Fara í efni

Fréttir

30.01.2018

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað etja kappi í Lífshlaupinu 2018

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefst miðvikudaginn 31. janúar og stendur til 20. febrúar. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
26.01.2018

Samningur milli Fjarðabyggðar og Eistnaflugs undirritaður

Í dag var undirritaður samningur milli Fjarðabyggðar og tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs um áframhaldandi samstarf vegna hátíðarinar.
25.01.2018

Bæjarstjóri fundaði með Umhverfis- og auðlindaráðherra

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri átti fund 23.janúar sl. með Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Á fundinum var farið yfir þrjú mál sem snúa að mikilvægum verkefnum og málefnum sveitarfélagsins.
24.01.2018

Breytt fyrirkomulag í stjórnun og rekstri hafna og þjónustumiðstöðva

Frá og með 1. janúar 2018 tóku gildi skipulagsbreytingar sem leiða af sér breytt fyrirkomulag í stjórnun og rekstri hafna og þjónustumiðstöðva sveitarfélagsins. Með breytingunum er starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva sameinuð í nýja þjónustu- og framkvæmdamiðstöð.
23.01.2018

Jákvæð niðurstaða úr sýnatöku í vatnsbóli í Fannardal

Sýni sem tekinn hafa verið úr vatnsbóli Norðfirðinga í Fannardal í síðustu viku sína minnkandi fjölda jarðvegsgerla.
19.01.2018

Spennandi atvinnutækifæri í Fjarðabyggð - Verkefnastjóri HáAust

Fjarðabyggð, fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu, ásamt Fljótsdalshéraði og Háskólanum á Akureyri vinna að undirbúningi að stofnun Háskólaseturs Austfjarða. Starfshópur um uppbyggingu háskólaseturs Austfjarða auglýsir nú eftir verkefnastjóra fyrir verkefnið.
18.01.2018

Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Neskaupstað

Að höfði samráði við Heilbrigðiseftirlit Austurlands og í ljósi upplýsinga frá embætti sóttvarnarlæknis þykir ekki lengur nauðsynlegt að hvetja íbúa Norðfjarðar til að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga. Áfram verður fylgst með stöðu mála í Fannardal og sýni tekinn úr borholum og úr dreifikerfi bæjarins. Íbúar verða upplýstir um þróun mála eftir því sem fram vindur.
17.01.2018

Íbúar í Neskaupstað sjóði neysluvatn

Í neysluvatni Norðfirðinga hefur fjöldi jarðvegsgerla greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar. Ekki er um að ræða saurgerla. Íbúar í Norðfirði eru þess vegna beðnir um að sjóða vatnið, a.m.k. fyrir viðkvæma einstaklinga, ung börn og sjúka. Unnið er að því að rekja uppruna mengunarinnar.
15.01.2018

Breyting á birtingu fundargerða á vefnum

Nýlega var tekið í gagnið nýtt kerfi sem birtir fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda Fjarðabyggðar á vefnum með öðrum hætti en verið hefur.
11.01.2018

Versnandi veður í kvöld og nótt

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að veður fari versnandi í kvöld í nótt. Gert er ráð fyrir hvassri suðaustanátt, 18 til 23 m. á sek. með mikilli rigningu á sunnanverðum Austfjörðum.
10.01.2018

Heimsóknir til íbúa vegna innleiðingar á Brúnu tunnunni

Í dag munu starfsmenn Íslenska Gámafélagsins byrja að ganga í hús í Fjarðabyggð og kynna Brúnu tunnuna fyrir íbúum.
10.01.2018

Viðgerð lokið í Neskaupstað

Verið er að hleypa vatni aftur á í Neskaupstað. Vatn ætti að vera komið á öll hús og stofnanir kl. 14:00.
09.01.2018

Vatnslaust á Fáskrúðsfirði frá kl. 16:00

Vegna viðgerða verður verður vatnið tekið af íbúabyggð á Fáskrúðsfirði uppúr kl. 16:00 í dag. Gert er ráð fyrri að viðgerðin taki um 60 mínútur. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
08.01.2018

Flokkun á lífrænum úrgangi

Á næstu vikum er loks komið að því að íbúar Fjarðabyggðar geti farið að flokka lífrænan úrgang frá almennum úrgangi.
07.01.2018

Hláka og vatnsveður framundan

Seinni partinn í dag og kvöld hefur hlýnað talsvert í veðri og því hefur fylgt talsverð rigning. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og úrkomu næstu daga.
05.01.2018

Myndarleg gjöf til Jólasjóðs Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps

Nú fyrir jólin lét Þórhallur Þorvaldsson tónlistarmaður á Eskifirði ágóðan af útgáfutónleikum sínum renna til Jólasjóðs Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
02.01.2018

Öflug starfsemi félag eldri borgara á Stöðvarfirði

Starfsemi Jaspis, félags eldri borgara á Stöðvarfirði, hefur verið blómleg í vetur. Félagið hefur séð um starfsemi í húsi félagsins á Stöðvarfirði sem áður hýsti leikskólan Balaborg.
30.12.2017

María Rún Karlsdóttir er íþróttamaður Fjarðabyggðar 2017

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Stöðvarfjarðarskóla föstudaginn 29. desember. Fyrir valinu varð María Rún Karlsdóttir úr Þrótti Neskaupstað.
28.12.2017

Ásmundur Hálfdán íþróttamaður Vals árið 2017

Glímukappinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson var í gær valinn íþróttamaður Vals árið 2017.
23.12.2017

Gleðileg jól!

Fjarðabyggð sendir íbúum sveitarfélagsins og Austfirðingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
21.12.2017

Góður árangur af samstarfi Fjarðabyggðar og Eldvarnabandalagsins

Samstarf Eldvarnabandalagsins og Fjarðabyggðar hefur orðið til þess að efla eldvarnir bæði í stofnunum sveitarfélagsins og á heimilum starfsmanna að mati Guðmundar Helga Sigfússonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Samstarf aðila um auknar eldvarnir hófst á síðasta ári og lauk nýverið með gerð árangursmats og sameiginlegrar greinargerðar um hvernig til tókst.
19.12.2017

Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði

Þessa dagana er unnið að breytingum í Félagslundi á Reyðarfirði en þar mun ein deild frá Leikskólanum Lyngholti hafa aðsetur frá áramótum.
18.12.2017

Opununartími íþróttamiðstöðva yfir hátíðarnar

Opununartími sundlauga og íþróttamiðstöðva í Fjarðabyggð yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
16.12.2017

Nýtingaráætlun haf- og strandsvæða í Fjarðabyggð mun taka tillit til núverandi atvinnustarfsemi

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar 14. desember sl. var samþykkt að stofnaður yrði stýrihópur um nýtingu á haf og strandsvæðum í Fjarðabyggð.
15.12.2017

Árleg jólaheimsókn bæjarstjóra

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, hefur í vikunni, ferðast á milli stofnana í sveitarfélaginu og fært starfsmönnum jólagjöf frá Fjarðabyggð.
15.12.2017

Góðgerðarvika félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

Í vikunni stendur yfir Góðgerðarvika Félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar, en tólf piparkökuhús standa til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði.
13.12.2017

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var haldin fimmtudaginn 23. nóvember s.l. Söngleikurinn Grease varð fyrir valinu að þessu sinni og tóku nánast allir nemendur þátt í sýningunni.
11.12.2017

Rafmagnsleysi í stutta stund á Stöðvarfirði

Vegna bilanaleitar og tenginga verður stutt rafmagnsleysi í dag mánudag um kl. 13:00, í innbæ Stöðvarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
08.12.2017

Fjárhagsáætlun 2018 samþykkt

Á bæjarstjórnarfundi þann 30. nóvember sl. fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 og var hún samþykkt samhljóða.
08.12.2017

Félagar í KórRey taka þátt í jólalagakeppni

Kvartet skipaður félögum í Kór Reyðarfjarðarkirkju (KórRey) syngja lag Reyðfirðingsins Jóhönnu Seljan Þóroddsdóttur í jólalagkeppni Rásar 2 í ár.