Fara í efni

Fréttir

06.10.2017

Starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna laust til umsóknar

Fjarðabyggð leitar að öflugum aðila í starf framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna.
03.10.2017

Opið hús í leikskólanum Lyngholti í dag

Í dag, 3. október, fagnar leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði 40 ára afmæli. Af því tilefni verður gestum og gangandi boðið í heimsókn á Lyngholt í dag milli kl. 14 og 16.
29.09.2017

Vel sóttur fyrirlestur Dr. Janusar Guðlaugssonar

Fjölmargir sóttu fyrirlesturinn Fjölþætt heilsuefling í sveitarfélögum - Leið að farsælum efri árum sem haldinn var í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði fimmtudaginn 28. september. Fyrirlesari var Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur.
28.09.2017

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna

Talsverð úrkoma og vatnavextir hafa verið á Austurlandi undanfarinn sólahring. Gert er ráð fyrir áframhaldandi úrkomu á morgun og vegna þessa hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Austurland lýst yfir óvissustigi almannavarna.
28.09.2017

Uppskeruhátíð Art Attack í Neskaupstað

Í sumar hefur mikið verið um að vera á vegum verkefnisins Art Attack í Neskaupstað. Fjölmargir listamenn hafa komið til Neskaupstaðar á vegum verkefnisins frá ýmsum löndum, allt frá Hawaii til Finnlands, og hafa svo sannarlega sett svip sinn á bæinn og bæjarlífið.
25.09.2017

Aldrei of seint að byrja - Erindi um líkams- og heilsurækt eldri bogara

Fimmtudaginn 28. september kl. 17:00 mun Dr. Janus Guðlaugsson flytja erindi um líkams- og heilsurækt eldri borgara í Kirkju- og mennignarmiðstöðinni á Eskifirði.
21.09.2017

Framkvæmdir við stífluna í Búðará

Þeir sem lagt hafa leið sína upp að stíflunni í Búðará undanfarið hafa væntanlega orðið varir við að talsverðar framkvæmdir standa nú yfir við stífluna. Þar er nú unnið að því steypa stífluna upp og lagfæra hana.
20.09.2017

Vel heppnuð vígsla snjóflóðamannvirkja í Neskaupstað

Í gær fór fram formleg vígsla á snjóflóðavarnarmannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Um 150 manns mættu í minningarreitin um snjóflóðin í Neskaupstað þar sem athöfnin fór fram í blíðskaparveðri.
18.09.2017

Vígsla snjóflóðavarnarmannvirkja í Tröllagili í Neskaupstað

Þriðjudaginn 19. september fer fram formleg vígsla á Snjóflóðavarnamannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Vígslan fer fram við minningarreitin um snjóflóðið í Neskaupstað og hefst kl. 16:00.
18.09.2017

Vatnslaust við Hafnargötu á Eskifirði

Vegna bilunar verður vatnslaust í og við Hafnargötu á Eskifirði eitthvað fram yfir hádegi. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
18.09.2017

Sendiherra Japan í heimsókn

Á dögunum heimsótti sendiherra Japan á Íslandi, Yasuhiko Kitagawa, Fjarðabyggð og átti fund með Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
12.09.2017

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um fiskeldismál í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði á fundi 11. september um fiskeldismál í sveitarfélaginu þar sem hún skorar á Hafrannsóknarstofnun og hagsmunaaðila að tryggja fjármagn til rannsókna á Breiðdalsá.
06.09.2017

Anna Hallgrímsdóttir 100 ára

Anna Hallgrímsdóttir frá Helgustöðum í Helgustaðahrepp varð 100 ára þann 7. ágúst sl. Í tilefni af þessum tímamótum heimsóttu Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri Önnu á heimili hennar á Hulduhlíð á Eskifirði á dögunum.
01.09.2017

Fundur með stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Bæjarráð Fjarðabyggðar og bæjarstjóri funduðu í dag með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundað var í blíðaskapar veðri í Randulffssjóhúsi á Eskifirði.
31.08.2017

7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði

Miðvikudaginn 30. ágúst sl. sigldu um 60 nemdemdur 7. bekkja í Fjarðabyggð frá Norðfirði til Mjóafjarðar í bíðskapar veðri.
31.08.2017

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar vegna verðfalls afurða

Á síðasta fundi sínum þann 28. ágúst sl. lýsti bæjarráð Fjarðabyggðar yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar i kjölfar lækkana á afurðarverði sem boðaðar eru á þessu hausti.
30.08.2017

Rafmagnsleysi á Stöðvarfirði í dag.

Vegna endurbóta á bæjarkerfi verður rafmagnið tekið af hluta Stöðvarfjarðar milli 10 og 16 í dag.
25.08.2017

Sameiginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.

Frá og með haustinu 2017 verður sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð. Fyrirmyndin af verkefninu er sótt til Akureyrar en þar hefur verið sameiginlegur matseðill í leik-og grunnskólum frá árinu 2012 og hefur það gefist afskaplega vel.
25.08.2017

Tafir á sorphirðu við Skólaveg á Fáskrúðsfirði

Vegna framkvæmda gæti orðið einhver röskun á sorphirðu við Skólaveg á Fáskrúðsfirði
21.08.2017

Fjölmenni við opnun Norðfjarðarflugvallar

Mikið var um dýrðir þegar Norðfjarðarflugvöllur var opnaður á ný í gær eftir gagngerar endurbætur. Mikil fjöldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn í tilefni dagsins.
17.08.2017

Opnun Norðfjarðarflugvallar

Sunnudaginn 20. ágúst nk. kl. 13:00 verður Norðfjarðarflugvöllur formlega opnaður eftir gagngerar endurbætur.
15.08.2017

Risahvönn - Hvað er það?

Síðustu misseri hefur umræða um risahvönn verið áberandi. En hvað er þetta fyrir jurt, hvernig þekkjum við hana og aðskiljum frá öðrum sambærilegum tegundum?
11.08.2017

Knattspyrnusumarið

Gengi meistaraflokka knattspyrnuliðana í Fjarðabyggð hefur verið upp og ofan það sem af er sumri.
04.08.2017

Neistaflug hefst í dag

Hátíðin Neistaflug hefst með formlegum hætti í dag með setningarathöfn á gervigrasvellinum í Neskaupstað kl. 21.
31.07.2017

Ókeypis námsgögn í grunnskólum Fjarðabyggðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. júlí sl. að öllum börnum í grunnskólum Fjarðabyggðar skuli veitt nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu frá og með haustinu 2017.
28.07.2017

Framkvæmdir í Fólkvangi Neskaupstaðar

Lagfæring gönguleiðar út í Urðum að Páskahelli hefur staðið yfir síðustu daga. Sérfræðingur í göngustígagerð á vegum Umhverfisstofnunnar, Paul Stolker, hefur haft umsjón með verkefninu og honum til aðstoðar sjö aðilar á vegum Seedssamtakanna.
28.07.2017

Vatnsleysi á Mánagötu á Reyðarfirði

Vegna viðgerðar verður vatnslaust á Mánagötu frá kl. 13:00 og þar til viðgerð lýkur.
27.07.2017

Stefna mótuð vegna fiskeldis í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar markaði sér nýverið stefnu í fiskeldismálum. Ákveðið var með hliðsjón af þeim áformum sem uppi eru um fiskeldi á Austfjörðum, að stefna skyldi mörkuð út frá almennum jafnt sem atvinnutengdum hagsmunum.
26.07.2017

Ljósnet komið á alla þéttbýlisstaði

Míla hefur nú lokið uppsetningu á ljósneti til þeirra heimila í Neskaupstað sem enn voru ótengd. Þar með er kominn fullur aðgangur að háhraðatenginum við ljósnetið á öllum þéttbýlisstöðum í Fjarðabyggð.
25.07.2017

Sjálfboðaliða vantar til starfa við Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum.