Fara í efni

Fréttir

25.08.2017

Tafir á sorphirðu við Skólaveg á Fáskrúðsfirði

Vegna framkvæmda gæti orðið einhver röskun á sorphirðu við Skólaveg á Fáskrúðsfirði
21.08.2017

Fjölmenni við opnun Norðfjarðarflugvallar

Mikið var um dýrðir þegar Norðfjarðarflugvöllur var opnaður á ný í gær eftir gagngerar endurbætur. Mikil fjöldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn í tilefni dagsins.
17.08.2017

Opnun Norðfjarðarflugvallar

Sunnudaginn 20. ágúst nk. kl. 13:00 verður Norðfjarðarflugvöllur formlega opnaður eftir gagngerar endurbætur.
15.08.2017

Risahvönn - Hvað er það?

Síðustu misseri hefur umræða um risahvönn verið áberandi. En hvað er þetta fyrir jurt, hvernig þekkjum við hana og aðskiljum frá öðrum sambærilegum tegundum?
11.08.2017

Knattspyrnusumarið

Gengi meistaraflokka knattspyrnuliðana í Fjarðabyggð hefur verið upp og ofan það sem af er sumri.
04.08.2017

Neistaflug hefst í dag

Hátíðin Neistaflug hefst með formlegum hætti í dag með setningarathöfn á gervigrasvellinum í Neskaupstað kl. 21.
31.07.2017

Ókeypis námsgögn í grunnskólum Fjarðabyggðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. júlí sl. að öllum börnum í grunnskólum Fjarðabyggðar skuli veitt nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu frá og með haustinu 2017.
28.07.2017

Framkvæmdir í Fólkvangi Neskaupstaðar

Lagfæring gönguleiðar út í Urðum að Páskahelli hefur staðið yfir síðustu daga. Sérfræðingur í göngustígagerð á vegum Umhverfisstofnunnar, Paul Stolker, hefur haft umsjón með verkefninu og honum til aðstoðar sjö aðilar á vegum Seedssamtakanna.
28.07.2017

Vatnsleysi á Mánagötu á Reyðarfirði

Vegna viðgerðar verður vatnslaust á Mánagötu frá kl. 13:00 og þar til viðgerð lýkur.
27.07.2017

Stefna mótuð vegna fiskeldis í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar markaði sér nýverið stefnu í fiskeldismálum. Ákveðið var með hliðsjón af þeim áformum sem uppi eru um fiskeldi á Austfjörðum, að stefna skyldi mörkuð út frá almennum jafnt sem atvinnutengdum hagsmunum.
26.07.2017

Ljósnet komið á alla þéttbýlisstaði

Míla hefur nú lokið uppsetningu á ljósneti til þeirra heimila í Neskaupstað sem enn voru ótengd. Þar með er kominn fullur aðgangur að háhraðatenginum við ljósnetið á öllum þéttbýlisstöðum í Fjarðabyggð.
25.07.2017

Sjálfboðaliða vantar til starfa við Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum.
24.07.2017

Nýjung í endurvinnslu

Hafin er endurvinnsla á garðaúrgangi í garðaefni í Fjarðabyggð á nýju söfnunarsvæði á Hjallaleiru. Biðlað til íbúa að ganga vel um garðefnasvæðin og vinsamlegast munið að fjarlægja allt plast þegar farið er með gras, greinar, möl eða mold á svæðið.
22.07.2017

Sameiginleg ályktun vegna áhættumats Hafrannsóknastofnunar

Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps hafa ákveðið að leggja fram eftirfarandi ályktun vegna áhættumats Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi, sem birt var nú í júlímánuði.
19.07.2017

Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði

Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru enn í fullum gangi en reiknað er með að þeim ljúki seinni hluta ágústmánaðar. Aðalástæða þess að verklokum seinkar eilítið er að dráttur varð á afhendingu lagnaefnis, ástand lagna var verra en reiknað var með auk þess sem ekki verður hægt að ljúka malbikun fyrr en í lok ágúst.
19.07.2017

Þórður Vilberg Guðmundsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Þórður Vilberg Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar en hann var valinn úr hópi níu umsækjenda.
18.07.2017

Sullað á leikskólanum Lyngholti

Á síðasti starfsdegi skólans fyrir sumarfrí útbjuggu nemendur og starfsmenn Lyngholts vatnsrennibraut og unnu með örvun á lyktar og snertiskyni.
13.07.2017

Samið við Ísar um stálþil

Í gær var skrifað undir samninga vegna lengingar stálþils við Egersund á Eskifirði.
11.07.2017

Viltu vera stuðningsaðili?

Rauði Krossinn leitar eftir stuðningsaðilum fyrir fjölskyldur á Reyðarfirði og Eskifirði.
11.07.2017

Mikið um að vera á Eskifirði í gær

Skemmtiferðaskipið Saga Pearl II og nýr Jón Kjartansson SU lögðust að bryggju á Eskifirði í gærmorgun.
06.07.2017

Vatnsleysi vegna framkvæmda á Skólavegi

Vegna framkvæmda á Skólavegi á Fáskrúðsfirði getur orðið vatnslaust fyrirvaralaust í húsum í bænum meðan á framkvæmdunum stendur.
05.07.2017

Ert þú næsti skákmeistari?

Áður hafði verið auglýst að skáknámskeið 12. og 13. júlí félli niður en það verður haldið. Áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst.
04.07.2017

Hernámsdagurinn 2. júlí 2017

Hernámsdagurinn var haldinn hátíðlegur á Reyðarfirði sl. sunnudag.
03.07.2017

Landvörður tekinn til starfa í Fjarðabyggð

Lára Björnsdóttir hefur verið ráðin sem landvörður á Austfjörðum. Meðal verkefna er vernd Helgustaðanámu.
03.07.2017

Á fætur í Fjarðabyggð 2017

Afar vel sóttri gönguviku lauk á laugardagskvöld með sjóhúspartýi á Randulffs sjóhúsi.
30.06.2017

Mikilvægum áfanga náð í heilbrigðismálum á Austurlandi

Framkvæmdir við Norðfjarðarflugvöll eru á lokametrunum, en verið er að ljúka við að leggja bundið slitlag á völlinn.
30.06.2017

Framkvæmdir á Skólavegi

Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru í fullum gangi.
29.06.2017

Hernámsdagurinn verður haldinn á sunnudag

Nýtt safnaleiðsagnarkerfi verður tekið formlega í notkun og einnig verður boðið upp á söngatriði og sögur frá stríðsárunum.
29.06.2017

Lúpínuátakið hófst í dag

Lúpínuátakið hófst í dag með slætti á lúpínu. Íbúar eru hvattir til að taka höndum saman með sveitarfélaginu í að slá og jafnvel fóstra ákveðin svæði.
29.06.2017

Alcoa Fjarðaál vottað samkvæmt jafnlaunastaðli

Í dag hlaut Alcoa Fjarðaál jafnlaunavottun samkvæmt staðli IST 85:2012.