Forstöðumaður þjónustu og framkvæmdamiðstöðvar er Sigurður Jóhannes Jónsson en með honum starfa þrír stjórnendur þeir, Gunnar Ásgeir Karlsson, Ari Sigursteinsson og Helga Björk Einarsdóttir. Gunnar og Ari annast verkstjórn á höfnum og þjónustumiðstöðvum og Helga annast verkstjórn umhverfis- og fegrunarmála. Alls starfa 20 manns við þjónustu hafna og þjónustumiðstöðva. Þorsteinn Guðjónsson fyrrverandi bæjarverkstjóri á Norðfirði hefur tekið við starfi forstöðumanns á Veitusviði sveitarfélagsins.
Markmið ársins 2018 er að samræma starfsemi starfsstöðva og bæta nýtingu húsnæðis, búnaðar og tækja. Stefnt er að því að starfsstöðvar verði sameiginlegar og starfsmenn sem í dag starfa á höfnum og þjónustumiðstöðvum muni hafa sameiginlega starfsstöð.
Markmiðið þessara breytinga er að byggja upp enn öflugri og árangursríkari starfsemi sem mun áfram veita góða og öfluga þjónustu. Breytingarnar hafa ekki í för með sér skerðingu á þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Þeir sem þurfa að hafa samband við þjónustu- og framkvæmdamiðstöð er bent á að hafa samband í 470-9000.
Ef erindið er brýnt og má ekki bíða næsta dags er alltaf hægt að fá samband í gegnum 470-9000 í bakvaktasíma sveitarfélagsins eftir lokun skiptiborðs.