Fara í efni

Fréttir

12.04.2019

Grunnskóli Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti

Lið Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti í vikunni.
11.04.2019

Fyrri umræða um ársreikning Fjarðabyggðar 2018

Fimmtudaginn 11. apríl 2019 fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2018. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra.
05.04.2019

Æfing vegna hugsanlegs bruna á svæði Olíudreifingar

Slökkvilið Fjarðabyggðar stóð í vikunni fyrir æfingu til að auðvelda viðbrögð, ef upp kæmi eldur á olíusvæði Olíudreifingar á Reyðarfirði.
04.04.2019

Búfjársamþykkt Fjarðabyggðar

Á 21. fundi landbúnaðarnefndar þann 14. febrúar sl. vann nefndin drög að búfjársamþykkt fyrir sveitarfélagið.
01.04.2019

Nýtingaráætlun fyrir hafsvæði við strendur Fjarðabyggðar

Stýrihópur um gerð Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð lauk störfum í upphafi árs og samþykkti bæjarstjórn nýtingaráætlun á fundi 7. febrúar sl.
29.03.2019

Nesskóli Íslandsmeistari grunnskóla í fjármálalæsi 2019

Nesskóli bar sigur úr býtum Fjármálaleikunum 2019 en um þrjátíu 10.bekkir víðsvegar að af landinu, tóku þátt í leikunum. Tveir nemendur úr Nesskóla, þau Ester Rún Jónsdóttir og Freysteinn Bjarnason munu fara til Brussel í byrjun maí og taka þátt í Evrópukeppninni í fjármálalæsi.
28.03.2019

Undir sama þaki / Brú milli skólastiga 

Leikskólinn Kæribær er staðsettur í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar. Í skólanum eru jafnframt tveir aðrir skólar; Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, auk þess sem bókasafn er staðsett í byggingunni. Hver skóli hefur sinn stjórnanda og er innangengt milli skólanna.
28.03.2019

Efnisnám

Malarvinnsla er umfangsmikil starfsemi í sveitarfélaginu enda er eftirspurn eftir jarðaefnum talsverð vegna framkvæmda á vegum hins opinbera, fyrirtækja sem og einkaaðila. Slíkur iðnaður er því mikilvægur fyrir þróun samfélagsins.
26.03.2019

Fræðslu- og hugmyndafundur í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar

Miðvikudaginn 27. mars verður þjálfurum, stjórnarmönnum og iðkendum sem tengjast íþrótta- og æskulýðsfélögum í Fjarðabyggð boðið á #MeToo fræðslu sem og hugmyndafund í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Austurbrú á Reyðarfirði (Litla Molanum) frá kl. 16:30 til u.þ.b. 19:00.
26.03.2019

Glímukóngur Íslands

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson varði titilinn glímukóngur Íslands um nýliðna helgi.
20.03.2019

Neskaupstaður togarabryggja endurbygging 2019

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar hefur tekið tilboði frá verktakanum Hagtak ehf. Kostnaðaráætlun var kr. 122.148.300.- en samningupphæð samkvæmt tilboði er kr. 108.250.000.-
18.03.2019

Framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga í bókun hennar vegna boðaðrar skerðingar á framlögum í Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga.
13.03.2019

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1996 til 2002 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að níu vikur á tímabilinu 3. júní til 16. ágúst 2019.
04.03.2019

Áhrif loðnubrests

Ljóst er að fjárhagsleg áhrif þess að ef loðna finnst ekki í nægjanlegu magni á íslandsmiðum á yfirstandandi vertíð verða mikil á mörg sveitarfélög, þar sem uppsjávarvinnsla er mikilvægur þáttur í sjávarútvegi þeirra. Óvíða er uppsjávarvinnsla meiri en í Fjarðabyggð og ljóst er að loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.
04.03.2019

Skrifað undir samning um byggingu netagerðarbryggju

Í síðustu viku var skrifað undir verksamning við OG Syni / Ofurtólið ehf., vegna verksins "Eskifjörður, netagerðarbryggja þekja 2019".
01.03.2019

Íbúagátt

Vegna bilunar gæti reynst erfitt að tengjast Íbúagátt sveitarfélagsins. Unnið er að viðgerð.
28.02.2019

Fjárhagsleg áhrif loðnubrests

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið fjármálastjóra Fjarðabyggðar að fara yfir fjárhagsleg áhrif loðnubrests á tekjur aðalsjóðs og hafnarsjóðs sveitarfélagsins.
26.02.2019

Aurflóð í Mjóafirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið sviðstjóra framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hlutast til um hreinsun árfarvegs Borgeyrarár í Mjóafirði, sem hljóp í krapaflóði um liðna helgi, til að varna því að ekki hljótist frekari skemmdir og til að verja mannvirki. Framkvæmdastjóra var einnig falið að leita samstarfs við Viðlagatryggingu og Vegagerðina vegna þessa.
25.02.2019

Appelsínugul viðvörun fyrir Austfirði

Spáð er ofsaveðri á austurhelmingi landsins í nótt og á morgun. Veðurfræðingur segir að það verði ekkert ferðaveður og bendir fólki á að reyna að festa eða ganga frá lausamunum utandyra.
22.02.2019

Skipulagsbreytingar í stjórnsýslu Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn staðfesti tillögur stjórnkerfisnefndar sveitarfélagsins á fundi sínum 21. febrúar 2019 en tillögurnar eru í þremur liðum. Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð er áhersla á mikilvægi umhverfis- og skipulagsmála.
21.02.2019

Fjarðabyggð undirritar samning við Villiketti á Austurlandi      

Fyrr í dag fór fram undirritun samnings á milli sveitarfélagsins og dýraverndunarfélagsins Villikettir.
21.02.2019

Samningur við Tryggingamiðstöðina undirritaður

Í vikunni var undirritaður nýr samningur um tryggingar Fjarðabyggðar við Tryggingamiðstöðin, en félagið var lægstbjóðandi í útboði á tryggingum sveitarfélagsins sem fór fram í desember 2018.
19.02.2019

Forvarnarmálþing í Verkmenntaskóla Austurlands

Forvarnarteymi Verkmenntaskóla Austurlands ásamt fjölskyldusviði Fjarðabyggðar og foreldrafélögum Verkmenntaskólans og Nesskóla, standa fyrir árlegu forvarnarmálþingi þann 2. mars kl. 10:00.
18.02.2019

Samningur við RARIK um yfirtöku á götulýsingakerfi

Fjarðabyggð og RARIK undirrituðu á dögunum samning þess efnis að Fjarðabyggð yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samnings.
11.02.2019

Milljarður rís 2019

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað þann 14. febrúar klukkan 12.30-13.00. Mætum og sýnum samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis.
09.02.2019

112 dagurinn verður mánudaginn 11. febrúar

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og áföllum á heimilinu
04.02.2019

Íþróttadagur í grunnskólum Fjarðabyggðar

Fimmtudaginn 30. janúar sl. fór fram árlegur Íþróttadagur grunskólanna í Fjarðabyggð á Reyðarfirði.
01.02.2019

Nýjar notkunarreglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar taka gildi

Þann 1. febrúar taka gildi nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar. Reglurnar miða að því að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni notkun slíkra tækja.
30.01.2019

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóð Austurlands

Þann 28. janúar sl. fór fram úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Alls var veitt 61 styrk úr sjóðnum að þessu sinni
28.01.2019

Skjala- og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað 40 ára

Miðvikudaginn 23. janúar 2019 voru liðin 40 ár frá því að Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum að stofna til héraðsskjalasafns fyrir Neskaupstað. Af þessu tilefni bauð Skjala- og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað, velunnurum sem og öðrum til kaffidrykkju í Safnahúsinu við Egilsbraut.