Leikskólinn Dalborg var með heilsudaga í leikskólanum dagana 30. og 31. október. Dagarnir voru ákaflega vel heppnaðir og ríkti mikil ánægja hjá börnum og starfsfólki með þá.
Breiðdalsdagurinn - menningarhátíð í Breiðdal var haldinn laugardaginn 27. október og tókst afar vel. Vel var mætt á afar fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri boðuðu aukagjaldtöku, í formi 10% hækkunar á heildartekjum útgerðar, sem lögð verði á uppsjávarstofna, umfram aðrar tegundir sjávarfangs, í frumvarpi um veiðigjöld sem nú er í meðförum Alþingis.
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022. Áætlað er að seinni umræða fari fram fimmtudaginn 15. nóvember.
Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20:00 verða framkvæmdir við ofanflóðavarnir í Urðarbotnum kynntar á íbúafundi í Nesskóla. Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði, verður á staðnum og kynnir verkefnið ásamt hönnuðum. Allir velkomnir
Dagana 13. - 14. október fór fram ungmennahátíðin Kuldaboli en hátíðin er haldin á vegum Félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar. Eins og vanalega var unglingum úr 8. – 10. bekk af öllu Austurlandi boðið að taka þátt. Það var frábær þátttaka í ár en samtals voru það 300 ungmenni sem mættu og skemmtu sér saman.
Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta skipta þann 24. október 1975. Þann dag lögðu konur niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Af því tilefni hafa konur verið hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:55 í dag undir yfirskriftinni "Breytum ekki konum - Breytum samfélaginu".
Laugardaginn 27. október nk. bjóða Breiðdælingar til sannkallaðrar menningarveislu á Breiðdalsvík. Sett hefur verið saman flott dagskrá þar sem flestir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjarðabyggð veitti nýlega í þriðja sinn umhverfisviðurkenningu, fyrir snyrtilegustu lóð í þéttbýli og lóð fyrirtækis. Afhending viðurkenninga fór fram föstudaginn 19. október í Safnahúsinu í Neskaupstað.
Í síðustu viku voru haldnir þemadagar í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í þeimaviku að þessu sinni var unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum menningu hina ýmsu þjóðlanda. Á fimmtudag var síðan haldið menningarmót.
Laugardaginn 6. október verður Tæknidagur fjölskyldunnar haldin í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Dagskráin að þessu sinni er vegleg og margt um að vera.
Um helgina mun kvintettinn NA5 flytja tónverkið Pétur og Úlfurinn í grunnskólanum á Breiðdalsvík. Um er að ræða samstarfsverkefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og NA5 og er markmiðið að auka menningarlæsi barna á Austurlandi.
Viðgerð á Eskifirði er nú lokið og heitt vatn ætti að vera komið á. Rétt er að benda á að þegar að viðgerð lýkur getur verið nauðsynlegt að hreinsa síur við grindur fyrir heitavatnið. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 470-9000.
Á dögunum áttu Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Björn Hákonarsson forseti bæjarstjórnar og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, auk Valgeirs Ægis Ingólfssonar atvinnu-og þróunarstjóra Fjarðabyggðar fundi í Reykjavík með nokkrum fyrirtækjum og stofnum.
Í tengslum við barna- og ungmennahátíðina BRAS heldur Menningarstofa Fjarðabyggðar Smiðjudaga í skólum Fjarðabyggðar dagana 3. – 7. september. Þar fá börn og ungmenni tækifæri til að kynnast listsköpun í sem víðustu samhengi. Einnig verða haldnir umræðufundir fyrir foreldra um nám gegnum skapandi ferli, og 8. september verður fjölskylduhátíðin BRASILÍA í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.
Karl Óttar Pétursson hefur tekið til starfa sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann mun á næstu dögum fara um hverfi sveitarfélagsins, heimsækja stofnanir þess og starfsmenn, og kynna sér samfélagiðí Fjarðabyggð.
Barna- og ungmenna menningarhátíð verður haldinn í fyrsta skipti á Austurlandi í september. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun að miklu leyti fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi. Einkunnarorð hátíðarinnar er þora, vera, gera og er lögð sérstök áhersla að leyfa börnum að vera þátttakendur í smiðjum ásamt því að njóta listviðburða.