Keppni hófst í morgun með keppni í Boccia í Íþróttahúsinu en alls voru 21 lið skráð til keppni og keppt var á 5 völlum. Það sem eftir lifir helgarinnar verður síðan keppt í hinum ýmsu keppnisgreinum víða um Neskaupstað. Nánari dagskrá mótsins má finna á heimsíðu UMFí með því að smella hér.
Í kvöld kl. 20:30 fer síðan fram formleg setningarhátíð Landsmótsins í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Þar verður ýmislegt um að vera m.a. fánahylling, ávörp og tónlistaratriði. Við hvetjum fólk að sjálfsögðu til að mæta á mótsetninguna og einnig að líta við á keppnisvöllunum um helgina og hvetja þar keppendur til dáða.