Jón Gunnarsson samgönguráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar heldur ávarp og Kirkjukór Reyðarfjarðarkirkju syngur tvö lög.
Athöfnin fer fram við gangamunnann Eskifjarðar-megin. Kaffisamsæti verður að athöfn lokinni í Dalahöllinni, í Fannardal, Norðfirði.
Hér má sjá kort af vígslusvæðinu. Hægt verður að leggja bílum meðfram veginum upp að göngunum og eins inn við bæinn Eskifjörð þar sem athafnasvæði verktaka eru.