Fara í efni

Fréttir

24.09.2019

Ljósleiðaratenging væntanleg í Mjóafjörð

Verktakar vinna nú hörðum höndum að því að leggja ljósleiðara til Mjóafjarðar. Unnið er að verkinu af kappi þessa daganaþannig að íbúar geti notið tengingar sem fyrst.
21.09.2019

Vinna við bryggju í Neskaupstað

Unnið er við lagfæringu og stækkun á tré / löndunarbryggju fyrir minni báta á Norðfirði, Guðmundur bryggjusmiður sér um það verk og gengur það samkvæmt áætlun. Þeir sem eiga leið um bryggjuna eru beðnir að sýna ítrustu aðgát.
17.09.2019

Kynningarfundur Place EE

Fjarðabyggð hefur frá árinu 2017 verður þátttakandi í verkefninu Place EE sem er samstarfsverkefni Íslands, Norður-Írlands, Írlands, Svíþjóðar. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á Fáskrúðsfirði kl. 10:00 í dag.
02.09.2019

Menningarhátíðin BRAS 2019

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi.
28.08.2019

Nemendafjöldi í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar

Nú eru leik-, grunn- og tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð teknir til starfa eftir sumarleyfi. Heildarfjöldi nemenda í leikskólum Fjarðabyggðar í lok ágúst er 329 nemendur, í grunnskólunum Fjarðabyggðar eru 713 nemendur og af þeim eru 170 í frístund (skólaseli). Í tónlistarskólunum eru alls 326 nemendur.
27.08.2019

Rafmagnsleysi á Reyðarfirði

Vegna bilunar í spenni er rafmagnslaust í nokkrum hverfum á Reyðarfirði sem stendur. Reiknað er með að viðgerð muni taka nokkurn tíma og áætlað er að hún standi fram eftir kvöldi.
22.08.2019

Tilnefningar til umhverfisverðlauna í Fjarðabyggð 2019

Nú er leitað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og senda inn tilnefningu um þær lóðir sem þeim finnst koma til grein.
19.08.2019

Lystigarðurinn í Neskaupstað 85 ára

Lystigarðurinn í Neskaupstað átti á dögunum 85 ára afmæli og í tilefni þessa merka viðburðar heldu félagskonur í Kvenfélagi Nönnu upp á afmælið og afhjúpuðu í leiðinni fræðsluskylti sem þær létu útbúa fyrir garðinn og gáfu garðinum bekk til heiðurs Eyþóri Þórðarsyni, skipuleggjanda garðsins.
15.08.2019

Ályktun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna skýrslu um legu Seyðisfjarðargangna

Á 272. fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar þann 15.8.2019 var svohljóðandi bókun samþykkt samhljóða vegna skýrslu starfshóps Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um legu Seyðisfjarðargangna.
15.08.2019

Fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar - Bein útsending fellur niður

Fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggð hefst kl. 16:00 í dag á bæjarskrifstofunni á Reyðarfirði. Vegna tæknilegra vandamála verður ekki hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu.
15.08.2019

Heimsókn Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sótti Fjarðabyggð heim í gær. Ráðherra kom á ferð sinni meðal annars við í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði og í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík.
25.07.2019

Skapandi sumarsmiðjur

Þann 13. júlí var haldið lokahóf skapandi sumarsmiðja, fyrir börn á aldrinum 8-12 ára í Fjarðabyggð. Í ár bauð Menningarstofa upp á sex mismunandi smiðjur fyrir börnin og var mætingin prýðileg. Tæplega 70 börn voru skráð í heild, enda fjölbreyttar og skemmtilegar smiðjur í boði.
23.07.2019

Franskir Dagar

Bæjarhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verður haldin 24. - 28. júlí. Framundan er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
22.07.2019

Undiritun samnings vegna ofanflóðavarna í Neskaupstað - Urðarbotnar og Sniðgil

Undirritun verksamnings vegna framkvæmdar við ofanflóðavarnir í Neskaupstað – Urðarbotnar og Sniðgil - fór fram 10. júlí, við minningarreitinn við Tröllagilsgarða í Neskaupstað.
12.07.2019

Á móti straumnum - sigling Veigu Grétarsdóttur

Píeta samtökin vekja athygli á verkefni Veigu Grétarsdóttur kajakræðara, sem hún kallar "Á móti straumnum" eða "Against the current". Veiga ætlar að róa hringinn í kringum Ísland og safna í leiðinni áheitum fyrir Píeta samtökin. Veiga mun halda fyrirlestur á Reyðarfirði þriðjudaginn 16.júlí í safnaðarheimili Reyðarfjararkirkju kl. 20:00 - frítt inn og allir vekomnir.
08.07.2019

Nýr mannauðsstjóri Fjarðabyggðar

Ásta Sigríður Skúladóttir hefur verið ráðin sem mannauðsstjóri Fjarðabyggðar og mun hún hefja störf í byrjun septembermánaðar. Alls sóttust átta aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu.
05.07.2019

Styrkur til hreinsunar strandlengjunar

Fimmtudaginn 27. júní veitti bæjarstjóri Fjarðabyggðar móttöku styrks að fjárhæð um 3,7 miljónir króna (30 þ. dollara) úr Samfélagssjóði Alcoa - Alcoa Foundation. Peningunum verður varið í að greiða félagasamtökum sem bera uppi verkefnið "Hreinsun strandlengju Fjarðabyggðar".
03.07.2019

Vatnsleysi á Fáskrúðsfirði

Vatnslaust er í útbæ Fáskrúðsfjarðar fram eftir degi vegna bilunar.
01.07.2019

Vel heppnaður Hernámsdagur á Reyðarfirði

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði fór fram í gær. Um 300 manns lögðu leið sína á Stríðsárasafnið í tilefni dagsins.
30.06.2019

Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað er lokið

Landsmóti UMFÍ 50+ lauk í Neskaupstað um tvöleytið í dag með síðustu greininni, sem fyrir löngu er orðin er klassísk. Það er stígvélakast sem felur í sér að þátttakendur kasti stígvéli eins langt og þeir geta. Keppt var í greininni á íþróttavellinum í Neskaupstað í úrvali af íslensku veðri, í gegnum súldarúða og smávegis rok brast öðru hverju á með brakandi sól og stillu.
30.06.2019

Nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Ari Allansson hefur verið ráðinn sem forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar og mun hann hefja störf í lok ágústmánaðar. Alls sóttust tíu aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu af menningar og listastarfi. Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Ara.
28.06.2019

Keppni á Landsmóti UMFÍ 50+ er byrjuð

Keppni á Landsmóti UMFÍ 50+ hófst í Neskaupstað í kl. 9 í morgun með keppni í Boccia. Formleg setningarathöfn mótsins fer síðan fram í Íþróttahúsinu í Neskaupstað kl. 20:30 í kvöld.
25.06.2019

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði 30. júní

Hin árlegi hernámsdagur verður haldinn á Reyðarfirði sunnudaginn 30. júní. Að vanda verður eitt og annað um að vera á Stríðsárasafninu í tilefni dagsins.
20.06.2019

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
19.06.2019

Enn gerum við gagn - Lokadagur í Mjóafirði 23. júní 2019

Áheitagöngunni "Enn gerum við gagn" til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða lýkur sunnudaginn 23. júní 2019 með sameininglegri göngu fulltrúa félaga eldri borgara í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi.
14.06.2019

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð - Hátíðahöld vegna 17. júní í Neskaupstað

Fjarðabyggð heldur 17. júní hátíðlegan í ár í samstarfi við Þrótt Neskaupstað. Glæsileg dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna og ættu allir að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.
07.06.2019

Skipulagsbreytingar samþykktar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, fimmtudaginn 6. júní var tillaga stjórnkerfisnefndar um skipulagsbreytingar á stjórnkerfi Fjarðabyggðar samþykkt.
06.06.2019

Tæknileg vandamál við útsendingu bæjarstjórnarfundar

Því miður hafa komið upp tæknileg vandamál við hljóðið á útsendingu bæjarstjórnarfundar sem nú stendur yfir. Unnið er að viðgerð, en ljóst er að ekki tekst að koma hljóðinu í lag á þeim fundi sem nú stendur yfir.
28.05.2019

Ný sumarsýning Tryggvasafns - Líf með litum

Laugardaginn 1. júní opnar í Tryggvasafni í Safnahúsinu í Neskaupstað ný sumarsýning á verkum Tryggva Ólafssonar listamanns. Sýning ársins ber heitið Líf með litum og veitir góða innsýn í listamannsferil Tryggva.
26.05.2019

Hreyfivikan í Fjarðabyggð

Fjölbreytt og ýtarleg dagskrá 26.maí - 2.júní