Fara í efni

Fréttir

13.03.2019

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1996 til 2002 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að níu vikur á tímabilinu 3. júní til 16. ágúst 2019.
04.03.2019

Áhrif loðnubrests

Ljóst er að fjárhagsleg áhrif þess að ef loðna finnst ekki í nægjanlegu magni á íslandsmiðum á yfirstandandi vertíð verða mikil á mörg sveitarfélög, þar sem uppsjávarvinnsla er mikilvægur þáttur í sjávarútvegi þeirra. Óvíða er uppsjávarvinnsla meiri en í Fjarðabyggð og ljóst er að loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.
04.03.2019

Skrifað undir samning um byggingu netagerðarbryggju

Í síðustu viku var skrifað undir verksamning við OG Syni / Ofurtólið ehf., vegna verksins "Eskifjörður, netagerðarbryggja þekja 2019".
01.03.2019

Íbúagátt

Vegna bilunar gæti reynst erfitt að tengjast Íbúagátt sveitarfélagsins. Unnið er að viðgerð.
28.02.2019

Fjárhagsleg áhrif loðnubrests

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið fjármálastjóra Fjarðabyggðar að fara yfir fjárhagsleg áhrif loðnubrests á tekjur aðalsjóðs og hafnarsjóðs sveitarfélagsins.
26.02.2019

Aurflóð í Mjóafirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið sviðstjóra framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hlutast til um hreinsun árfarvegs Borgeyrarár í Mjóafirði, sem hljóp í krapaflóði um liðna helgi, til að varna því að ekki hljótist frekari skemmdir og til að verja mannvirki. Framkvæmdastjóra var einnig falið að leita samstarfs við Viðlagatryggingu og Vegagerðina vegna þessa.
25.02.2019

Appelsínugul viðvörun fyrir Austfirði

Spáð er ofsaveðri á austurhelmingi landsins í nótt og á morgun. Veðurfræðingur segir að það verði ekkert ferðaveður og bendir fólki á að reyna að festa eða ganga frá lausamunum utandyra.
22.02.2019

Skipulagsbreytingar í stjórnsýslu Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn staðfesti tillögur stjórnkerfisnefndar sveitarfélagsins á fundi sínum 21. febrúar 2019 en tillögurnar eru í þremur liðum. Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð er áhersla á mikilvægi umhverfis- og skipulagsmála.
21.02.2019

Fjarðabyggð undirritar samning við Villiketti á Austurlandi      

Fyrr í dag fór fram undirritun samnings á milli sveitarfélagsins og dýraverndunarfélagsins Villikettir.
21.02.2019

Samningur við Tryggingamiðstöðina undirritaður

Í vikunni var undirritaður nýr samningur um tryggingar Fjarðabyggðar við Tryggingamiðstöðin, en félagið var lægstbjóðandi í útboði á tryggingum sveitarfélagsins sem fór fram í desember 2018.
19.02.2019

Forvarnarmálþing í Verkmenntaskóla Austurlands

Forvarnarteymi Verkmenntaskóla Austurlands ásamt fjölskyldusviði Fjarðabyggðar og foreldrafélögum Verkmenntaskólans og Nesskóla, standa fyrir árlegu forvarnarmálþingi þann 2. mars kl. 10:00.
18.02.2019

Samningur við RARIK um yfirtöku á götulýsingakerfi

Fjarðabyggð og RARIK undirrituðu á dögunum samning þess efnis að Fjarðabyggð yfirtekur og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það er við undirritun samnings.
11.02.2019

Milljarður rís 2019

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í íþróttahúsinu í Neskaupstað þann 14. febrúar klukkan 12.30-13.00. Mætum og sýnum samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis.
09.02.2019

112 dagurinn verður mánudaginn 11. febrúar

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og áföllum á heimilinu
04.02.2019

Íþróttadagur í grunnskólum Fjarðabyggðar

Fimmtudaginn 30. janúar sl. fór fram árlegur Íþróttadagur grunskólanna í Fjarðabyggð á Reyðarfirði.
01.02.2019

Nýjar notkunarreglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar taka gildi

Þann 1. febrúar taka gildi nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar. Reglurnar miða að því að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni notkun slíkra tækja.
30.01.2019

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóð Austurlands

Þann 28. janúar sl. fór fram úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Alls var veitt 61 styrk úr sjóðnum að þessu sinni
28.01.2019

Skjala- og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað 40 ára

Miðvikudaginn 23. janúar 2019 voru liðin 40 ár frá því að Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum að stofna til héraðsskjalasafns fyrir Neskaupstað. Af þessu tilefni bauð Skjala- og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað, velunnurum sem og öðrum til kaffidrykkju í Safnahúsinu við Egilsbraut.
26.01.2019

Fjarðabyggð sigurvegari Útsvars 2019

Fjarðabyggð sigraði Kópavog í úrslitaþætti Útsvars í gær. Lokatölur urðu 82 - 71 Fjarðbyggð í vil.
25.01.2019

Íbúafundur í Breiðdal

Mánudaginn 22. janúar var haldin íbúafundur í Breiðdal í tilefni að lokum verkefnisins "Brothættar byggðir" sem Breiðdalshreppur var þátttakandi í.
25.01.2019

Fjarðabyggð í úrslitum Útsvars í kvöld

Fjarðabyggð keppir í kvöld til úrslita í Útsvari í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45.
23.01.2019

Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð hljóta styrk úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu

Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð, Uppsalir á Fáskrúðsfirði og Hulduhlíð á Eskifirði, hlutu á dögunum styrk úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu að upphæð 200.000 kr. í verkefnið "Ungur nemur - gamall temur".
21.01.2019

Skjala- og myndasafn Norðfjarðar 40 ára

Miðvikudaginn 23. janúar nk. verður Skjala- og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað - 40 ára. Af því tilefni verður tímamótanna minnst í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 20:00 þennan dag.
16.01.2019

Kallað eftir minningum úr Oddsskarðsgöngum - Framlengdur umsóknarfrestur

Alexandra Ýr Ingvarsdóttir, nemi í VA og Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, kalla um þessar mundir eftir minningum samfélagsins úr Oddsskarðsgöngunum.
08.01.2019

Undanúrslit í Útsvari

Okkar fólk tekur á móti liði Reykjavíkur í undanúrslitum Útsvars í RÚV á föstudagskvöldið. Útsending hefst kl. 19:45. Lið Fjarðabyggðar er sem fyrr skipað úrvalsfólki, þeim Birgi Jónssyni, Hákoni Ásgrímssyni og Heiðu Dögg Liljudóttur.
04.01.2019

Tryggvi Ólafsson er látinn

Myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafsson lést í gær. Norðfirðingurinn Tryggvi var í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar en hann skipaði sér snemma á ferlinum í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.
02.01.2019

Bókagjöf Menningarstofu til leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð

Á aðventunni færði Menningarstofa Fjarðabyggðar öllum leik- og grunnskólum í Fjarðabyggð "En við erum vinir!" nýútkomna bók Hafsteins Hafsteinssonar, teiknara í Neskaupstað.
31.12.2018

Gleðilegt ár!

Fjarðabyggð sendir íbúum sveitarfélagsins og Austfirðingum öllum bestu áramótakveðjur og óskir um farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
31.12.2018

Öllum brennum frestað til Nýársdags

Ákveðið hefur verið að fresta öllum áramótabrennum sem fyrirhugaðar voru í kvöld til morguns, Nýársdags. Tímasetningar má sjá hér að neðan:
31.12.2018

Áramótabrennur 2018

Spáð er vonskuveðri þegar líður á daginn og af þeim sökum er líklegt að fresta þurfi áramótabrennum sem fyrirhugað var að halda seinnipartinn í dag. Fólk er beðið að fylgjast með tilkynningum hér á síðunni, en þessi frétt verður uppfærð um leið og fréttir berast. Eins má finna upplýsingar á Facebook síðum Fjarðabyggðar og björgunarsveita í Fjarðabyggð.