Engar tilkynningar hafa borist um smit hjá þeim fimmtán hundruð sem skimaðir voru um síðustu helgi og á mánudag. Formlegrar niðurstöðu er beðið. Aðgerðastjórn á Austurlandi áréttar við alla íbúa að gæta að sóttvörnum sem fyrr og fylgja öllum leiðbeiningum í hvívetna. Verum árvökul.
10.04.2020
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. apríl
