Fara í efni

Fréttir

24.05.2019

Heimsókn 6. bekkinga til Mjóafjarðar

Fimmtudaginn 23. maí fóru nemendur úr 6. bekkjum grunnskólanna í Fjarðabyggð í fræðslu- og skemmtiferð til Mjóafjarðar.
20.05.2019

Viðtalstímar bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð

Viðtalstímar bæjarfulltrúa 27.maí til 3.júní verða sem hér segir:
17.05.2019

Ný og endurskoðuð Menningarstefna

Bæjarstjórn samþykkti á fundi 16.maí nýja og endurskoðaða menningarstefnu Fjarðabyggðar. Menningarstefnan byggir á fyrri stefnu sem var samþykkt snemma árs 2017, en um var að ræða metnaðarfulla stefnu sem skrifuð var upp úr vinnu starfshóps úr skapandi greinum.
16.05.2019

Menntamálastofnun og Fjarðabyggð gera með sér samstarfssamning um snemmtæka íhlutun og læsi í leikskóla

Í gær, miðvikudaginn 15. maí undirrituðu Menntamálastofnun og Fjarðabyggð samstarfssamning um að vinna saman að innleiðingu á snemmtækri íhlutun varðandi málþroska og læsi barna í Fjarðabyggð.
16.05.2019

Slökkvilið Fjarðabyggðar í heimsókn hjá eldri borgurum á Reyðarfirði

Í vikunni fóru slökkviliðsmenn í heimsókn til eldri borgara á Reyðarfirði með fræðslu um brunavarnir og notkun slökkvitækja. Um leið var tækifærið notað í sumarblíðunni og æfð björgun af svölum hússins.
15.05.2019

Kynning á kerfisáætlun Landsnets

Drög að kerfisáætlun Landsnets 2019 – 2028 sem og umhverfisskýrsla vegna áætlunarinnar verður kynnt á fundi í Safnahúsinu í Neskaupstað fimmtudaginn 16.maí.
13.05.2019

Sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2006-2010

Menningarstofa býður uppá sumarsmiðjur fyrir börn fædd 2006-2010, sem voru að ljúka 3.-7. bekk grunnskólans. Boðið er uppá fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð og hvetjum við fólk til að sækja námskeið milli staða. Í fyrra voru skapandi námskeið haldin í fyrsta skipti á vegum Menningarstofu og þar sem námskeiðin fengu sérlega góðar viðtökur bjóðum við nú uppá enn fjölbreyttari dagskrá.
13.05.2019

Sumarfrístund á Reyðarfirði 2019 - Skráning er hafin

Fjarðabyggð býður í fyrsta skipti upp á sumarfrístund á Reyðarfirði sumarið 2019 sem tilraunarverkefni. Frístundaheimilið (Selið í Grunnskóla Reyðarfjarðar) verður safnstaður sumarfrístundarinnar en þar koma börnin saman á morgnana og verða sótt í hádeginu, nema annað verði auglýst.
10.05.2019

Vorráðstefna Greiningar og ráðgjafastöðvar ríkisins

Hópur starfsmanna Fjarðabyggðar hefur undanfarið setið árlega vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins á Hótel Nordica 9.-10. Maí. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er "Framtíðin er núna ! - Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik"
08.05.2019

Íbúafundur um Landsmót UMFÍ - haldinn 9.maí í Neskaupstað

Íbúafundur um Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri, sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní í sumar, verður haldinn í Neskaupstað fimmtudaginn 9. maí kl. 17:45 í Nesskóla.
03.05.2019

Hvað verður í boði fyrir börn og ungmenni í Fjarðabyggð sumarið 2019 ?

Fjölskyldusvið mun setja á vef sveitarfélagsins allar upplýsingar um Sumarnámskeið í Fjarðabyggð 2019. Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum, ungmennum og/eða öðrum íbúum í Fjarðabyggð upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til Íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið: bjarki.a.oddsson@fjardabyggd.is fyrir 17.maí nk. Námskeiðin munu síðan verða kynnt á heimasíðu Fjarðabyggðar
03.05.2019

Framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn

Hafnar eru framkvæmdir við togarabryggjuna á Norðfirði. Þar verður rekið niður nýtt stálþil og bryggjan færð út að norðanverðu um fimm metra.
30.04.2019

Minningarathöfn um áhöfnina á Hrönn SH 149

Í dag eru 40 ár frá því að vélbáturinn Hrönn SH 149 fórst skammt innan við Vattarnes í Reyðarfirði. Laugardaginn 28. apríl sl. var haldin minningarathöfn á Eskifirði til að minnast þeirra sex sjómanna sem fórust með bátnum.
29.04.2019

Ásmundur Hálfdán þrefaldur evrópumeistari í Keltneskum fangbrögðum

Reyðfirðingurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson varð um helgina þrefaldur evrópumeistari í Keltneskum fangbrögðum á Evrópumótinu sem haldið var í Reykjanesbæ um helgina.
27.04.2019

Íbúafundur um stöðu Norðfjarðarár

Þriðjudaginn 23. apríl var haldinn íbúafundur um stöðu Norðfjarðarár, megin efni fundarins voru niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar sem sýndu að talsverð hnignun hefði orðið á bleikjuveiði í ánni. En síðasta sumar var veiðin í ánni sögulega lág en þá veiddust 531 bleikjur sem er talsvert undir meðaltali fyrir þessa gjöfulu bleikjuá. Fundurinn sem var haldinn í safnaðarheimilinu var vel sóttur enda efni hans mörgum hugleikið enda áin ein af perlum Norðfjarðar og Fjarðabyggðar.
23.04.2019

Enn gerum við gagn - Áheitaganga Jaspis félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Jaspis - félag eldri borgara á Stöðvarfirði - beitir sér fyrir áheitagöngu til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða. Náðst hefur samstaða um verkefnið meðal annarra félaga eldri borgara í Fjarðabyggð. Hið sama gildir um Djúpavogshrepp. Endanlegar gönguleiðir hafa verið ákveðnar í samráði við forsvarsmenn félaganna á svæðunum. Ef vel tekst til verða gengnir ríflega 350 km. Verkefnið er nefnt "Enn gerum við gagn".
23.04.2019

Opinn fundur vegna stöðu Norðfjarðarár

Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20:00 verður haldinn opinn fundur í Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju um stöðu Norðfjarðarár.
15.04.2019

Austfirskir tónsmiðir í Hörpu

Tveir ungir austfirskir tónsmiðir komust inn í Upptaktinn 2019, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Það voru þeir Patryk Edel, 15 ára frá Reyðarfirði og Róbert Nökkvi, 12 ára frá Vopnafirði. Þriðjudaginn 9. apríl voru tónverk þeirra flutt af atvinnutónlistarfólki í Silfurbergi í Hörpu á hátíðlegum tónleikum.
12.04.2019

Grunnskóli Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti

Lið Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti í vikunni.
11.04.2019

Fyrri umræða um ársreikning Fjarðabyggðar 2018

Fimmtudaginn 11. apríl 2019 fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2018. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra.
05.04.2019

Æfing vegna hugsanlegs bruna á svæði Olíudreifingar

Slökkvilið Fjarðabyggðar stóð í vikunni fyrir æfingu til að auðvelda viðbrögð, ef upp kæmi eldur á olíusvæði Olíudreifingar á Reyðarfirði.
04.04.2019

Búfjársamþykkt Fjarðabyggðar

Á 21. fundi landbúnaðarnefndar þann 14. febrúar sl. vann nefndin drög að búfjársamþykkt fyrir sveitarfélagið.
01.04.2019

Nýtingaráætlun fyrir hafsvæði við strendur Fjarðabyggðar

Stýrihópur um gerð Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð lauk störfum í upphafi árs og samþykkti bæjarstjórn nýtingaráætlun á fundi 7. febrúar sl.
29.03.2019

Nesskóli Íslandsmeistari grunnskóla í fjármálalæsi 2019

Nesskóli bar sigur úr býtum Fjármálaleikunum 2019 en um þrjátíu 10.bekkir víðsvegar að af landinu, tóku þátt í leikunum. Tveir nemendur úr Nesskóla, þau Ester Rún Jónsdóttir og Freysteinn Bjarnason munu fara til Brussel í byrjun maí og taka þátt í Evrópukeppninni í fjármálalæsi.
28.03.2019

Undir sama þaki / Brú milli skólastiga 

Leikskólinn Kæribær er staðsettur í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar. Í skólanum eru jafnframt tveir aðrir skólar; Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, auk þess sem bókasafn er staðsett í byggingunni. Hver skóli hefur sinn stjórnanda og er innangengt milli skólanna.
28.03.2019

Efnisnám

Malarvinnsla er umfangsmikil starfsemi í sveitarfélaginu enda er eftirspurn eftir jarðaefnum talsverð vegna framkvæmda á vegum hins opinbera, fyrirtækja sem og einkaaðila. Slíkur iðnaður er því mikilvægur fyrir þróun samfélagsins.
26.03.2019

Fræðslu- og hugmyndafundur í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar

Miðvikudaginn 27. mars verður þjálfurum, stjórnarmönnum og iðkendum sem tengjast íþrótta- og æskulýðsfélögum í Fjarðabyggð boðið á #MeToo fræðslu sem og hugmyndafund í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Austurbrú á Reyðarfirði (Litla Molanum) frá kl. 16:30 til u.þ.b. 19:00.
26.03.2019

Glímukóngur Íslands

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson varði titilinn glímukóngur Íslands um nýliðna helgi.
20.03.2019

Neskaupstaður togarabryggja endurbygging 2019

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar hefur tekið tilboði frá verktakanum Hagtak ehf. Kostnaðaráætlun var kr. 122.148.300.- en samningupphæð samkvæmt tilboði er kr. 108.250.000.-
18.03.2019

Framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga í bókun hennar vegna boðaðrar skerðingar á framlögum í Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga.