Fyrri bók höfundar, "Enginn sá hundinn" fylgdi einnig með í pakkanum. Boðskapur bókanna á allsstaðar við og einnig er gaman að gefa börnunum innsýn í þau fjölbreyttu tækifæri sem felast í að lifa og starfa í Fjarðabyggð, þar er meira að segja hægt að vinna við að teikna myndir.
Menningarstofa þakkar fyrir kraftmikið og skapandi samstarf á árinu sem er senn liðið og óskar íbúum Fjarðabyggðar gleðilegs árs.
Myndin er af nemendahópnum í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla þegar Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar afhenti þeim bækurnar.