Fara í efni
08.05.2019 Fréttir

Íbúafundur um Landsmót UMFÍ - haldinn 9.maí í Neskaupstað

Deildu

Á fundinum verður farið yfir dagskrá mótsins og það sem framundan er í undirbúningi þess.

Búið er að ákveða keppnisgreinar en þær eru: Boccia, frjálsar íþróttir, ringó, línudans, golf, bridds, skák, pílukast, frisbígolf, strandblak, sund, pönnukökubakstur, lomber, 5 og 8 km. garðahlaup, pútt og stígvélakast.

Nokkrar keppnisgreinar eru opnar fyrir þá sem eru yngri en 50 ára og eru allir hvattir til að vera með á skemmtilegu móti.

Það er mikið verk að halda svona mót og þeir sem að því standa þurfa á hjálp að halda við hin ýmsu verkefni. Dæma þarf leiki, taka tíma í sundi, mæla langstökk og vera til staðar í upplýsingamiðstöð, svo eitthvað sé nefnt.