05.03.2018
Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns
Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns fór fram á fæðingardegi Ágústar 23.febrúar sl. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr minningarsjóðnum en hann var stofnaður árið 2015. Áhersla er lögð á að einstaklingar og stofnanir innan Fjarðabyggðar geti sótt um í sjóðinn fyrir verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun.

















