Fara í efni
11.10.2017 Fréttir

Vel heppnaður Tæknidagur fjölskyldunnar

Deildu

Fjarðabyggð tók þátt í tæknideginum í ár og kynnti hluta af starfsemi sveitarfélagsins. Fjarðabyggðarhafnir voru með kynningu á þeirri víðtæku starfsemi sem fram fer í höfnum Fjarðabyggðar. Auk þess var hægt að kynna sér nýjustu framkvæmdir á vegum Fjarðabyggðarhafna, skoða teikningar og myndir af framkvæmdum og starfsemi hafnanna.

Einnig var sorpmiðstöð Fjarðabyggðar með kynningur á sorphirðu, endurvinnslu og meðferð úrgangs í Fjarðabyggð. Fólk var mjög áhugasamt um að fræðast um endurvinnslu og hægt var að sjá sýnishorn af moltu sem verður til við endurvinnslu lífræns úrgangs. Einnig voru veitur Fjarðabyggðar með kyninngu á sinni starfsemi. Þar var hægt að virða fyrir sér myndir úr stýrikerfum vatnsveitna og hitaveitu og skoða myndir af starfseminni.

Dagurinn var ákaflega vel heppnaður og vil Fjarðabyggð koma á framfæri þökkum til starfsfólks og nemanda í Verkmenntaskóla Austurlands sem hafa veg og vanda að skipulagningu Tæknidagsins og sjá um að gera hann eins glæsilegan og raun ber vitni.