Fara í efni
30.04.2018 Fréttir

Ruslið okkar, tökum það upp!

Deildu

"Plokk" er ákaflega umhverfisvæn iðja svo ekki sé minnst á hve heilsusamleg hún er. Nú býður Fjarðabyggð þeim íbúum sem vilja "plokka" að fá til láns plokkarastafi/ruslgreip og fjölnotapoka – í þjónustumiðstöðvum byggðakjarnanna. Einnig ætla starfsmenn þjónustumiðstöðva Fjarðabyggðar að hirða upp það rusl sem er búið að tína í pokana. Að lokinni tínslu þarf bara að láta vita af pokunum í síma 470-9000.

Hvað þarf að gera:

  1. Ná í poka og plokkarastaf í þjónustumiðstöðina.
  2. Plokka, plokka, plokka ........ og plokka.
  3. Safna saman ruslinu á einn stað og láta þjónustumiðstöðina vita hvar ruslið skal sótt.

Á heimasíðu Landverndar má síðan skrá sig til leiks í á hreinsunarátakið "Hreinsum Ísland". Hópar og einstaklingar er hvattir til að skrá sig til leiks og skipuleggja sína eigin hreinsun og minnka notkun plastumbúða. Hægt er að skrá sig hér: http://landvernd.is/hreinsumisland

Íbúar Fjarðabyggðar, allir sem einn, tökum þátt og tínum upp rusl – Förum út og "Plokkum".