Fara í efni
30.01.2019

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóð Austurlands

Deildu

Fjöldi umsókna var fram úr væntingum úthlutunarnefndar og voru þar á meðal umsóknir frá aðilum í Fjarðabyggð

Alls bárust 116 umsóknir sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. Áætlaður heildarkostnaður verkefna var 560 m.kr. en sótt var um styrki fyrir 180 m.kr, þar af 94 m.kr. til menningarmála og 85 m.kr. til nýsköpunar og atvinnuþróunar.

Til úthlutunar að þessu sinni voru 60.316.000 kr. og veittir 61 styrkur: 30 til menningarmála upp á 27,9 milljónir og 25 styrkir til atvinnuþróunar upp á alls 24 milljónir. Að auki voru veittar 8,2 milljónir til stofn- og rekstrarstyrkja á sviði menningar.

Verkefnin sem hlutu styrk úr Fjarðabyggð samkvæmt sóknaráætlun landshlutans og eru á sviði menningar, nýsköpunar og atvinnuþróunar að þessu sinni eru:

Sköpunarmiðstöðin svf. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði - kr. 2,150,000
Sköpunarmiðstöðin svf. Tape Recording Camp at Studio Silo - kr. 600,000

Millifótakonfekt ehf. Eistnaflug 2019 - kr. 1,800,000

Tónlistarmiðstöð Austurlands Upptakturinn á Austurlandi - kr. 800,000
Tónlistarmiðstöð Austurlands Maximús Músikús á BRAS - kr. 600,000

Hið austfirska bruggfélag ehf. Beljandi í dósir - kr. 1,200,000

Breiðdalsbiti ehf. Náttúrulegir kjötkraftar - kr. 500,000
Breiðdalsbiti ehf. Endurbætur á reykkofa - kr. 400,000
Breiðdalsbiti ehf. Ærberjasnakk –markaðssetning - kr. 300,000

Við óskum þeim sem hlutu styrk að þessu sinni til hamingju!