17.10.2017
Vegna línuvinnu hjá Landsneti er framleitt rafmagn fyrir Norðfjörð með díselvélum til kl.18:00 í dag. Raforkunotendur á Norðfirði eru því beðnir um að slökkva á ónauðsynlegri kyndingu, þurrkurum og þvottavélum, til að komast megi hjá skömmtun á rafmagni. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar gefur svæðisvakt RARIK á Austurlandi í síma 528 9790.