26.02.2019
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið sviðstjóra framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hlutast til um hreinsun árfarvegs Borgeyrarár í Mjóafirði, sem hljóp í krapaflóði um liðna helgi, til að varna því að ekki hljótist frekari skemmdir og til að verja mannvirki. Framkvæmdastjóra var einnig falið að leita samstarfs við Viðlagatryggingu og Vegagerðina vegna þessa.