Fara í efni
09.02.2019 Fréttir

112 dagurinn verður mánudaginn 11. febrúar

Deildu

Í tilefni dagsins verður opið hús á slökkvistöðinni á Hrauni á Reyðarfirði milli kl. 16:00 – 18:00. Þar er hægt að skoða slökkvistöðina, bíla og búnað og fá leiðbeiningar um eldvarnir heimilisins.

Einnig verður opið hús í Björgunarsveitarhúsinu á Norðfirði milli kl. 16:00 - 19:00. Þar kynna Landsbjörg, Rauði krossinn, Slökkviliðið og lögreglan starfsemi sína og búnað og veita leiðbeiningar um slysavarnir.

Allir velkomnir.