Mánudaginn 26. júní sl. auglýsti Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað kvöldstund í Skrúðgarðinum í Neskaupstað, þar sem allir myndu hafa "rassinn upp í loft".
Lokað verður fyrir vatn á Eskifirði kl. 13:00 í dag vegna bilunar og þangað til viðgerð lýkur. Því verður vatnslaust innarlega í Strandgötu og í húsum þar í kring.
Fjarðabyggð hefur tekið höndum saman við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu um samstarf í menntamálum fjórðungsins. Stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem ráðist verður í er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða.
Heitavatnslaust verður frá Strandgötu 64 ( Bergen ) og út eftir, frá kl. 10:00 og fram eftir degi, föstudaginn 16.júní. Vonast er til að vatnið verði komið aftur á seinni part dags.
Fjarðabyggð vann Akranes 65 - 38 í úrslitum Útsvars í kvöld. Ómarsbjallan var veitt í tíunda sinn en þetta er í annað skipti sem Fjarðabyggð sigrar í keppninni.