Starfsmenn á skrifstofum Fjarðabyggðar ætla að taka virkan þátt í Lífshlaupinu í ár eins og þeir hafa gert undanfarinn ár. Að þessu sinni verður hinsvegar ekki keppt innbyrðis meðal starfsfólks skrifstofunar heldur var ákveðið að keppa við starfsmenn á skrifstofum Fljótsdalshéraðs og kanna hvor vinnustaðurinn hefði betur.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skrá sig til leiks í Lífshlaupinu en hægt er að fá allar nánari upplýsingar um það inná www.lifshlaupid.is