Fara í efni
28.01.2019 Fréttir

Skjala- og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað 40 ára

Deildu

Talsverður fjöldi lagði leið sína í Safnahúsið í tilefni dagsins og nutu góðra veitinga. Nokkrar ræður voru fluttar í tilefni dagsins m.a. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem flutti safninu kveðju og Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, færði safninu fyrir hönd SÚN, höfðinglega peningagjöf til tölvukaupa og tæknivæðingar.

Veislustjóri var Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og formaður Safnanefndar Fjarðabyggðar. Konur frá Kvenfélaginu Nönnu sáu um veitingar og félagar úr Harmonikkufélagi Norðfjarðar léku nokkur lög.