Fara í efni

Fréttir

19.10.2017

Útsvar hefst að nýju - Fjarðabyggð - Kópavogur

Líkt og sól að morgni hefur Útsvar göngu sína að hausti. Okkar fólk mætir Kópavogi föstudaginn 20.október kl. 20:00.
18.10.2017

Umfjöllun um Fjarðabyggðarhafnir í þættinum Hafnir Íslands

Sjónvarpsstöðin Hringbraut sýndi í síðustu viku þátt um Fjarðabyggðarhafnir. Þátturinn var hluti af þáttaröðinni Hafnir Íslands sem sýndur er á Hringbraut í haust.
17.10.2017

Íbúafundur í Neskaupstað

Fimmtudaginn 19. október kl. 20 verður haldinn íbúafundur í sal Nesskóla í Neskaupstað.
17.10.2017

Rafmagnsskömmtun á Norðfirði

Vegna línuvinnu hjá Landsneti er framleitt rafmagn fyrir Norðfjörð með díselvélum til kl.18:00 í dag. Raforkunotendur á Norðfirði eru því beðnir um að slökkva á ónauðsynlegri kyndingu, þurrkurum og þvottavélum, til að komast megi hjá skömmtun á rafmagni. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar gefur svæðisvakt RARIK á Austurlandi í síma 528 9790.
17.10.2017

Kuldaboli 2017

Dagana 14.-15. október fór fram ungmennahátíðin Kuldaboli. Eins og vanalega var unglingum úr 8. – 10. bekk af öllu Austurlandi boðið að taka þátt.
16.10.2017

Bleikur dagur í Fjarðabyggð

Á föstudaginn var Bleiki dagurinn haldinn um allt land en hann er liður í því að vekja athygli á "Bleiku slaufunni" átaksverkefni Krabbameinsfélags Íslands um baráttu gegn krabbmeinum hjá konum.
12.10.2017

Umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar 2017 afhent

Umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar voru veitt í annað sinn á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði í dag. Viðurkenningar voru veittar í þremur flokkum; fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð og snyrtilegustu fyrirtækjalóð. Óskað var eftir tilnefningum frá íbúum í Fjarðabyggð og bárust alls 11 tilnefningar á öllum flokkum.
11.10.2017

Vel heppnaður Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands á laugardaginn. Fjöldi manns lagði leið sína í Neskaupstað til að kynna sér það helsta sem Austurland hefur upp á að bjóða á sviði tækni, vísinda, nýsköpunar, verkmennta og þróunar.
10.10.2017

Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2017

Fimmtudaginn 12. október klukkan 12:00 verða umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar veittar og fer athöfnin fram í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði.
10.10.2017

Hunda- og kattahreinsun í Fjarðabyggð

Hunda- og kattahreinsun fer fram í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar sem hér segir:
09.10.2017

Viðtalstímar bæjarstjóra í byggðakjörnum Fjarðabyggðar

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, verður á næstu dögum með viðtalstíma í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.
07.10.2017

Tæknidagur fjölskyldunnar er í dag

Klukkan 12:00 í dag verður Tæknidagur fjölskyldunnar haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Dagskráinn að þessu sinni er vegleg og margt um að vera.
06.10.2017

Starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna laust til umsóknar

Fjarðabyggð leitar að öflugum aðila í starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna.
03.10.2017

Opið hús í leikskólanum Lyngholti í dag

Í dag, 3. október, fagnar leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði 40 ára afmæli. Af því tilefni verður gestum og gangandi boðið í heimsókn á Lyngholt í dag milli kl. 14 og 16.
29.09.2017

Vel sóttur fyrirlestur Dr. Janusar Guðlaugssonar

Fjölmargir sóttu fyrirlesturinn Fjölþætt heilsuefling í sveitarfélögum - Leið að farsælum efri árum sem haldinn var í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði fimmtudaginn 28. september. Fyrirlesari var Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur.
28.09.2017

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna

Talsverð úrkoma og vatnavextir hafa verið á Austurlandi undanfarinn sólahring. Gert er ráð fyrir áframhaldandi úrkomu á morgun og vegna þessa hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Austurland lýst yfir óvissustigi almannavarna.
28.09.2017

Uppskeruhátíð Art Attack í Neskaupstað

Í sumar hefur mikið verið um að vera á vegum verkefnisins Art Attack í Neskaupstað. Fjölmargir listamenn hafa komið til Neskaupstaðar á vegum verkefnisins frá ýmsum löndum, allt frá Hawaii til Finnlands, og hafa svo sannarlega sett svip sinn á bæinn og bæjarlífið.
25.09.2017

Aldrei of seint að byrja - Erindi um líkams- og heilsurækt eldri bogara

Fimmtudaginn 28. september kl. 17:00 mun Dr. Janus Guðlaugsson flytja erindi um líkams- og heilsurækt eldri borgara í Kirkju- og mennignarmiðstöðinni á Eskifirði.
21.09.2017

Framkvæmdir við stífluna í Búðará

Þeir sem lagt hafa leið sína upp að stíflunni í Búðará undanfarið hafa væntanlega orðið varir við að talsverðar framkvæmdir standa nú yfir við stífluna. Þar er nú unnið að því steypa stífluna upp og lagfæra hana.
20.09.2017

Vel heppnuð vígsla snjóflóðamannvirkja í Neskaupstað

Í gær fór fram formleg vígsla á snjóflóðavarnarmannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Um 150 manns mættu í minningarreitin um snjóflóðin í Neskaupstað þar sem athöfnin fór fram í blíðskaparveðri.
18.09.2017

Vígsla snjóflóðavarnarmannvirkja í Tröllagili í Neskaupstað

Þriðjudaginn 19. september fer fram formleg vígsla á Snjóflóðavarnamannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Vígslan fer fram við minningarreitin um snjóflóðið í Neskaupstað og hefst kl. 16:00.
18.09.2017

Vatnslaust við Hafnargötu á Eskifirði

Vegna bilunar verður vatnslaust í og við Hafnargötu á Eskifirði eitthvað fram yfir hádegi. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
18.09.2017

Sendiherra Japan í heimsókn

Á dögunum heimsótti sendiherra Japan á Íslandi, Yasuhiko Kitagawa, Fjarðabyggð og átti fund með Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
12.09.2017

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um fiskeldismál í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði á fundi 11. september um fiskeldismál í sveitarfélaginu þar sem hún skorar á Hafrannsóknarstofnun og hagsmunaaðila að tryggja fjármagn til rannsókna á Breiðdalsá.
06.09.2017

Anna Hallgrímsdóttir 100 ára

Anna Hallgrímsdóttir frá Helgustöðum í Helgustaðahrepp varð 100 ára þann 7. ágúst sl. Í tilefni af þessum tímamótum heimsóttu Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri Önnu á heimili hennar á Hulduhlíð á Eskifirði á dögunum.
01.09.2017

Fundur með stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Bæjarráð Fjarðabyggðar og bæjarstjóri funduðu í dag með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundað var í blíðaskapar veðri í Randulffssjóhúsi á Eskifirði.
31.08.2017

7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði

Miðvikudaginn 30. ágúst sl. sigldu um 60 nemdemdur 7. bekkja í Fjarðabyggð frá Norðfirði til Mjóafjarðar í bíðskapar veðri.
31.08.2017

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar vegna verðfalls afurða

Á síðasta fundi sínum þann 28. ágúst sl. lýsti bæjarráð Fjarðabyggðar yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar i kjölfar lækkana á afurðarverði sem boðaðar eru á þessu hausti.
30.08.2017

Rafmagnsleysi á Stöðvarfirði í dag.

Vegna endurbóta á bæjarkerfi verður rafmagnið tekið af hluta Stöðvarfjarðar milli 10 og 16 í dag.
25.08.2017

Sameiginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.

Frá og með haustinu 2017 verður sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð. Fyrirmyndin af verkefninu er sótt til Akureyrar en þar hefur verið sameiginlegur matseðill í leik-og grunnskólum frá árinu 2012 og hefur það gefist afskaplega vel.