Staðan á Austurlandi er því þannig í dag að enginn telst smitaður af veirunni. Aðgerðastjórn bendir þó á, af venjubundinni varfærni, að hjarðónæmi er lítið sem ekkert enn sem komið er og við íbúar því jafnútsettir fyrir smiti sem kann að berast og við vorum í upphafi faraldursins.
Gleðjumst yfir niðurstöðunni, bíðum 4. maí, njótum hækkandi sólar og njótum lífsins hér á Austurlandi. Við erum á réttri leið.