Fara í efni

Fréttir

05.03.2018

Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns fór fram á fæðingardegi Ágústar 23.febrúar sl. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr minningarsjóðnum en hann var stofnaður árið 2015. Áhersla er lögð á að einstaklingar og stofnanir innan Fjarðabyggðar geti sótt um í sjóðinn fyrir verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun.
02.03.2018

Flóttafólk frá Írak komið til Fjarðabyggðar

Hluti af þeim 19 flóttamönnum sem von er á til Fjarðabyggðar á næstunni kom í vikunni. Hópurinn lenti í Keflavík á þriðjudaginn eftir langt ferðalag frá Jórdaníu.
01.03.2018

Forvarnarmálþing í Neskaupstað

Athygli er vakin á tveimur forvarnarviðburðum sem haldnir verða í Nesskóla í Neskaupstað föstudaginn 2.mars og laugardaginn 3.mars.
23.02.2018

List fyrir alla - Skuggamynd stúlku

Á dögunum stóð verkefnið List fyrir alla fyrir því að sýna grunnskólanemum í Fjarðabyggð leiksýninguna Skuggamynd stúlku eftir Agnesi Wild.
20.02.2018

Kynningarfundir um tillögu samstarfsnefndar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar

Undanfarið hafa farið fram kynningarfundir í Fjarðabyggð og Breiðdal vegna tillögu samstarfsnefndar sveitarfélagana um sameiningu. Samstarfsnefnd sveitarfélagana tók til starfa í byrjun nóvember og hefur undanfarið undirbúið tillögu að sameiningu, safnað upplýsingum og byggt upp áætlanir sem fela í sér hvað gerast muni, verði sameining samþykkt.
15.02.2018

Líf og fjör á öskudaginn

Það var svo sannarlega líf og fjör á skrifstofum Fjarðabyggðar í gær en þá lögðu allskyns kynjaverur leið sína á skirfstofuna til að taka lagið fyrir starfsfólk.
14.02.2018

Hláka og vatnsveður

Í dag hefur hlýnað talsvert í veðri og því hefur fylgt talverð rigning. Vegna þessa hefur talsvert vatns safnast fyrir víða á götum. Unnið er að því að hreinsa frá niðurföllum á götum Fjarðabyggðar.
13.02.2018

Samstarfsyfirlýsing um átak gegn heimilisofbeldi

Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði undirrituðu á dögunum samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi.
12.02.2018

Heitavatnslaust á Eskfirði frá kl. 11

Vegna bilunar í hitaveitu verður heitavatnslaust á Eskifirði frá kl. 11 og fram eftir degi meðan unnið er að viðgerð. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda
09.02.2018

Barnanúmerið 112

Í tilefni 1-1-2 dagsins þann 11. febrúar vill barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar koma á framfæri að neyðarnúmerið 1-1-2 er ekki bara neyðarnúmer þegar slys verða því það er einnig neyðarnúmer barnaverndarnefnda landsins.
08.02.2018

Undirritun samnings um móttöku flóttafólks

Í gær var ritað undir samning milli velferðarráðuneytsins og Fjarðabyggðar um móttöku flóttamanna frá Írak sem væntanlegir eru til Fjarðabyggðar á næstu dögum.
06.02.2018

Dagur leikskólans er í dag

Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar og margt í gangi í skólum sveitarfélagsins í tilefni dagsins.
06.02.2018

Rakel Kemp ráðin í starf verkefnastjóra vegna móttöku flóttamanna

Rakel Kemp Guðnadóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf verkefnastjóra vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna til Fjarðabyggðar.
02.02.2018

Fjarðabyggð mætir Fljótsdalshéraði í Útsvari í kvöld

Fjarðabyggð mætir Fljótsdalshéraði í 16. liða úrslitum Útsvars í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:05 í kvöld.
01.02.2018

Dagur kvenfélagskonunnar

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.
31.01.2018

20 sóttu um starf verkefnastjóra HáAust

Fjarðabyggð, fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu, ásamt Fljótsdalshéraði og Háskólanum á Akureyri vinna að undirbúningi að stofnun Háskólaseturs Austfjarða (HáAust). Tuttugu umsækjendur sóttu um stöðu verkefnastjóra HáAust sem auglýst var nú í byrjun árs.
30.01.2018

19 flóttamenn frá Írak til Fjarðabyggðar

Um miðjan febrúar er von á fjórum fjölskyldum frá Írak, alls 19 einstaklingum, til Fjarðabyggðar. Fjölskyldunar hafa undanfarið dvalið í flóttamannabúðum í Jórdaníu.
30.01.2018

Vatnslaust í Neskaupstað

Vegna viðgerðar verður Bakkahverfið í Neskaupstað án vatns frá kl. 13:00 í dag. Reiknað er með að viðgerð taki um klukkutíma.
30.01.2018

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað etja kappi í Lífshlaupinu 2018

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefst miðvikudaginn 31. janúar og stendur til 20. febrúar. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
26.01.2018

Samningur milli Fjarðabyggðar og Eistnaflugs undirritaður

Í dag var undirritaður samningur milli Fjarðabyggðar og tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs um áframhaldandi samstarf vegna hátíðarinar.
25.01.2018

Bæjarstjóri fundaði með Umhverfis- og auðlindaráðherra

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri átti fund 23.janúar sl. með Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Á fundinum var farið yfir þrjú mál sem snúa að mikilvægum verkefnum og málefnum sveitarfélagsins.
24.01.2018

Breytt fyrirkomulag í stjórnun og rekstri hafna og þjónustumiðstöðva

Frá og með 1. janúar 2018 tóku gildi skipulagsbreytingar sem leiða af sér breytt fyrirkomulag í stjórnun og rekstri hafna og þjónustumiðstöðva sveitarfélagsins. Með breytingunum er starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva sameinuð í nýja þjónustu- og framkvæmdamiðstöð.
23.01.2018

Jákvæð niðurstaða úr sýnatöku í vatnsbóli í Fannardal

Sýni sem tekinn hafa verið úr vatnsbóli Norðfirðinga í Fannardal í síðustu viku sína minnkandi fjölda jarðvegsgerla.
19.01.2018

Spennandi atvinnutækifæri í Fjarðabyggð - Verkefnastjóri HáAust

Fjarðabyggð, fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu, ásamt Fljótsdalshéraði og Háskólanum á Akureyri vinna að undirbúningi að stofnun Háskólaseturs Austfjarða. Starfshópur um uppbyggingu háskólaseturs Austfjarða auglýsir nú eftir verkefnastjóra fyrir verkefnið.
18.01.2018

Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Neskaupstað

Að höfði samráði við Heilbrigðiseftirlit Austurlands og í ljósi upplýsinga frá embætti sóttvarnarlæknis þykir ekki lengur nauðsynlegt að hvetja íbúa Norðfjarðar til að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga. Áfram verður fylgst með stöðu mála í Fannardal og sýni tekinn úr borholum og úr dreifikerfi bæjarins. Íbúar verða upplýstir um þróun mála eftir því sem fram vindur.
17.01.2018

Íbúar í Neskaupstað sjóði neysluvatn

Í neysluvatni Norðfirðinga hefur fjöldi jarðvegsgerla greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar. Ekki er um að ræða saurgerla. Íbúar í Norðfirði eru þess vegna beðnir um að sjóða vatnið, a.m.k. fyrir viðkvæma einstaklinga, ung börn og sjúka. Unnið er að því að rekja uppruna mengunarinnar.
15.01.2018

Breyting á birtingu fundargerða á vefnum

Nýlega var tekið í gagnið nýtt kerfi sem birtir fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda Fjarðabyggðar á vefnum með öðrum hætti en verið hefur.
11.01.2018

Versnandi veður í kvöld og nótt

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að veður fari versnandi í kvöld í nótt. Gert er ráð fyrir hvassri suðaustanátt, 18 til 23 m. á sek. með mikilli rigningu á sunnanverðum Austfjörðum.
10.01.2018

Heimsóknir til íbúa vegna innleiðingar á Brúnu tunnunni

Í dag munu starfsmenn Íslenska Gámafélagsins byrja að ganga í hús í Fjarðabyggð og kynna Brúnu tunnuna fyrir íbúum.
10.01.2018

Viðgerð lokið í Neskaupstað

Verið er að hleypa vatni aftur á í Neskaupstað. Vatn ætti að vera komið á öll hús og stofnanir kl. 14:00.