Á fundinum var rætt um starfsemi verslunar Krónunnar á Reyðarfirði og áform um eflingu hennar. Lágvöruverðsverslun, eins og Krónan, er mikilvæg undirstaða í öflugu samfélagi Fjarðabyggðar.
"Krónan vill sýna samfélagslega ábyrgð og er stolt af því að taka þátt í að efla sveitarfélög á landsbyggðinni. Verslun okkar á Reyðarfirði er mikilvægur þáttur í starfsemi Krónunnar og engin áform eru um að breyta fyrirkomulagi verslunarinnar." segir Gréta María og bætir við; "Við teljum að lágt vöruverð og gott Úrval, sé mikilvægur þáttur í lífsgæðum einstaklinga. Uppröðun Krónuverslana byggir á lýðheilsu sjónarmiðum með því að staðsetja ávexti og grænmeti fremst í verslunum og lágmarka framsetningu á sykri, með því t.d. að hafa ekki sælgæti við afgreiðslukassa."
Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar áformum um eflingu Krónunnar á Reyðarfirði og hvetur um leið íbúa, fyrirtæki og stofnanir í Fjarðabyggð til að versla í heimabyggð.