Fara í efni
20.11.2017 Fréttir

Vel heppnaður jólamarkaður hestamannafélagsins Blæs

Deildu

Fjöldi manns lagði leið sína í Dalahöllina til að skoða sig um á jólamarkaðnum en þar mátti meðal annars finna íslenskar kryddjurtir úr Oddsdalnum og fallegt handverk af ýmsum toga. Karlakórinn Ármenn söng og blásarasveit tónskólans flutti nokkur lög.

Á jólamarkaðnum var einnig hægt að láta taka mynd af sér með jólasveininum, horfa á baggabíó og taka þátt í smákökusamkeppni.