Fara í efni

Fréttir

09.01.2018

Vatnslaust á Fáskrúðsfirði frá kl. 16:00

Vegna viðgerða verður verður vatnið tekið af íbúabyggð á Fáskrúðsfirði uppúr kl. 16:00 í dag. Gert er ráð fyrri að viðgerðin taki um 60 mínútur. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
08.01.2018

Flokkun á lífrænum úrgangi

Á næstu vikum er loks komið að því að íbúar Fjarðabyggðar geti farið að flokka lífrænan úrgang frá almennum úrgangi.
07.01.2018

Hláka og vatnsveður framundan

Seinni partinn í dag og kvöld hefur hlýnað talsvert í veðri og því hefur fylgt talsverð rigning. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og úrkomu næstu daga.
05.01.2018

Myndarleg gjöf til Jólasjóðs Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps

Nú fyrir jólin lét Þórhallur Þorvaldsson tónlistarmaður á Eskifirði ágóðan af útgáfutónleikum sínum renna til Jólasjóðs Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
02.01.2018

Öflug starfsemi félag eldri borgara á Stöðvarfirði

Starfsemi Jaspis, félags eldri borgara á Stöðvarfirði, hefur verið blómleg í vetur. Félagið hefur séð um starfsemi í húsi félagsins á Stöðvarfirði sem áður hýsti leikskólan Balaborg.
30.12.2017

María Rún Karlsdóttir er íþróttamaður Fjarðabyggðar 2017

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Stöðvarfjarðarskóla föstudaginn 29. desember. Fyrir valinu varð María Rún Karlsdóttir úr Þrótti Neskaupstað.
28.12.2017

Ásmundur Hálfdán íþróttamaður Vals árið 2017

Glímukappinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson var í gær valinn íþróttamaður Vals árið 2017.
23.12.2017

Gleðileg jól!

Fjarðabyggð sendir íbúum sveitarfélagsins og Austfirðingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
21.12.2017

Góður árangur af samstarfi Fjarðabyggðar og Eldvarnabandalagsins

Samstarf Eldvarnabandalagsins og Fjarðabyggðar hefur orðið til þess að efla eldvarnir bæði í stofnunum sveitarfélagsins og á heimilum starfsmanna að mati Guðmundar Helga Sigfússonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Samstarf aðila um auknar eldvarnir hófst á síðasta ári og lauk nýverið með gerð árangursmats og sameiginlegrar greinargerðar um hvernig til tókst.
19.12.2017

Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði

Þessa dagana er unnið að breytingum í Félagslundi á Reyðarfirði en þar mun ein deild frá Leikskólanum Lyngholti hafa aðsetur frá áramótum.
18.12.2017

Opununartími íþróttamiðstöðva yfir hátíðarnar

Opununartími sundlauga og íþróttamiðstöðva í Fjarðabyggð yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
16.12.2017

Nýtingaráætlun haf- og strandsvæða í Fjarðabyggð mun taka tillit til núverandi atvinnustarfsemi

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 14. desember sl. var samþykkt að stofnaður yrði stýrihópur um nýtingu á haf og strandsvæðum í Fjarðabyggð.
15.12.2017

Árleg jólaheimsókn bæjarstjóra

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, hefur í vikunni, ferðast á milli stofnana í sveitarfélaginu og fært starfsmönnum jólagjöf frá Fjarðabyggð.
15.12.2017

Góðgerðarvika félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

Í vikunni stendur yfir Góðgerðarvika Félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar, en tólf piparkökuhús standa til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði.
13.12.2017

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var haldin fimmtudaginn 23. nóvember s.l. Söngleikurinn Grease varð fyrir valinu að þessu sinni og tóku nánast allir nemendur þátt í sýningunni.
11.12.2017

Rafmagnsleysi í stutta stund á Stöðvarfirði

Vegna bilanaleitar og tenginga verður stutt rafmagnsleysi í dag mánudag um kl. 13:00, í innbæ Stöðvarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
08.12.2017

Fjárhagsáætlun 2018 samþykkt

Á bæjarstjórnarfundi þann 30. nóvember sl. fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 og var hún samþykkt samhljóða.
08.12.2017

Félagar í KórRey taka þátt í jólalagakeppni

Kvartet skipaður félögum í Kór Reyðarfjarðarkirkju (KórRey) syngja lag Reyðfirðingsins Jóhönnu Seljan Þóroddsdóttur í jólalagkeppni Rásar 2 í ár.
07.12.2017

Snjómokstur á Eskifirði

Snjómokstur á Eskifirði gengur hægt þessa stundina vegna bilunar í tækjum.
07.12.2017

Ljósin tendruð á jólatrjánum

Um helgina var kveikt á ljósunum á jólatrjám Fjarðabyggðar í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.
06.12.2017

Vatnslaust á Reyðarfirði í kvöld

Vatnslaust verður á Reyðarfirði á svæðinu frá Brekkugötu að Öldugötu frá kl. 20:00 í kvöld og fram eftir kvöldi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
01.12.2017

Dagur reykskynjarans er í dag – eru þínir í lagi?

Dagur reykskynjarans er í dag, 1. desember, og af því tilefni hvetur Eldvarnabandalagið alla til að prófa reykskynjarana á heimilinu og skipta um rafhlöður eftir þörfum. Sé enginn eða aðeins einn reykskynjari á heimilinu er ágætt tilefni til þess nú í byrjun aðventu að fjölga reykskynjurum og auka þannig öryggi heimilisfólks.
30.11.2017

Hrunhætta af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

Mikill snjór hefur undanfarið safnast fyrir á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar og nú þegar hlánar er hætta á að snjórinn renni niður af þakinu. Mest er hrun hættan sunnan meginn á höllinni, þ.e. þar sem gatan liggur meðfram henni.
29.11.2017

Breyttur opnunartími í Sundlaug Eskifjarðar

Opnunartími Sundlaugarinnar um helgar yfir vetrartímann mun breytast frá og með 1. desember. Nýi opnunartíminn er frá kl. 11:00 til kl. 16:00 en gamli opnunartíminn var frá kl. 13:00 til 18:00.
27.11.2017

Rafmagnsleysi á Stöðvarfirði

Rafmagnstruflanir verða á Stöðvarfirði þriðjudaginn 28. nóvember frá kl. 9:30 til kl. 16:00 vegna tengivinnu. Rafmagnslaust verður innan kauptúns, í bræðslu, rafstöð og Kambanesi allan tímann.
27.11.2017

Æfing slökkviliðs Fjarðabyggðar á Fáskrúðsfirði

Slökkvilið Fjarðabyggðar mun á næstunni verða með æfingu í gömlu sjóhúsi við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Talsverður viðbúnaður verður á svæðinu og er fólk beðið að láta sér ekki bregða þrátt fyrir að blá blikkandi ljós og reyk á svæðinu við húsið.
24.11.2017

Slæm veðurspá - föstudagur 24. nóvember

Gangi veðurspá eftir er óvíst að hægt verði að halda götum í Fjarðabyggð opnum þegar líður á daginn. Íbúar eru beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu.
24.11.2017

Nýr framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna og nýr atvinnu- og þróunarstjóri

Hákon Ásgrímsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna og Valgeir Ægir Ingólfsson hefur verið ráðinn nýr atvinnu- og þróunarstjóri Fjarðabyggðar.
22.11.2017

9. bekkur Nesskóla sýnir Bangsímon

9. bekkur Nesskóla sýnir um þessar mundir leikritið Bangsímon í Egilsbúð. Alls verða þrjár sýningar í dag og á morgun.