Fara í efni

Fréttir

24.07.2017

Nýjung í endurvinnslu

Hafin er endurvinnsla á garðaúrgangi í garðaefni í Fjarðabyggð á nýju söfnunarsvæði á Hjallaleiru. Biðlað til íbúa að ganga vel um garðefnasvæðin og vinsamlegast munið að fjarlægja allt plast þegar farið er með gras, greinar, möl eða mold á svæðið.
22.07.2017

Sameiginleg ályktun vegna áhættumats Hafrannsóknastofnunar

Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps hafa ákveðið að leggja fram eftirfarandi ályktun vegna áhættumats Hafrannsóknarstofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi, sem birt var nú í júlímánuði.
19.07.2017

Framkvæmdir við Skólaveg á Fáskrúðsfirði

Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru enn í fullum gangi en reiknað er með að þeim ljúki seinni hluta ágústmánaðar. Aðalástæða þess að verklokum seinkar eilítið er að dráttur varð á afhendingu lagnaefnis, ástand lagna var verra en reiknað var með auk þess sem ekki verður hægt að ljúka malbikun fyrr en í lok ágúst.
19.07.2017

Þórður Vilberg Guðmundsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Þórður Vilberg Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar en hann var valinn úr hópi níu umsækjenda.
18.07.2017

Sullað á leikskólanum Lyngholti

Á síðasti starfsdegi skólans fyrir sumarfrí útbjuggu nemendur og starfsmenn Lyngholts vatnsrennibraut og unnu með örvun á lyktar og snertiskyni.
13.07.2017

Samið við Ísar um stálþil

Í gær var skrifað undir samninga vegna lengingar stálþils við Egersund á Eskifirði.
11.07.2017

Viltu vera stuðningsaðili?

Rauði Krossinn leitar eftir stuðningsaðilum fyrir fjölskyldur á Reyðarfirði og Eskifirði.
11.07.2017

Mikið um að vera á Eskifirði í gær

Skemmtiferðaskipið Saga Pearl II og nýr Jón Kjartansson SU lögðust að bryggju á Eskifirði í gærmorgun.
06.07.2017

Vatnsleysi vegna framkvæmda á Skólavegi

Vegna framkvæmda á Skólavegi á Fáskrúðsfirði getur orðið vatnslaust fyrirvaralaust í húsum í bænum meðan á framkvæmdunum stendur.
05.07.2017

Ert þú næsti skákmeistari?

Áður hafði verið auglýst að skáknámskeið 12. og 13. júlí félli niður en það verður haldið. Áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst.
04.07.2017

Hernámsdagurinn 2. júlí 2017

Hernámsdagurinn var haldinn hátíðlegur á Reyðarfirði sl. sunnudag.
03.07.2017

Landvörður tekinn til starfa í Fjarðabyggð

Lára Björnsdóttir hefur verið ráðin sem landvörður á Austfjörðum. Meðal verkefna er vernd Helgustaðanámu.
03.07.2017

Á fætur í Fjarðabyggð 2017

Afar vel sóttri gönguviku lauk á laugardagskvöld með sjóhúspartýi á Randulffs sjóhúsi.
30.06.2017

Mikilvægum áfanga náð í heilbrigðismálum á Austurlandi

Framkvæmdir við Norðfjarðarflugvöll eru á lokametrunum, en verið er að ljúka við að leggja bundið slitlag á völlinn.
30.06.2017

Framkvæmdir á Skólavegi

Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru í fullum gangi.
29.06.2017

Hernámsdagurinn verður haldinn á sunnudag

Nýtt safnaleiðsagnarkerfi verður tekið formlega í notkun og einnig verður boðið upp á söngatriði og sögur frá stríðsárunum.
29.06.2017

Lúpínuátakið hófst í dag

Lúpínuátakið hófst í dag með slætti á lúpínu. Íbúar eru hvattir til að taka höndum saman með sveitarfélaginu í að slá og jafnvel fóstra ákveðin svæði.
29.06.2017

Alcoa Fjarðaál vottað samkvæmt jafnlaunastaðli

Í dag hlaut Alcoa Fjarðaál jafnlaunavottun samkvæmt staðli IST 85:2012.
29.06.2017

Kvenfélagskonur settu rassinn upp í loft

Mánudaginn 26. júní sl. auglýsti Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað kvöldstund í Skrúðgarðinum í Neskaupstað, þar sem allir myndu hafa "rassinn upp í loft".
29.06.2017

Vatnsleysi á Fáskrúðsfirði fimmtudaginn 29.júní

Vegna viðgerðar verður vatnslaust í innbæ Fáskrúðsfjarðar frá kl. 13:00 og þar til viðgerð lýkur.
27.06.2017

Lúpínuátak í Fjarðabyggð

Viltu láta til þín taka og jafnvel fóstra svæði í þínu nærumhverfi? Næstkomandi fimmtudag, þann 29. júní, hefjum við lúpínuátakið með slætti.
26.06.2017

Lokað fyrir vatn á Eskifirði

Lokað verður fyrir vatn á Eskifirði kl. 13:00 í dag vegna bilunar og þangað til viðgerð lýkur. Því verður vatnslaust innarlega í Strandgötu og í húsum þar í kring.
26.06.2017

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram í Hveragerði um helgina. Þar var tilkynnt að mótið fari fram í Neskaupstað árið 2019.
23.06.2017

Háskólasetur Austfjarða í undirbúningi

Fjarðabyggð hefur tekið höndum saman við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu um samstarf í menntamálum fjórðungsins. Stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem ráðist verður í er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða.
22.06.2017

Gönguvikan að hefjast

Á fætur í Fjarðabyggð hefst á laugardag, þann 24. júní. Dagskráin er afar glæsileg að vanda.
21.06.2017

Marco Polo kom til Eskifjarðar í gær

Skemmtiferðaskipið kom að höfn klukkan 13 og lagði úr höfn klukkan 18.
19.06.2017

Þjóðhátíðardagurinn í Fjarðabyggð

Fjöldi fólks var samankominn á Stöðvarfirði á laugardag og naut glæsilegrar dagskrár.
19.06.2017

Bæjarstjóri býður til samtals

Á næstu dögum mun Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, sækja fyrirtæki í sveitarfélaginu heim og bjóða starfsfólki til samtals.
16.06.2017

Kaldavatnslaust á Eskifirði mánudaginn 19. júní

Kaldavatnslaust verður frá Strandgötu 64 ( Bergen ) og út eftir, frá kl. 9:00 og fram eftir degi, mánudaginn 19. júní.
16.06.2017

Framkvæmdir við Skólaveg

Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru hafnar.