Fara í efni
10.04.2018 Fréttir

Þróttur Neskaupstað í úrslit í blakinu

Deildu

Leikurinn í Neskaupstað í gær var þriðji leikurinn í undanúrslitaeinvíginu en fyrir leikinn í gær höfðu Þróttastúlkur sigrað tvo leiki en HK einn. Það var því ljóst fyrir leikinn að sigur myndi tryggja Þrótti sæti í úrslita einvíginu gegn Aftureldingu. Leikurinn í gær var spennandi og vel leikinn af beggja hálfu en Þróttur var sterkari aðilinn og hafði að lokum sigur með því að sigra þrjár hrinur gegn einni hjá HK. Stigahæst í leiknum í gær var Paula Del Olmo Gomez leikmaður Þróttar með 16 stig.

Fyrsta viðureign Þróttar og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Neskaupstað mánudaginn 16. apríl kl. 20.