Fara í efni
10.01.2018 Fréttir

Heimsóknir til íbúa vegna innleiðingar á Brúnu tunnunni

Deildu

Markmiðið með heimsóknunum er að kynna framkvæmd verksins og hvernig nota á Brúnu tunnuna. Einnig gefst tækifæri til að fræðast um mikilvægi endurvinnslu og flokkunar.

Starfsmenn Íslenska Gámafélagsins munu hefjast handa kl. 16:00 í dag á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Næstu daga verður síðan haldið áfram og aðrir byggðakjarnar Fjarðabyggðar heimsóttir. Áætlað er að á laugardaginn verði búið að ganga í öll hús í Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.