Fara í efni
22.07.2019 Fréttir

Undiritun samnings vegna ofanflóðavarna í Neskaupstað - Urðarbotnar og Sniðgil

Deildu

Um er að ræða þriðja áfanga í gerð snjóflóðavarna fyrir Neskaupstað. Reistur verður leiðigarður, þvergarður og keilur. Garðarnir og keilurnar verða úr jarðefnum sem fengin eru innan framkvæmdasvæðisins, bæði laust efni og efni úr bergskeringum. Flóðmegin verður þvergarðurinn og keilurnar byggð upp með styrkingarkerfi til að mæta bratta og lögun, sem ákvarðast út frá útreiknaðri hönnun. Í verkinu felst einnig gerð vinnuvega, varanlegra slóða, gangstíga, áningarstaða og drenskurða, auk þes sem umfang lækjarfarvega verður stækkað. Áætluð verklok eru 1.desember 2021. Verktaki er Héraðsverk og er upphæð verksamnings kr. 776.402.673.-