Laugardaginn 27. október nk. bjóða Breiðdælingar til sannkallaðrar menningarveislu á Breiðdalsvík. Sett hefur verið saman flott dagskrá þar sem flestir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjarðabyggð veitti nýlega í þriðja sinn umhverfisviðurkenningu, fyrir snyrtilegustu lóð í þéttbýli og lóð fyrirtækis. Afhending viðurkenninga fór fram föstudaginn 19. október í Safnahúsinu í Neskaupstað.
Í síðustu viku voru haldnir þemadagar í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í þeimaviku að þessu sinni var unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum menningu hina ýmsu þjóðlanda. Á fimmtudag var síðan haldið menningarmót.
Laugardaginn 6. október verður Tæknidagur fjölskyldunnar haldin í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Dagskráin að þessu sinni er vegleg og margt um að vera.
Um helgina mun kvintettinn NA5 flytja tónverkið Pétur og Úlfurinn í grunnskólanum á Breiðdalsvík. Um er að ræða samstarfsverkefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og NA5 og er markmiðið að auka menningarlæsi barna á Austurlandi.
Viðgerð á Eskifirði er nú lokið og heitt vatn ætti að vera komið á. Rétt er að benda á að þegar að viðgerð lýkur getur verið nauðsynlegt að hreinsa síur við grindur fyrir heitavatnið. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 470-9000.
Á dögunum áttu Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Björn Hákonarsson forseti bæjarstjórnar og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, auk Valgeirs Ægis Ingólfssonar atvinnu-og þróunarstjóra Fjarðabyggðar fundi í Reykjavík með nokkrum fyrirtækjum og stofnum.
Í tengslum við barna- og ungmennahátíðina BRAS heldur Menningarstofa Fjarðabyggðar Smiðjudaga í skólum Fjarðabyggðar dagana 3. – 7. september. Þar fá börn og ungmenni tækifæri til að kynnast listsköpun í sem víðustu samhengi. Einnig verða haldnir umræðufundir fyrir foreldra um nám gegnum skapandi ferli, og 8. september verður fjölskylduhátíðin BRASILÍA í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.
Karl Óttar Pétursson hefur tekið til starfa sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann mun á næstu dögum fara um hverfi sveitarfélagsins, heimsækja stofnanir þess og starfsmenn, og kynna sér samfélagiðí Fjarðabyggð.
Barna- og ungmenna menningarhátíð verður haldinn í fyrsta skipti á Austurlandi í september. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun að miklu leyti fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi. Einkunnarorð hátíðarinnar er þora, vera, gera og er lögð sérstök áhersla að leyfa börnum að vera þátttakendur í smiðjum ásamt því að njóta listviðburða.
Stofnufundur Hollvinasamtaka Barnaskólans á Eskifirði var haldinn í Dalshúsi föstudaginn 17. ágúst. Um leið var undirritað samkomulag við Hollvinasamtökin vegna endurgerðar gamla Barnaskólans.
Bæjarhátíðin Útsæðið 2018 hófst á Eskifirði í gær og stendur fram á sunnudag. Á Útsæðinu í ár er margt um að vera og allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.
Frá því í apríl sl. hefur staðið yfir talning á umferð í fólkvanginum og etv. hafa glöggir íbúar tekið eftir lágum staur með svörtu boxi rétt utan við göngubrúna yfir Stóralæk. Það er bæði afar skemmtilegt og nytsamlegt að fá séð hversu margir leggi leið sína inn á svæðið og þá helst til að meta aukningu ferðamanna á staðnum.
Í dag var ritað undir samning milli Fjarðabyggðar og Listasmiðju Norðfjarðar þess efnis að Menningarstofa Fjarðabyggðar hafi aðsetur í húsnæði félagsins í Þórsmörk í Neskaupstað
Slökkvilið Fjarðabyggðar er eitt af fjórum atvinnuslökkviliðum á landinu. Auk slökkvistarfa og eldvarnareftirlits sér slökkviliðið um alla sjúkraflutninga í Fjarðabyggð.
Dagana 21. – 28. maí nk. fer fram hin árlega vorhreinsun í Fjarðabyggð. Starfsmenn framkvæmda- og þjónustumiðstöðva fara þessa daga um bæjarkjarnanna og hreinsa upp bæði garðaúrgang sem annað rusl sem óskaðer eftir að verði hirt.
Fimmtudaginn 10. maí var skrifað undir samning við Heilbrigðisstofnun Austurlands um að slökkvilið Fjarðabyggðar taki að sér sjúkraflutninga á Breiðdalsvík og Djúpavogi.
Á dögnum hófust framkvæmdir á lokaáfanga við gerð áfangastaðar og stíga við Söxu í Stöðvarfirði. Verkefnið hlaut styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Í dag, 2. maí kl. 10, tóku Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar ásamt Árna Bragasyni landgræðslustjóra og Magnúsi Þór Ásmundssyni forstjóra Fjarðaráls fyrstu skóflustunguna í endurheimt votlendis í landi Hólma á Reyðarfirði.