Fara í efni

Fréttir

01.07.2019

Vel heppnaður Hernámsdagur á Reyðarfirði

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði fór fram í gær. Um 300 manns lögðu leið sína á Stríðsárasafnið í tilefni dagsins.
30.06.2019

Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað er lokið

Landsmóti UMFÍ 50+ lauk í Neskaupstað um tvöleytið í dag með síðustu greininni, sem fyrir löngu er orðin er klassísk. Það er stígvélakast sem felur í sér að þátttakendur kasti stígvéli eins langt og þeir geta. Keppt var í greininni á íþróttavellinum í Neskaupstað í úrvali af íslensku veðri, í gegnum súldarúða og smávegis rok brast öðru hverju á með brakandi sól og stillu.
30.06.2019

Nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Ari Allansson hefur verið ráðinn sem forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar og mun hann hefja störf í lok ágústmánaðar. Alls sóttust tíu aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu af menningar og listastarfi. Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Ara.
28.06.2019

Keppni á Landsmóti UMFÍ 50+ er byrjuð

Keppni á Landsmóti UMFÍ 50+ hófst í Neskaupstað í kl. 9 í morgun með keppni í Boccia. Formleg setningarathöfn mótsins fer síðan fram í Íþróttahúsinu í Neskaupstað kl. 20:30 í kvöld.
25.06.2019

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði 30. júní

Hin árlegi hernámsdagur verður haldinn á Reyðarfirði sunnudaginn 30. júní. Að vanda verður eitt og annað um að vera á Stríðsárasafninu í tilefni dagsins.
20.06.2019

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
19.06.2019

Enn gerum við gagn - Lokadagur í Mjóafirði 23. júní 2019

Áheitagöngunni "Enn gerum við gagn" til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða lýkur sunnudaginn 23. júní 2019 með sameininglegri göngu fulltrúa félaga eldri borgara í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi.
14.06.2019

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð - Hátíðahöld vegna 17. júní í Neskaupstað

Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í ár í samstarfi við Þrótt Neskaupstað. Glæsileg dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna og ættu allir að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.
07.06.2019

Skipulagsbreytingar samþykktar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, fimmtudaginn 6. júní var tillaga stjórnkerfisnefndar um skipulagsbreytingar á stjórnkerfi Fjarðabyggðar samþykkt.
06.06.2019

Tæknileg vandamál við útsendingu bæjarstjórnarfundar

Því miður hafa komið upp tæknileg vandamál við hljóðið á útsendingu bæjarstjórnarfundar sem nú stendur yfir. Unnið er að viðgerð, en ljóst er að ekki tekst að koma hljóðinu í lag á þeim fundi sem nú stendur yfir.
28.05.2019

Ný sumarsýning Tryggvasafns - Líf með litum

Laugardaginn 1. júní opnar í Tryggvasafni í Safnahúsinu í Neskaupstað ný sumarsýning á verkum Tryggva Ólafssonar listamanns. Sýning ársins ber heitið Líf með litum og veitir góða innsýn í listamannsferil Tryggva.
26.05.2019

Hreyfivikan í Fjarðabyggð

Fjölbreytt og ýtarleg dagskrá 26.maí - 2.júní
24.05.2019

Heimsókn 6. bekkinga til Mjóafjarðar

Fimmtudaginn 23. maí fóru nemendur úr 6. bekkjum grunnskólanna í Fjarðabyggð í fræðslu- og skemmtiferð til Mjóafjarðar.
20.05.2019

Viðtalstímar bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð

Viðtalstímar bæjarfulltrúa 27.maí til 3.júní verða sem hér segir:
17.05.2019

Ný og endurskoðuð Menningarstefna

Bæjarstjórn samþykkti á fundi 16.maí nýja og endurskoðaða menningarstefnu Fjarðabyggðar. Menningarstefnan byggir á fyrri stefnu sem var samþykkt snemma árs 2017, en um var að ræða metnaðarfulla stefnu sem skrifuð var upp úr vinnu starfshóps úr skapandi greinum.
16.05.2019

Menntamálastofnun og Fjarðabyggð gera með sér samstarfssamning um snemmtæka íhlutun og læsi í leikskóla

Í gær, miðvikudaginn 15. maí undirrituðu Menntamálastofnun og Fjarðabyggð samstarfssamning um að vinna saman að innleiðingu á snemmtækri íhlutun varðandi málþroska og læsi barna í Fjarðabyggð.
16.05.2019

Slökkvilið Fjarðabyggðar í heimsókn hjá eldri borgurum á Reyðarfirði

Í vikunni fóru slökkviliðsmenn í heimsókn til eldri borgara á Reyðarfirði með fræðslu um brunavarnir og notkun slökkvitækja. Um leið var tækifærið notað í sumarblíðunni og æfð björgun af svölum hússins.
15.05.2019

Kynning á kerfisáætlun Landsnets

Drög að kerfisáætlun Landsnets 2019 – 2028 sem og umhverfisskýrsla vegna áætlunarinnar verður kynnt á fundi í Safnahúsinu í Neskaupstað fimmtudaginn 16.maí.
13.05.2019

Sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2006-2010

Menningarstofa býður uppá sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2006-2010, sem voru að ljúka 3.-7. bekk grunnskólans. Boðið er uppá fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð og hvetjum við fólk til að sækja námskeið milli staða. Í fyrra voru skapandi námskeið haldin í fyrsta skipti á vegum Menningarstofu og þar sem námskeiðin fengu sérlega góðar viðtökur bjóðum við nú uppá enn fjölbreyttari dagskrá.
13.05.2019

Sumarfrístund á Reyðarfirði 2019 - Skráning er hafin

Fjarðabyggð býður í fyrsta skipti upp á sumarfrístund á Reyðarfirði sumarið 2019 sem tilraunarverkefni. Frístundaheimilið (Selið í Grunnskóla Reyðarfjarðar) verður safnstaður sumarfrístundarinnar en þar koma börnin saman á morgnana og verða sótt í hádeginu, nema annað verði auglýst.
10.05.2019

Vorráðstefna Greiningar og ráðgjafastöðvar ríkisins

Hópur starfsmanna Fjarðabyggðar hefur undanfarið setið árlega vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins á Hótel Nordica 9.-10. Maí. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er "Framtíðin er núna ! - Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik"
08.05.2019

Íbúafundur um Landsmót UMFÍ - haldinn 9.maí í Neskaupstað

Íbúafundur um Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri, sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní í sumar, verður haldinn í Neskaupstað fimmtudaginn 9. maí kl. 17:45 í Nesskóla.
03.05.2019

Hvað verður í boði fyrir börn og ungmenni í Fjarðabyggð sumarið 2019 ?

Fjölskyldusvið mun setja á vef sveitarfélagsins allar upplýsingar um Sumarnámskeið í Fjarðabyggð 2019. Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum, ungmennum og/eða öðrum íbúum í Fjarðabyggð upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til Íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið: bjarki.a.oddsson@fjardabyggd.is fyrir 17.maí nk. Námskeiðin munu síðan verða kynnt á heimasíðu Fjarðabyggðar
03.05.2019

Framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn

Hafnar eru framkvæmdir við togarabryggjuna á Norðfirði. Þar verður rekið niður nýtt stálþil og bryggjan færð út að norðanverðu um fimm metra.
30.04.2019

Minningarathöfn um áhöfnina á Hrönn SH 149

Í dag eru 40 ár frá því að vélbáturinn Hrönn SH 149 fórst skammt innan við Vattarnes í Reyðarfirði. Laugardaginn 28. apríl sl. var haldin minningarathöfn á Eskifirði til að minnast þeirra sex sjómanna sem fórust með bátnum.
29.04.2019

Ásmundur Hálfdán þrefaldur evrópumeistari í Keltneskum fangbrögðum

Reyðfirðingurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson varð um helgina þrefaldur evrópumeistari í Keltneskum fangbrögðum á Evrópumótinu sem haldið var í Reykjanesbæ um helgina.
27.04.2019

Íbúafundur um stöðu Norðfjarðarár

Þriðjudaginn 23. apríl var haldinn íbúafundur um stöðu Norðfjarðarár, megin efni fundarins voru niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar sem sýndu að talsverð hnignun hefði orðið á bleikjuveiði í ánni. En síðasta sumar var veiðin í ánni sögulega lág en þá veiddust 531 bleikjur sem er talsvert undir meðaltali fyrir þessa gjöfulu bleikjuá. Fundurinn sem var haldinn í safnaðarheimilinu var vel sóttur enda efni hans mörgum hugleikið enda áin ein af perlum Norðfjarðar og Fjarðabyggðar.
23.04.2019

Enn gerum við gagn - Áheitaganga Jaspis félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Jaspis - félag eldri borgara á Stöðvarfirði - beitir sér fyrir áheitagöngu til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða. Náðst hefur samstaða um verkefnið meðal annarra félaga eldri borgara í Fjarðabyggð. Hið sama gildir um Djúpavogshrepp. Endanlegar gönguleiðir hafa verið ákveðnar í samráði við forsvarsmenn félaganna á svæðunum. Ef vel tekst til verða gengnir ríflega 350 km. Verkefnið er nefnt "Enn gerum við gagn".
23.04.2019

Opinn fundur vegna stöðu Norðfjarðarár

Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20:00 verður haldinn opinn fundur í Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju um stöðu Norðfjarðarár.
15.04.2019

Austfirskir tónsmiðir í Hörpu

Tveir ungir austfirskir tónsmiðir komust inn í Upptaktinn 2019, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Það voru þeir Patryk Edel, 15 ára frá Reyðarfirði og Róbert Nökkvi, 12 ára frá Vopnafirði. Þriðjudaginn 9. apríl voru tónverk þeirra flutt af atvinnutónlistarfólki í Silfurbergi í Hörpu á hátíðlegum tónleikum.