 faraldursins. Pistilinn má finna hér að neðan.
16.03.2020

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma hefur verið virkjuð

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma hefur nú verið virkjuð en hún var samþykkt í bæjarráði Fjarðabyggðar í morgun.
14.03.2020

Fjarðabyggð hlýtur Jafnlaunavottun

Fjarðabyggð hefur nú hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðli. Vottunin er unnin í samvinnu við iCert vottunarstofu og staðfestir hún að markvisst er unnið gegn kynbundnum launamun hjá Fjarðabyggð.
13.03.2020

Starfsdagur í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Sveitarfélagið Fjarðabyggð vinnur nú að skipulagningu skóla- og frístundastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur mælst til þess öll sveitarfélög hafi starfsdag í grunn- og leikskólum næst komandi mánudag. Vegna þess hefur Fjarðabyggð ákveðið að mánudagurinn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar, ásamt frístundarheimilum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt fagstarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Foreldrar/forráðamenn leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðum sveitarfélagsins og á heimasíðum grunn- og leikskóla.
13.03.2020

Tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar vegna COVID-19

Meðfylgjandi er tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar með upplýsingum um þjónustu sviðsins í vegna COVID-19 veirunnar. Upplýsingarnar verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir. Tilkynning frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar vegna COVID-19.pdf Information about responses to the current health alert regarding COVID-19.pdf
13.03.2020

Félagsstarf eldriborgara á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði fellt niður tímabundið

Fjölskyldusvið Fjarðbyggðar hefur í samráði við félag eldri borgara á Reyðarfirði og á Fáskrúðsfirði ákveðið að bregðast við leiðbeiningum landlæknis vegna Covid-19 sjúkdómsins og fella tímabundið niður félagsstarf eldri borgara. Með því hafa Félög eldri borgara á Reyðarfirði og Fáskrúðssfirði tekið ákvörðun um að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn útbreiðslu sjúkdómsins og verja einstaklinga í áhættuhópum.
12.03.2020

Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands aflýst

Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands " La Dolce Vita" sem fyrirhugaðir voru sunnudaginn 15. mars hefur verið aflýst vegna ástandsins í tengslum við COVID - 19 veiruna. Önnur dagsetning verður auglýst síðar
10.03.2020

Skapandi sumarstörf

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1995 til 2003 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að tíu vikur á tímabilinu 1. júní til 28. ágúst 2020.
09.03.2020

Breyttur opnunartími á gámavellinum á Fáskrúðsfirði - ATH. UPPFÆRT

Fyrir mistök var gefinn upp vitlaus opnunartími gámavallarins á Fáskrúðsfirði hér á síðunni fyrir helgi. Hið rétta er að frá og með 9. mars 2020 verður opnunartími gámavallarins á Fáskrúðsfirði aukinn og verður í framtíðinni opið á mánudaga og miðvikudaga frá kl. 15:00 – 18:00, föstudaga frá kl. 14:00 - 18:00 og laugardaga frá 12:30 -17:00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.
09.03.2020

Samningar undirritaðir - verkfallsaðgerðum aflýst

Um miðnætti var ritað undir samning á milli samninganefndar sveitarfélaga og samninganefndar bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB í Karphúsinu. Þetta þýðir að þær verkfellsaðgerðir sem boðaðar höfðu verið hefur verið aflýst og þjónusta leik- og grunnskóla, bókasafna og íþróttamiðstöðva verður með óbreyttu sniði mánudaginn 9. mars.
07.03.2020

Tilkynning: Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð loka fyrir heimsóknir gesta

Tekin hefur verið sú ákvörðun að loka hjúkrunarheimilunum í Fjarðabyggð (Hulduhlíð og Uppsölum) fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars þar til annað verður formlega tilkynnt. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir. Er þetta gert til að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.
06.03.2020

Sameiginleg yfirlýsing fimm sveitarfélaga vegna ástands og umhald um loðnuveiðar.

Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna ástands og umhald um loðnuveiðar.
06.03.2020

Röskun á starfi skóla og íþróttamiðstöðva í Fjarðabyggð ef til verkfalla kemur 9. og 10. mars.

Félög opinberra starfsmanna hefur boðað verkföll starfsmanna sinna sem starfa hjá sveitarfélögum. Ef til þeirra kemur getur orðið röskun á skólahaldi og í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar sem hér segir:
06.03.2020

Eldur í rafstöðvarhúsi RARIK í Neskaupstað

Um kl. 04:10 í nótt var tilkynnt um eld í þaki rafstöðvarhúss Rarik í Neskaupstað. Byggingin er stór og há staðsett í hjarta bæjarins. Byggingin hýsir starfsemi Rarik, m.a. varaaflvélar, háspennubúnað og spenna. Vegna tengivinnu í aðveitustöð, var bærinn fæddur á varaafli og því voru allar vélar í gangi í stöðinni þegar eldurinn kom upp.
28.02.2020

Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi. Óvissan lítur helst að snjósöfnun í Strandartind á Seyðisfirði og að svæði utan við varnargarð í Neskaupstað. Ekki hefur verið lýst yfir hættustigi eða rýmingu en til þess gæti komið ef úrkoma heldur áfram. Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu sem og snjóflóðaeftirlitsmanna, lögreglu og Landsbjargar.
28.02.2020

Íbúafundur á Reyðarfirði þriðjudaginn 3. mars

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar boðar til íbúafundar á Reyðarfirði þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 20:00 í Grunnskólanum á Reyðarfirði.