Fara í efni

Fréttir

29.12.2018

Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2018 - Ana Maria Vidal Bouza

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í grunnskólanum í Breiðdal laugardaginn 29. desember. Fyrir valinu varð Ana Maria Vidal Bouza úr Þrótti Neskaupstað.
28.12.2018

Íþróttamenn ársins hjá Val Reyðarfirði og Þrótti Neskaupstað 2018

Þróttur Neskaupstað og Valur Reyðarfirði hafa nú í desember tilnefnt íþróttamenn ársins 2018. Hjá Þrótti varð blakkonan Ana Maria Vidal Bouza fyrir valinu en hjá Val Reyðarfirði var glímukonan Kristín Embla Guðjónsdóttir valin.
27.12.2018

Keppt um Aðalsteinsbikarinn í dag

Fimmtudaginn 27. desember fer keppnin um Aðalsteinsbikarinn, fjórðungsglíma Austurlands, fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Keppni hefst kl. 16:00 og eru allir velkomnir.
22.12.2018

Opnunartími bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar um jól og áramót

Opnunartími á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar um jól og áramót er sem hér segir.
20.12.2018

Kristín Embla og Ásmundur Hálfdán eru glímufólk ársins

Á dögunum valdi Glímusamband Íslands glímufólk ársins 2018. Það voru þau Kristín Embla Guðjónsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, bæði úr Val Reyðarfirði, sem urðu fyrir valinu í ár.
17.12.2018

Fundur bæjarráðs með framkvæmdastjóra Krónunnar

Mánudaginn 17. desember fundaði bæjarráð Fjarðabyggðar með Grétu Maríu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Krónunnar. Á fundinum var rætt um starfsemi verslunar Krónunnar á Reyðarfirði og áform um eflingu hennar.
10.12.2018

Skrifað undir samning um viðbyggingu við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði

Föstudaginn 7. desember var skrifað undir verksamning við Launafl vegna viðbyggingar við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði.
04.12.2018

Fyrstu tónleikar nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands

Laugardaginn 1. desember fóru fram fyrstu tónleikar nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tónleikarnir voru vel sóttir og afar vel heppnaðir.
03.12.2018

Mengunarvarnaræfing við Mjóeyrarhöfn

Þann 20. nóvember sl. stóðu Fjarðabyggðarhafnir fyrir mengunarvarnaræfingu við Mjóeyrarhöfn, þar sem æfð var notkun á flotgirðingu.
30.11.2018

Ályktun bæjarráðs Fjarðabyggðar um jöfnun húshitunarkostnaðar

Á 590. fundi bæjarráðs Fjarðbyggðar þann 27. nóvember sl. var samþykkt að skora á stjórnvöld að ganga þegar í stað í að jafna húshitunarkostnað á Íslandi.
28.11.2018

Breyttur opnunartími á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar

Frá og með 1.desember 2018 breytist opnunartími á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar. Opið verður virka daga milli kl. 10:00 - 16:00.
27.11.2018

Rafmagnslaust á Reyðarfirði

Vegna bilunar er rafmagnslaust í nokkrum hverfum á Reyðarfirði. Um er að ræða Efstagerði, og hluta af Hæðargerði og Heiðarvegi. Unnið er að viðgerð.
26.11.2018

Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands 1. desember

Laugardaginn 1. desember nk. heldur nýstofnuð Sinfóníhljómsveit Austurlands hátíðartónleika í Tónlistarmiðstöðinni á Eskfirði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis.
23.11.2018

Fjarðabyggð mætir Grindavík í kvöld

Fjarðabyggð mætir Grindavík í Útsvari í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45 í kvöld.
23.11.2018

Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna í Fjarðabyggð sem fædd eru 2016 og 2017

Fjarðabyggð, barnavernd Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnun Austurlands bjóða foreldrum barna sem fædd eru 2016 og 2017 í Fjarðabyggð á fræðslunámskeið í næstu viku.
23.11.2018

Jólamarkaður Dalahallarinnar 2018

Jólamarkaður Dalahallarinnar var haldinn sunnudaginn 18. nóvember sl., en hann er orðin að árlegu upphafi jólanna hér í Fjarðabyggð.
21.11.2018

Jákvæða Fjarðabyggð - Fyrirlestrar um jákvæðni, samskipti og hugarfar

Heilsueflandi Fjarðabyggð býður öllum á opna fyrirlestra um jákvæðni, samskipti og hugarfar fimmtudaginn 22. nóvember.
21.11.2018

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð

Hefð er komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar Kvenfélagsins Nönnu, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.
16.11.2018

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað 2019

Í dag var ritaði undir samstarfsamning þess efnis að Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið í Neskaupstað árið 2019.
14.11.2018

Pönktónleikarnir Orientum Im Culus í Neskaupstað 17. nóvember

Pönktónleikarnir Orientum Im Culus verða haldnir í Egilsbúð í Neskaupstað laugardaginn 17. nóvember og hefjast þeir kl. 20:00
08.11.2018

Heilsudagar á Leikskólanum Dalborg

Leikskólinn Dalborg var með heilsudaga í leikskólanum dagana 30. og 31. október. Dagarnir voru ákaflega vel heppnaðir og ríkti mikil ánægja hjá börnum og starfsfólki með þá.
05.11.2018

Vatnstruflanir á Fáskrúðsfirði í dag

Truflanir verða á vatnsrennsli á Fáskrúðsfirði frá kl. 13:30 í dag og eitthvað frameftir degi. Unnið er að því að tengja dælu við vatnsveitu.
04.11.2018

Bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna lokunar verslunar Húsasmiðjunnar á Reyðarfirði.

Á 256. fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar þann 1. nóvember var ákvörðun stjórnar Húsasmiðjunar um lokun verslunar á Reyðarfirði mótmælt harðlega.
03.11.2018

Vel heppnaður Breiðdalsdagur

Breiðdalsdagurinn - menningarhátíð í Breiðdal var haldinn laugardaginn 27. október og tókst afar vel. Vel var mætt á afar fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
02.11.2018

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um frumvarp til veiðigjalda.

Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri boðuðu aukagjaldtöku, í formi 10% hækkunar á heildartekjum útgerðar, sem lögð verði á uppsjávarstofna, umfram aðrar tegundir sjávarfangs, í frumvarpi um veiðigjöld sem nú er í meðförum Alþingis.
01.11.2018

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2019

Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2020-2022. Áætlað er að seinni umræða fari fram fimmtudaginn 15. nóvember.
01.11.2018

Ertu með góða hugmynd? - Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Umsóknarfrestur er til 12 á hádegi þann 30. nóvember 2018.
30.10.2018

Íbúafundur í Neskaupstað um ofanflóðavarnir neðan Urðarbotna

Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20:00 verða framkvæmdir við ofanflóðavarnir í Urðarbotnum kynntar á íbúafundi í Nesskóla. Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði, verður á staðnum og kynnir verkefnið ásamt hönnuðum. Allir velkomnir
30.10.2018

Kuldaboli 2018

Dagana 13. - 14. október fór fram ungmennahátíðin Kuldaboli en hátíðin er haldin á vegum Félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar. Eins og vanalega var unglingum úr 8. – 10. bekk af öllu Austurlandi boðið að taka þátt. Það var frábær þátttaka í ár en samtals voru það 300 ungmenni sem mættu og skemmtu sér saman.
24.10.2018

Kvennafrídagurinn 24. október

Kvennafrídagurinn var haldinn í fyrsta skipta þann 24. október 1975. Þann dag lögðu konur niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Af því tilefni hafa konur verið hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:55 í dag undir yfirskriftinni "Breytum ekki konum - Breytum samfélaginu".