Fara í efni
28.04.2020 Fréttir

Stóri plokk dagurinn í Fjarðabyggð 2020

Deildu

Stóri plokk dagurinn var í ár tileinkaður starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum og þeirra hetjulegu baráttu á fordæmalausum tímum. Það er þó hverjum og einum frjálst að plokka þar sem hugur stendur til og því lagði Fjarðabyggð upp með plokk á opnum svæðum s.s. í fjörum, meðfram stofnvegum og í nærumhverfi hvers og eins.

Það er svo hvetjandi að finna samtakamátt samfélagsins og gaman að sjá flottan árangur plokksins nú í ár. Vakin skal athygli á því að stóri plokk dagurinn er í reynd hvatning okkar til að taka pokann með í göngutúrinn og tína reglulega upp það rusl sem á vegi okkar verður.

Takk þið öll sem tókuð þátt, höldum áfram að njóta náttúrunnar og að plokka.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum.