Fara í efni
04.02.2019

Íþróttadagur í grunnskólum Fjarðabyggðar

Deildu

Íþróttadagurinn, sem verið hefur árlegur viðburður til fjölda ára, var að þessu sinni haldinn á Reyðarfirði. Allir nemendur í 7. - 10. bekkjum skólanna tóku virkan þátt í dagskránni.

Hátíðin hófst með ávarpi bæjarstjóra; Karls Óttars Péturssonar, en því næst var skipt í lið eftir litum: rauður, hvítur, blár og svartur og keppnin fór í fullan gang og stóð fram eftir degi.