Fara í efni
10.05.2019 Fréttir

Vorráðstefna Greiningar og ráðgjafastöðvar ríkisins

Deildu

Yfir 400 gestir sækja ráðstefnuna að þessu sinni. Vorráðstefnan er stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik.

Snemmtæk íhlutun er lykilatriði í þjónustu við ung börn með raskanir í taugaþroska. Hún byggir á því að hægt er að móta taugakerfi barna fyrstu árin og með markvissum vinnubrögðum er hægt að hafa jákvæð áhrif á þroska, hegðun og færni barnanna.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur frá upphafi lagt áherslu á að kenna snemmtækar íhlutunarleiðir fyrir börn með þroskafrávik og síðastliðið haust var hugtakið fest í sessi í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Það er því vel við hæfi að helga vorráðstefnuna í ár þessum vinnubrögðum og ýmsu sem þeim tengjast.