Mikið var um dýrðir þegar Norðfjarðarflugvöllur var opnaður á ný í gær eftir gagngerar endurbætur. Mikil fjöldi fólks lagði leið sína á flugvöllinn í tilefni dagsins.
Síðustu misseri hefur umræða um risahvönn verið áberandi. En hvað er þetta fyrir jurt, hvernig þekkjum við hana og aðskiljum frá öðrum sambærilegum tegundum?
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum þann 24. júlí sl. að öllum börnum í grunnskólum Fjarðabyggðar skuli veitt nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu frá og með haustinu 2017.
Lagfæring gönguleiðar út í Urðum að Páskahelli hefur staðið yfir síðustu daga. Sérfræðingur í göngustígagerð á vegum Umhverfisstofnunnar, Paul Stolker, hefur haft umsjón með verkefninu og honum til aðstoðar sjö aðilar á vegum Seedssamtakanna.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar markaði sér nýverið stefnu í fiskeldismálum. Ákveðið var með hliðsjón af þeim áformum sem uppi eru um fiskeldi á Austfjörðum, að stefna skyldi mörkuð út frá almennum jafnt sem atvinnutengdum hagsmunum.
Míla hefur nú lokið uppsetningu á ljósneti til þeirra heimila í Neskaupstað sem enn voru ótengd. Þar með er kominn fullur aðgangur að háhraðatenginum við ljósnetið á öllum þéttbýlisstöðum í Fjarðabyggð.
Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum.
Hafin er endurvinnsla á garðaúrgangi í garðaefni í Fjarðabyggð á nýju söfnunarsvæði á Hjallaleiru. Biðlað til íbúa að ganga vel um garðefnasvæðin og vinsamlegast munið að fjarlægja allt plast þegar farið er með gras, greinar, möl eða mold á svæðið.
Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps hafa ákveðið að leggja fram eftirfarandi ályktun vegna áhættumats Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi, sem birt var nú í júlímánuði.
Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru enn í fullum gangi en reiknað er með að þeim ljúki seinni hluta ágústmánaðar. Aðalástæða þess að verklokum seinkar eilítið er að dráttur varð á afhendingu lagnaefnis, ástand lagna var verra en reiknað var með auk þess sem ekki verður hægt að ljúka malbikun fyrr en í lok ágúst.