Fara í efni
25.10.2017 Fréttir

Menningarmessa Fjarðabyggðar 2017

Deildu

Menningarmessan er hluti af aðgerðaáætlun fyrir Menningarstefnu Fjarðabyggðar, enda er mannauðurinn á staðnum mikilvægasti hlekkurinn í uppbyggingu blómlegs menningarlífs. Menningarmessan í ár er samsett af tveimur stefnumótunarfundum, öðrum um Tónlistarmiðstöð Austurlands og hinum um nýstofnaða Menningarstofu Fjarðabyggðar. Fundirnir verða haldnir á Stöðvarfirði og Reyðarfirði og að þem loknum verður haldið til Neskaupstaðar þar sem þátttakendur gera sér glaðan dag eftir daginn. Úr fundarhaldinu verður þannig menningarferð um Fjarðabyggð.

Allir áhugasamir geta mætt á messuna og óskað er eftir skráningum í síðasta lagi 26.október á netfangið karna@fjardabyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Karna í síma 896 6971.