Í dag, 3. október, fagnar leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði 40 ára afmæli. Af því tilefni verður gestum og gangandi boðið í heimsókn á Lyngholt í dag milli kl. 14 og 16.
Fjölmargir sóttu fyrirlesturinn Fjölþætt heilsuefling í sveitarfélögum - Leið að farsælum efri árum sem haldinn var í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði fimmtudaginn 28. september. Fyrirlesari var Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur.
Talsverð úrkoma og vatnavextir hafa verið á Austurlandi undanfarinn sólahring. Gert er ráð fyrir áframhaldandi úrkomu á morgun og vegna þessa hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Austurland lýst yfir óvissustigi almannavarna.
Í sumar hefur mikið verið um að vera á vegum verkefnisins Art Attack í Neskaupstað. Fjölmargir listamenn hafa komið til Neskaupstaðar á vegum verkefnisins frá ýmsum löndum, allt frá Hawaii til Finnlands, og hafa svo sannarlega sett svip sinn á bæinn og bæjarlífið.
Fimmtudaginn 28. september kl. 17:00 mun Dr. Janus Guðlaugsson flytja erindi um líkams- og heilsurækt eldri borgara í Kirkju- og mennignarmiðstöðinni á Eskifirði.
Þeir sem lagt hafa leið sína upp að stíflunni í Búðará undanfarið hafa væntanlega orðið varir við að talsverðar framkvæmdir standa nú yfir við stífluna. Þar er nú unnið að því steypa stífluna upp og lagfæra hana.
Í gær fór fram formleg vígsla á snjóflóðavarnarmannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Um 150 manns mættu í minningarreitin um snjóflóðin í Neskaupstað þar sem athöfnin fór fram í blíðskaparveðri.
Þriðjudaginn 19. september fer fram formleg vígsla á Snjóflóðavarnamannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Vígslan fer fram við minningarreitin um snjóflóðið í Neskaupstað og hefst kl. 16:00.
Vegna bilunar verður vatnslaust í og við Hafnargötu á Eskifirði eitthvað fram yfir hádegi. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði á fundi 11. september um fiskeldismál í sveitarfélaginu þar sem hún skorar á Hafrannsóknarstofnun og hagsmunaaðila að tryggja fjármagn til rannsókna á Breiðdalsá.
Anna Hallgrímsdóttir frá Helgustöðum í Helgustaðahrepp varð 100 ára þann 7. ágúst sl. Í tilefni af þessum tímamótum heimsóttu Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir félagsmálastjóri Önnu á heimili hennar á Hulduhlíð á Eskifirði á dögunum.
Bæjarráð Fjarðabyggðar og bæjarstjóri funduðu í dag með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundað var í blíðaskapar veðri í Randulffssjóhúsi á Eskifirði.
Á síðasta fundi sínum þann 28. ágúst sl. lýsti bæjarráð Fjarðabyggðar yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar i kjölfar lækkana á afurðarverði sem boðaðar eru á þessu hausti.
Frá og með haustinu 2017 verður sameiginlegur matseðill fyrir alla leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð. Fyrirmyndin af verkefninu er sótt til Akureyrar en þar hefur verið sameiginlegur matseðill í leik-og grunnskólum frá árinu 2012 og hefur það gefist afskaplega vel.
Mikið var um dýrðir þegar Norðfjarðarflugvöllur var opnaður á ný í gær eftir gagngerar endurbætur. Mikil fjöldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn í tilefni dagsins.
Síðustu misseri hefur umræða um risahvönn verið áberandi. En hvað er þetta fyrir jurt, hvernig þekkjum við hana og aðskiljum frá öðrum sambærilegum tegundum?
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. júlí sl. að öllum börnum í grunnskólum Fjarðabyggðar skuli veitt nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu frá og með haustinu 2017.
Lagfæring gönguleiðar út í Urðum að Páskahelli hefur staðið yfir síðustu daga. Sérfræðingur í göngustígagerð á vegum Umhverfisstofnunnar, Paul Stolker, hefur haft umsjón með verkefninu og honum til aðstoðar sjö aðilar á vegum Seedssamtakanna.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar markaði sér nýverið stefnu í fiskeldismálum. Ákveðið var með hliðsjón af þeim áformum sem uppi eru um fiskeldi á Austfjörðum, að stefna skyldi mörkuð út frá almennum jafnt sem atvinnutengdum hagsmunum.
Míla hefur nú lokið uppsetningu á ljósneti til þeirra heimila í Neskaupstað sem enn voru ótengd. Þar með er kominn fullur aðgangur að háhraðatenginum við ljósnetið á öllum þéttbýlisstöðum í Fjarðabyggð.
Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum.