Fara í efni

Fréttir

06.11.2019

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023

Fimmtudaginn 31. október 2019 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023. Seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina er áætluð 14. nóvember nk.
05.11.2019

Ormalyfsgjöf katta og hunda

Hin árlega ormahreinsun fyrir gæludýr fór fram í október sl. og var hún auglýst í Dagskránni, á vef Fjarðabyggðar og á fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Í hreinsunina mætti helmingur þeirra dýra sem skráð eru hér í sveitarfélaginu.
04.11.2019

Bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á fundi 31.október 2019, vegna fimmtán ára samgönguáætlunar 2020 - 2034 og fimm ára aðgerðaáætlunar 2020 - 2024   

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur komið eftirfarandi athugasemdum á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda, vegna fimm ára aðgerðaráætlun í samgöngumálum og fimmtán ára samgönguáætlun.
30.10.2019

Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024

Sóknaráætlun Austurlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið send í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.
28.10.2019

Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019

Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019 voru afhentar föstudaginn 25. október við hátíðlega athöfn í Randulfssjóhúsi á Eskifirði. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, sáu um afhendingu viðurkenninganna. Við það tækifæri fóru þau yfir mikilvægi þess að veita verðlaun þeim sem standa sig vel í umhverfismálum, slíkt er okkur öllum hvatning til góðra verka.
25.10.2019

Ormalyfsgjöf katta og hunda 2019

Laugardaginn 26. október verða ormalyfsgjafir í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar sem hér segir:
15.10.2019

Íbúar á Eskifirði beðnir um að sjóða neysluvatn

Vísbendingar í neysluvatnssýnum eru um að kólígerlar kunni að vera í neysluvatni á Eskifirði.Íbúum á Eskifirði er því ráðlagt að sjóða allt neysluvatn þar til frekari niðurstöður liggja fyrir.
09.10.2019

Sóley og ofurhetjan - sigurvegarar í smásagnasamkeppni KÍ 2019

Nemendur í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Júlíanna Líf Helgadóttir, Kristófer Daði Stefánsson og Þóroddur Björn Óskarsson eru sigurvegarar í Smásagnasamkeppni KÍ 2019 í flokki leikskólabarna. Verðlaunin fengu þau fyrir smásöguna Sóley og ofurhetjan.
07.10.2019

Samstarfssamningur Sköpunarmiðstöðvarinnar og Fjarðabyggðar 2019 – 2025

Við opnun á Studio Síló 6.október sl. í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði, var undirritaður samstarfssamningur um endurbætur á Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði í tengslum við styrk til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða (C1) fyrir árið 2019.
04.10.2019

Rafmagnsleysi á Reyðarfirði laugardag

Vegna viðhaldsvinnu verður rafmagnslaust laugardaginn 5.október frá 11:00 - 15:00 á Lundargötu og hluta Mánagötu.
03.10.2019

Kuldaboli 2019

Dagana 28. - 29. september fór fram ungmennahátíðin Kuldaboli fram í tíunda sinn, en hátíðin er haldin á vegum Félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar. Eins og vanalega var unglingum úr 8. – 10. bekk af öllu Austurlandi boðið að taka þátt. Frábær þátttaka var í ár en samtals voru um 290 ungmenni sem mættu og skemmtu sér saman.
02.10.2019

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa

2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa.
24.09.2019

Ljósleiðaratenging væntanleg í Mjóafjörð

Verktakar vinna nú hörðum höndum að því að leggja ljósleiðara til Mjóafjarðar. Unnið er að verkinu af kappi þessa daganaþannig að íbúar geti notið tengingar sem fyrst.
21.09.2019

Vinna við bryggju í Neskaupstað

Unnið er við lagfæringu og stækkun á tré / löndunarbryggju fyrir minni báta á Norðfirði, Guðmundur bryggjusmiður sér um það verk og gengur það samkvæmt áætlun. Þeir sem eiga leið um bryggjuna eru beðnir að sýna ítrustu aðgát.
17.09.2019

Kynningarfundur Place EE

Fjarðabyggð hefur frá árinu 2017 verður þátttakandi í verkefninu Place EE sem er samstarfsverkefni Íslands, Norður-Írlands, Írlands, Svíþjóðar. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á Fáskrúðsfirði kl. 10:00 í dag.
02.09.2019

Menningarhátíðin BRAS 2019

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi.
28.08.2019

Nemendafjöldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar

Nú eru leik-, grunn- og tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð teknir til starfa eftir sumarleyfi. Heildarfjöldi nemenda í leikskólum Fjarðabyggðar í lok ágúst er 329 nemendur, í grunnskólunum Fjarðabyggðar eru 713 nemendur og af þeim eru 170 í frístund (skólaseli). Í tónlistarskólunum eru alls 326 nemendur.
27.08.2019

Rafmagnsleysi á Reyðarfirði

Vegna bilunar í spenni er rafmagnslaust í nokkrum hverfum á Reyðarfirði sem stendur. Reiknað er með að viðgerð muni taka nokkurn tíma og áætlað er að hún standi fram eftir kvöldi.
22.08.2019

Tilnefningar til umhverfisverðlauna í Fjarðabyggð 2019

Nú er leitað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og senda inn tilnefningu um þær lóðir sem þeim finnst koma til grein.
19.08.2019

Lystigarðurinn í Neskaupstað 85 ára

Lystigarðurinn í Neskaupstað átti á dögunum 85 ára afmæli og í tilefni þessa merka viðburðar heldu félagskonur í Kvenfélagi Nönnu upp á afmælið og afhjúpuðu í leiðinni fræðsluskylti sem þær létu útbúa fyrir garðinn og gáfu garðinum bekk til heiðurs Eyþóri Þórðarsyni, skipuleggjanda garðsins.
15.08.2019

Ályktun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna skýrslu um legu Seyðisfjarðargangna

Á 272. fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar þann 15.8.2019 var svohljóðandi bókun samþykkt samhljóða vegna skýrslu starfshóps Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um legu Seyðisfjarðargangna.
15.08.2019

Fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar - Bein útsending fellur niður

Fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggð hefst kl. 16:00 í dag á bæjarskrifstofunni á Reyðarfirði. Vegna tæknilegra vandamála verður ekki hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu.
15.08.2019

Heimsókn Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sótti Fjarðabyggð heim í gær. Ráðherra kom á ferð sinni meðal annars við í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði og í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík.
25.07.2019

Skapandi sumarsmiðjur

Þann 13. júlí var haldið lokahóf skapandi sumarsmiðja, fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í Fjarðabyggð. Í ár bauð Menningarstofa upp á sex mismunandi smiðjur fyrir börnin og var mætingin prýðileg. Tæplega 70 börn voru skráð í heild, enda fjölbreyttar og skemmtilegar smiðjur í boði.
23.07.2019

Franskir Dagar

Bæjarhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verður haldin 24. - 28. júlí. Framundan er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
22.07.2019

Undiritun samnings vegna ofanflóðavarna í Neskaupstað - Urðarbotnar og Sniðgil

Undirritun verksamnings vegna framkvæmdar við ofanflóðavarnir í Neskaupstað – Urðarbotnar og Sniðgil - fór fram 10. júlí, við minningarreitinn við Tröllagilsgarða í Neskaupstað.
12.07.2019

Á móti straumnum - sigling Veigu Grétarsdóttur

Píeta samtökin vekja athygli á verkefni Veigu Grétarsdóttur kajakræðara, sem hún kallar "Á móti straumnum" eða "Against the current". Veiga ætlar að róa hringinn í kringum Ísland og safna í leiðinni áheitum fyrir Píeta samtökin. Veiga mun halda fyrirlestur á Reyðarfirði þriðjudaginn 16.júlí í safnaðarheimili Reyðarfjararkirkju kl. 20:00 - frítt inn og allir vekomnir.
08.07.2019

Nýr mannauðsstjóri Fjarðabyggðar

Ásta Sigríður Skúladóttir hefur verið ráðin sem mannauðsstjóri Fjarðabyggðar og mun hún hefja störf í byrjun septembermánaðar. Alls sóttust átta aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu.
05.07.2019

Styrkur til hreinsunar strandlengjunar

Fimmtudaginn 27. júní veitti bæjarstjóri Fjarðabyggðar móttöku styrks að fjárhæð um 3,7 miljónir króna (30 þ. dollara) úr Samfélagssjóði Alcoa - Alcoa Foundation. Peningunum verður varið í að greiða félagasamtökum sem bera uppi verkefnið "Hreinsun strandlengju Fjarðabyggðar".
03.07.2019

Vatnsleysi á Fáskrúðsfirði

Vatnslaust er í útbæ Fáskrúðsfjarðar fram eftir degi vegna bilunar.