Fara í efni
19.05.2018 Fréttir

Vor í Fjarðabyggð 2018

Deildu

Íbúar þurfa að setja, á snyrtilegan hátt, út fyrir garða sína garðúrganginn sem óskað er eftir að verði sóttur. Ef fjarlægja þarf stærri hluti af lóð s.s. afskráð ökutæki, vinnuvélar, báta og annað slíkt er hægt að fá aðstoð hjá þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar. Til að komast í samband við þjónustu- og framkvæmdamiðstöð er hægt að hafa samband í síma 470 9000.

Hér til hliðar á heimasíðunni má finna upplýsingasíðu þar sem nálgast má ýmsar upplýsingar um Vor í Fjarðabyggð 2018 m.a. bæklingin sem dreift var í öll hús í vikunni.

Við viljum hvetja fólk til að nota tækifærið og taka þátt í vorhreinsuninni. Tökum höndum saman og förum inn í sumarið í snyrtilegri Fjarðabyggð.