Milljarður rís er einn stærsti viðburður í heimi og hefur verið haldinn árlega á Íslandi síðan 2012 í samvinnu við Sónar. Sameinast Íslendingar þá fólki í yfir 200 löndum að dansa fyrir hugrökkum konum um allan heim sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi.
Það eru nemendur og kennarar í Verkmenntaskóla Austurlands sem standa fyrir viðburðinum í Neskaupstað í dag en hann er öllum opinn og er fólk hvatt til að mæta og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Það er enginn skylda að dansa þó mætt sé á staðinn.