Fara í efni
05.01.2018 Fréttir

Myndarleg gjöf til Jólasjóðs Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps

Deildu

Í haust gaf Þórhallur út geisladiskinn "Vindum, vindum" þar sem Þórhallur flytur eigin lög ásamt félögum sínum. Í tilefni af útkomu disksins voru haldnir útgáfutónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði sunnudaginn 15. október. Tónleikarnir voru ákaflega vel sóttir og fóru vel fram í hvívetna.

Þórhallur hafði ákveðið að allur ágóði af tónleikunum ætti að renna til góðs málefnis í heimabyggð og nú í desember afhenti hann Jólasjóð Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps 190 þúsund krónur.