Fara í efni
23.10.2018 Fréttir

Framkvæmdir við nýjan hafnarkant við Norðfjarðarhöfn

Deildu

Fjarðabyggðahafnir hafa með landfyllingum búið til athafnasvæði í Norðfjarðarhöfn og nú er verið að vinna að nýjum hafnarkanti og þekju þar. Nú er unnið að þvi að steypa kantbita ofan á stálþil og þekju þar fyrir innan.

Það er fyrirtækið Nestak ehf. í Neskaupstað sem sér um verkið, en skrifað var undir verksamning við þá í september. Siglingasvið Vegagerðarinnar sá um verkfræðihönnun en Efla sinnir verkeftirliti á svæðinu.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í desember á þessu ári.