Svokallað "Plokk" hefur undanfarið átt æ meiri vinsældum að fagna. Með "plokki" er átt við að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað.
Framkvæmdir við Stefánslaug á Norðfirði hafa nú staðið yfir í nokkrar vikur og hafa þær gengið vel. Iðnaðarmenn og starfsmenn hafa undanfarið unni að krafti við að að sinna margvíslegum verkefnum í sundlauginni.
Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Djúpivogur, Borgarfjörður Eystri, Fljótsdalshreppur og Breiðdalshreppur hafa gert með sér sérstakan samning um almenningssamgöngur á Austurlandi, þ.e. samning varðandi umgjörð, verkefni og rekstur Strætisvagna Austurlands (SvAust).
Mánudaginn 12. mars buðu bæjarráð og bæjarstjóri Fjarðabyggðar til móttöku í Safnahúsinu í Neskaupstað til að taka á móti flóttafólki sem komu til Fjarðabyggðar í byrjun mars.
Kvennalið Þróttar Neskaupstað í blaki á möguleika á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið mætir Aftureldingu í þriðja leik liðana í úrslitaeinvíginu um titlinn. Leikið verður í Íþróttahúsinu í Neskaupstað og hefst leikurinn kl. 20:00
Dagana 12. og 17. apríl býður Rauði krossinn íbúum Fjarðabyggðar á fræðslunámskeið um aðstæður flóttafólks og þann stuðning sem flóttafólk fær á Íslandi.
Íbúar Fjarðabyggðar og Breiðdalsvíkur samþykktu með mjög afgerandi hætti, sameiningu sveitarfélaganna í kosningu laugardaginn 24.mars. Tæp 87% sögðu já í Fjarðabyggð en 85% í Breiðdalshreppi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað til stórsóknar í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum þar sem áherslan er á friðlýst svæði og fjölgun ferðamannastaða. Fjarðabyggð sótti um fjárveitingu í fimm verkefni sl. haust.
Kynningarfundur vegna undirbúnings nýtingaráætlunar fyrir haf- og strandsvæði Fjarðabyggðar verður haldinn mánudaginn 26. mars kl. 20:00 í Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Hundraðasta og áttunda Íslandsglíman fór fram í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík í dag. Reyðfirðingarnir Kristín Embla Guðjónsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson báru sigur úr bítum í dag og voru krýnd glímudrottning og glímukóngur Íslands.
Laugardaginn 24. mars 2018 verður kosið um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Samstarfsnefnd á vegum sveitarfélaganna hefur undanfarið undirbúið tillögu að sameiningu, safnað upplýsingum og byggt upp áætlanir sem fela í sér hvað gerast muni, verði sameining samþykkt.
Ársreikningur Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar þann 22. mars 2018, en fyrir liggur ársreikningurinn samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Áætlað er að síðari umræða um ársreikninginn fari fram fimmtudaginn 5.apríl nk, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn.
Laugardaginn 24. mars nk. fara fram kosningar um tillögu samstarfsnefndar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Ef í báðum sveitarfélögum reynast fleiri kjósendur fylgjandi sameiningu en andvígir telst hún samþykkt og tekur hún þá gildi 10. júní 2018 eftir staðfestingu ráðuneytis sveita-stjórnarmála.
Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í ár er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli.
Í hádeginu í dag, 16. mars, milli 12:30-13:00 verður hin árlega dansbyltingin UN Women "Milljarður rís" haldinn í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Í ár er viðburðurinn (á Íslandi) tileinkaður konum af erlendum uppruna sem hafa þurft að þola margþætta mismunun og ofbeldi.
Þróttur varð bikarmeistari kvenna í blaki um helgina er liðið vann HK í úrslitaleik. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttara en leikið var í Digranesi, á heimavelli HK.
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, Sigga Dögg, verður með fyrirlestur í Grunnskóla Reyðarfjarðar mánudaginn 12. mars kl. 20:00. Fyrirlesturinn nefnist "Kjaftan um kynlíf" og er fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga.
Fimmtudaginn 8. mars kl. 17:30 sýnir leikhópurinn Lotta Galdrakarlinn í OZ í Egilsbúð í Neskaupstað. Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af geislaplötum á fjöldamörgum heimilum.