Fara í efni
12.04.2019 Fréttir

Grunnskóli Reyðarfjarðar sigraði Austurlandsriðil Skólahreysti

Deildu

Frábær árangur hjá krökkunum eftir spennandi keppni en fyrir lokaumferðina, hina frægu hraðabraut, var skólinn í öðru sæti. Það voru því mikil gleðilæti sem brutust út hjá litríku og samheldnu stuðningsliði á pöllunum þegar úrslitin voru kunngerð.

Í liði Grunnskóla Reyðarfjarðar eru Auður Rós Þormóðsdóttir, Bragi Halldór Hólmgrímsson, Perla Sól Sverrisdóttir og Ólafur Jónsson. Varamenn voru þau Ásdís Iða Hinriksdóttir og Kjartan Mar Garski Ketilsson.

Þrotlausar æfingar í vetur, undir styrkri stjórn Önnu Mariu Skrodzka Peta, íþróttakennara, skiluðu sannarlega góðum árangri.

Til hamingju öll!